Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 24

Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 24
TVENNIR SAMNINGAR UNDIRRITAÐIR í MOSKVU NTB-Moskvu. Nixon Bandaríkjaforseta var vel fagnað, er hann kom til Moskvu á mánudaginn — ólikt betur en i Austurriki, þar sem miklar mótmælaaðgerðir voru vcgna komu forsetans. Nixon hélt einn fund meo sovézkum ráðamönnum á mánudag og annan i gær. i lok þess fundar voru undirritaðir tveir samningar, annar um samvinnu i sjúkdómarann- sóknum, og undirrituou hann þeir Rogers utanrikisráðherra Bandarikjanna og Petrovski heilbrigðismálaráðherra Sovétrikjanna, og hinn, sem staofesti ásetning stjórna Bandarikjanna og Sovctrikja- nna um aö vinna samciginlega ao þvi ao stcmma stigu vio mengun i lofti, á láoi og legi, var sá samningur undirrit- aður af Nixon sjálfum og l'odgorny forseta Sovétríkja- nna. Þátt i viðræðunum tóku þeir Brésnef, Kosygin og Podgorny fyrir hönd Sovétrikjanna og Nixon, Kogers og Kissinger, fyrir hönd Bandarikjanna. t dag verður annar fundur, og heíst hann laust fyrir hádegið. Þá var frá þvi skýrt i Helsinki i dag, að vel hefði gengið i hinum svonefndu SALT-viðræðum, þeim er fjalla um takmörkun kjarn- orkuvopnabúnaðar landanna tveggja, en skömmu siðar var frá þvi greint, að við- ræðurnar væru komnar i strand. Ekkert vildu talsmenn rikisstjórnanna segja um ágreininginn, en viðurkenndu, að hann væri fyrir hendi. Smith, aðalsamningamaður Bandarikjastjórnar i viðræð- unum, er á lista yfir fylgdar- menn Nixons i Moskvu, og er þvi búizt við,að samningarnir um takmörkun kjarnorku- vopna verði undirritaðir i Moskvu áður en Nixon heldur heim um næstu helgi. Nixon sagði skömmu fyrir brottförina, að hann myndi að öllum likindum flytja ávarp i sovézka sjónvarpinu á laugar- daginn kemur. Ronald Ziegler, blaðafull- trúi Nixons, neitaði að svara spurningum fréttamanna um, hvort þeir Nixon og Brésnef hefðu rætt striðið i Vietnam á framhaldsfundi, sem þeir héldu siðari hluta dags i gær. Fulltrúar stjórnanna beggja héldu og fundi i gær og munu gera það i dag, þar sem væntanlega verða ræddir hugsanlegir viðskiptasamn- ingar landanna. Sagt var af beggja hálfu i Moskvu i gær, að viðræður landanna hefðu verið ákveðnar og opinskáar, en þ ó i fullu bróðerni. I.eoniil I. Brezhnev bendir hér Nixon Bandarlkjaforseta aft setjast við ráðstefnuborðið, i þann mund er ráðstefna æöstu manna var að hefjast i Moskvu i gær. Lengst til vinstri er ráðgjafi Nixons, Henry Kiss- ingcr, þá Alexei Kosygin, Nikolai Pdgorny, Nixon forseti, Breznef aðalritari kommúnistaflokks sovét- ríkjanna og Itogers utanrikisráðherra Bandarfkjanna. Sfmamynd UPI. BARIZT AF MIKILU HORKU í VÍETNAM - Getum ekki búizt við aðstoð frá Kína til að leysa deiluna, segir Mike Mansfield NTB-Saigon Bandariskar sprengjuflugvélar af gerðinni B-52 hafa verið i næst- um stöðugum árásarferðum á Norður-Vietnam undanfarna daga, og hefur sprengjum aðal- lega verið varpað á aðdráttar- leiðir hers Hanoi-stjórnarinnar, járnbrautarteina og þess háttar. Melvin Laird, varnarmálaráð- herra Bandarikjanna, sagöi á blaðamannafundi um helgina, að hafnbannið á Norður-Vietnam hafi borið tilætlaðan árangur, en aðrar heimildir halda fram, að i gegnum Kina komi enn mikið magn af hergögnum inn i