Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 1
IGNIS ÞVOTTAVELAR S-:__^öl IGNIS ¦ —J RAFIÐJAN — VESTURGOTU 11 19294 I RAFTORG V/AUSTURVÖLL 26660 I 113. tölublað — Miðvikudagur 24. maí 1972 — 56. árgangur. Landhelgisviðræður ráðherra í London TK-London. Utanrikisráðherra, Einar Ágústsson, og sjávarútvegsráðherra, Lúðvik Jósefsson, komu hingað til Lundúna í gær, um hádegisbilið. Ráðgert hafði verið, að viðræður hæfust milli ráðherra íslenzku stjórn- arinnar og hinnar brezku þegar i gær, en vegna umræðna í brezka þingínu, um Ródesíu- málið, varð að fresta umræðum til dagsins i dag. i morgun byrjuðu við- ræður ráðherranna í landbúnaðar- og fiski- málaráðuneytinu, en óvist var talið, að Sir Alec Douglas Home, utanríkisráðherra Breta, gæti verið við umræður- nar. En ákveðið var, að hann myndi hitta islenzku ráðherrana kl. 12 í dag óg ráðgert var að hádegisverði, sem ætlunin var að þeir snæddu saman, lyki klukkan 13.20. Þá átti að halda áfram viðræðum, bæði við embættismenn og ráðherra landbún- aðar- og fiskimálaráðu- neytisins. Klukkan 18 i dag er ráðgerð- ur blaðamannafundur, sem er óformlegur, sem þýðir að aðeins þeir, sem hafa sýnt málinu áhuga, fá þær upplýs- ingar, sem þeir hafa beðið um. Á morgun, fimmtudag, munu ráðherrarnir Einar Agústsson og Lúðvik Jósefs- son hitta Prior, fiskimálaráð- herra Breta og ræða við hann um landhelgismálið. Búizt er við, að Sir Alec Douglas Home verði að vera meira og minna frá,meðan viðræðurnar standa yfir, og mun þá aðstoðarráð- herra hans, Lady Tweeds- muir, vera i forsæti á fundun- um, er ráðherrarnir ræðast við Klukkan 15 á morgun verð- ur opinn blaðamannafundur haldinn i Fleet Street, i húsa- kynnum brezku blaðamanna- samtakanna, Press Club. Um kvöldið verður svo móttaka i sendiráði Islands fyrir blaða- menn og alla þá, sem sýnt hafa áhuga á landhelgismál- inu og mismunandi skoðunum Breta og Islendinga á þvi máli. Eysfeinn Jónsson forseti Sameinaðs þings: MINNISSTÆÐASTUR VERÐ- UR OKKUR 15. FEBRÚAR • þegar Alþingi ákvað með 60 samhljóða atkvæðum að færa fiskveiðilandhelgi íslands í 50 sjómílur 7. september n. k. EB-Reykjavik. t ræðu,er Eysteinn Jónsson, forseti Sameinaðs Alþingis, flutti við þingslitin siðastliðinn laugardag, sagði hann, að margs væri að minnast frá þingstörfunum að þessu sinni, en minnisstæðastur væri 15. febrúar, dagurinn, þegar Al- þingiákvað með 60 samhljóða atkvæðum að færa fiskveiði- landhelgina út i 50 sjómilur 1. september næstkomandi. — 15. febrúar 1972 varð þar með ciiiii af merkustu dögunum i viðburðarikri sögu Alþingis, og þá um leið i sögu þjóðarinn- ar, sagði Eysteinn Jónsson. Svo sem venja er flutti Ey- steinn, sem forseti Sameinaðs Alþingis, yfirlit um störf af- staðins þings, og er gerð grein fyrir þeim i lok fréttarinnar. Er Eysteinn Jónsson hafði flutt starfsyfirlitið, sagði hann: „Eins og sjá má af þvi, sem nú hefur verið rakið, hefur þetta verið óvenju annasamt og afkastamikið þing. Mörg stórmál hafa verið afgreidd og verulegur ágreiningur orðið um sum þeirra, sem verða vill, þegar meirihlutaskipti verða á Alþingi og stjórnar- skipti og ný stefna er mótuð i löggjafarstarfinu. Hvað sem ágreiningi liður og ólikum við- horfum I mörgu tilliti, mun þó allur þingheimur sameinast um þá ósk nú i lokin, að störf þessa Aþingis, sem nú er að ljúka, megi verða til farsældar landi og þjóð. Margs er að minnast frá þingstörfunum að þessu sinni, en minnisstæðastur verður okkur 15. febrúar. Þann dag ákvað Alþingi með 60 sam- hijóða atkvæðum að færa fisk veiðilandhelgi Islands út I 50 sjómilur frá grunnlinum 1. sept. næstkomandi. 