landið. Af vigstöðvunum i suðurhluta landsins berast þær fregnir, að Suður-Vietnömum hafi loks borizt liðsauki til An Loc, og sé nú barizt þar, og i grennd við Hue, af mik- illi hörku. Mannfall er sagt nokk- uð mikið i baðum liðum, en helzt virðist sem Norður-Vietnamar og hermenn Þjóðfrelsisfylkingar- innar séu nú að búa sig undir stærra áhlaup, sem gæti get úr- slagið um striðið i Indó-Kina. Herstjórnin i Saigon segist hafa fengið mikilvægar upplýsingar um þessa sókn, sem gera eigi til að minnast afmælis Ho Chi- Minhs, en það var 19. mai. Upp- lýsingarnar segist herstjórnin hafa fengið hjá norður-viet- nömskum hermanni. 1 Paris fóru viðræðufulltrúar Norður-Vietnama og Þjóðfrelsis- fylkingarinnar enn fram á, að viðræður yrðu teknar upp að nýju og að Bandarfkjamenn léttu þeg- ar i stað af hafnbanninu og hættu sprengjuárásum á Norður-Viet- nam. Ekki er talið liklegt, að Bandarikjamenn fallist á endur- nýjaðar viðræður i bili, þvi að haft var eftir aðalsamninga- manni þeirra i gær, að hann sæi engan tilgang i að eyða timanum i að hlusta á áróður. Miklar mótmælaaðgerðir voru i Bandarikjunum um helgina, og meðal annars sprakk sprengja I Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandarikjanna. Hópur vinstri- sinna, sem kalla sig „the Weathermen", sagðist bera ábyrgð á sprengjunni. Töluverðar skemmdir urðu á skrifstofuhús- næði, þar sem sprengjan eyði- lagði vatnsleiðslu i húsinu. Mót- mælaaðgerðir fóru fram i mörg- um borgum Bandarikjanna að auki, og kom til átaka á nokkrum stöðum. I öðrum fréttum frá Saigon seg- ir, að Bandarikjamenn hafi i sið- ustu viku sprengt i loft upp sex bensingeyma við Hanoi, og hafi þar brunnið 24.000 tonn af bensini. Einnig herma fréttir, að i sprengjuárásum Bandarikj- amanna á Hanoi hafi nokkrir sovézkir sjómenn beðið bana, en enn sem komið er hefur stjórnin i Moskvu ekki borið fram mót- mæli, þar eð samband rikjanna er of viðkvæmt um þessar mundir, vegna heimsóknar Nixons til Sovétrikjanna. Að sögn Anthony Lewis, frétta- ritara New York Times, hefur Hanoi orðið mjög illa útí i loft- árásum Bandarikjamanna, og sagði Lewis, að borgin minnti um margt á þýzkar iðnaðarborgir i heimsstyrjöldinni siðari. Þá skrifaði sænskur sendifulltrúi i Hanoi sænska utanrikisráðuneyt- inu bréf i siðustu viku, þar sem hann sagðist hafa séð með eigin augum, er bandariskar sþíengju- flugvélar vörpuðu aflmiklum sprengjum á sjúkrahús i Hanoi. Sendifulltrúinn, Jean Christopher öberg, sagði nokkrar sprengjur hafa lent i aðeins 300 metra fjar- lægð frá sænsku ræðismanns- skrifstofunni. 1 Hanoi herma fréttir, að norður-vietnamiskir fulltrúar, er nýlega séu komnir frá Kina, hafi fært heim þær fréttir, að Kina sé reiðubúið að veita Norður-VIet- nam alla þá aðstoö, er þurfa þyki i baráttunni gegn heimsvalda- sinnunum. Þá sagði Mike Mansfield, leið- togi demókrata i öldungadeildinni á Bandarikjaþingi, að stjórnin þyrfti ekki að búast við hjálp frá Peking við að leysa Indó-Kina- deiluna. Mansfield, sem nýkom- inn er heim frá Kfna, þar sem, hann átti nokkra fundi með Chou En-lai forsætisráðherra, sagði Kinverja ekki vilja blanda sér I deilur annarra rikja. — Ég held þvi að Bandarikin geti ekki átt von á neinni hjálp frá Kina til að leysa deiluna, sagði Mansfield. öldungadeildarþingmaðurinn sagðist halda, að striðið i Indó- Kina væri helzti þröskuldurinn i veginum fyrir eðlilegum sam- skiptum Bandarikjanna og Kina. Sagði Mansfield, sem var I tveggja vikna ferðalagi um Kina ásamt leiðtoga repúblikana I öldungadeildinni, Hugh Scott, þetta i viðtali við timaritið U.S. News & World Report. Miðvikudagur 24. mai. 1972. Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. ABCDEffGH ABCDEFGH Hvitt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðssonog Hólmgrimur Heiðreksson. 20. leikur Akureyringa: Bxd5 A geð- veikrahæli í 50 ár - alheilbrigðar! ÓV-Reykjavik. Óvenjulegt mál hefur komið upp I Bretlandi. t ljós hefur komið við rannsókn á sjúklingum á geð- veikrahælum I Dewsbury, að tvær konur hafa verið á geðveikrahæli þar i 50 ár fyrir að hafa eignazt óskilgetin börn. Konurnar eru nú 68 og 74 ára, og hafa nöfn þeirra ekki verið gefin upp. Foreldrar þeirra sendu þær á hælið, þegar þær voru 18 ára, eftir að þær höfðu eignazt börn sin utan hjónabands. Yfir- völd Dewsbury á þeim tima voru með i ráðum, og er hvergi að finna annað en að þetta hafi þótt alveg sjálfsagt. Félagsmálafulltrúi sýslunnar, Frank Sheridan, komst að þessu eftir viðtöl við konurnar, og sagði önnur þeirra honum, að hún hefði skrifað yfirvöldum mörg bréf til að reyna að losna, en á árangurs. Konurnar voru báðar nokkuð frjálsar á hælinu, en áttu engan að utan þess, svo að þær gátu ekki farið, enda þurfti fyrst að útskrifa þær, og samkvæmt öllu, sem i ljós hefur komið, hafa yfirvöld sjúkrahúsins ekki haft tiltakan- legan áhuga á að senda konurn ar i bítrtu. „Tilvera tveggja þýzkra ríkja brátt viðurkennd staðreynd" - segir í fréttatilkynningu frá rfkisstjórninni Föstudaginn 19. þ.m. fór fram atkvæðagreiðsla á fundi Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunar S.Þ. um það, hvort Austur-Þýzka alþýðulýðveldið skyldi fá aðild að sam- tökunum. tslenzka sendinefndin neitaði að taka þátt i atkvæða- greiðslunni með eftirfarandi yfirlýsingu, sem Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, formaður islenzku sendi- nefndarinnar, flutti: ,,Það er yfirlýst stefna rikisstjórnarinnar, að bæði þýzku rikin eigi rétt á aðild að Sameinuðu þjóðunum og sér- stofnunum þeirra, svo sem Al- þjóðaheilbrigðismálastofnun- inni. Rikisstjórnin er þeirrar skoðunar, að það hafi tekið allt of langan tima að leysa þetta mál og að tilvera tveggja þýzkra rikja i Evrópu verði áður en langt um liður viður- kennd sem staðreynd. Ástæðan fyrir þvi, að vanda- mál þetta hefur enn ekki verið leyst er sú, að það hefur verið tengt átökum hernaðarbanda- laga stórveldanna, þar sem báðir aðilar hafa sýnt ó- sveigjanleika. Sérstaklega ber að harma, að stofnun eins og Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin, sem hefur það markmið að bæta heilsufar mannkyns, skuli liða fyrir slika skiptingu þjóða og þannig tefja fyrir lausn þessa mikilvæga vandamáls. Til þess að mótmæla þessu ástandi, hefur rikisstjórnin ákveðið að taka ekki þátt i at- kvæðagreiðslu um þetta mál." Fulltrúar tslands á ráð- stefnunni voru Páll Sigurðs- son, ráðuneytisstjóri, og Sigurður Sigurðsson land- læknir. Reykjavik, 23.mai, 1972. Forsætisráðuneytið. (Fréttatilkynning)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.