15. febrúar 1972 varð þar með einn af merkustu dögunum i viðburðarikri sögu Alþingis, og þá um leið i sögu þjóðarinn- ar. Gott er þess að minnast, að þjóðin öll stendur að þessari ákvörðun, sem tekin var af 60 mönnum í þessum sal —- og þá einnig öllu þvi, sem gera þarf til þess að koma þessu niali heilu I höfn. Sameinuð mun þjóöin taka þvi, sem að hönd- um ber á þeirri leið, og I engu hvika frá þeirri ákvörðun, sem hér var tekin. Þessi órjúf- andi samheldni mun tryggja farsæl úrslit þessa mikla máls. Ég þakka háttv. þingmönn- um og hæstvirtri rikisstjórn fyrir góða samvinnu. Deilda- forsetum og varaforsetum þakka ég gott og náið sam- starf, sem hefur verið meira og með öðru sniði en áður hef- ur tiðkaztá Alþingi og að minu mati til góðs fyrir þingstörfin og stofnunina sjálfa. Skrifur- um þingsins þakka ég mikils- verða aðstoð og gott starf. Starfsfólki Alþingis færi ég alúðar þakkir fyrir ágætt framlag til þingstarfanna á óvenju annasömu þingi. Þing- mönnum óllum óska ég góðrar heimferðar og heimkomu og læt i ljós þá von, að öll megum við heil hittast hér á næsta hausti. öllum landsmönnum óska . ég árs og friðar." A nýafstöðnu Alþingi voru alls 92 frumvörp afgreidd sem Frh á bls. 3. J Forseti tslands dr. Kristján Eldjárn les forsetabréf um slit Alþingis á laugardag. (Tlmam Gunnar) Sigurjón Pétursson 17 ára ökumaður lézt OÓ-Reykjavfk Ungur maður beið bana og tveir félagar hans slösuðust alvarlega s.l. laugardags- kvöld, þegar blll, sem þeir voru I, valt á veginum rétt ofan við Lögberg. Auk þeirra voru tvö börn 7 ára drengur og 10 ára stúlka I bllnum, en þau meiddust sáralltið. Pilturinn, sem lézt hét Sigur- jón Pétursson, til heimilis að Safamýri 51. Hann var 17 ára að aldri. Slysið varð laust fyrir kl. 22 á laugardagskvöld. Ekki er með öllu ljóst hvað olli bflveltunni, en Sigurjón, sem ók bilnum, var nýbúinn að fara fram úr öðrum bíl, og segir bilstjóri þess bils, að þá hafi bfllinn, sem ók fram úr farið að rása á veginum. Agerðust siðan sveiflurnar og lauk með þvi,að bilinn fór eina og hálfa veltu og stöðvaðist á hvolfi á veginum. Tveir féllu út úr bflnum, Sigurjón og annar piltur. Sigurjón varð undir bflnum og lézt samstundis. Piltarnir, sem slösuðust eru báðir 16 ára. Yngri börnin,sem voru I bflnum eru systkin annars piltsins og á faðir þeirra bflinn. Sigurjón ók vegna £ess að hann var kunningi syst- kinanna;,og sá, eini.sem hafði bilpróf. Fengu þau bflinn lánaðan með þvi skil- yrði, að Sigurjón æki honum. Varhann nýbúinn að taka bil- próf. Ekkert bendir til þess að um grófan akstur hafi verið að ræða er bilinn valt, hraðinn ekki mjög mikill. Billinn er af Chervolet gerð, árgerð 1963. Engin öryggisbelti voru i bílnum. HG Dr. Kristján rinn = » M I #| "•• B I SJ-Reykjavík. | Nú um helgina rann ! | út framboðsfrestur til ! | forsetakjörs hér á landi! | sem fara átti fram í ! | sumar. Dr. Kristján ! | Eldjárn forseti íslands ! | er einn í framboði og ! 1 því sjálfkjörinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.