Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 18

Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 18
TÍMINN Miðvikudagur 24. mai. 1972. BEST ER HÆTTUR AÐ LEIKA IMlAI I Ol Y K il U - ætlar að einbeita sér að næturlífinu Knattspyrnusnillingurinn og glaumgosinn heimskunni George Best, Manchester United, hefur gefiö út þá yfirlýsingu,að hann sé búinn að leggja knattspyrnu- skóna á hilluna fyrir fullt og allt. Hann lýsti þessu yfir I brezka stórblaðinu Sunday Mirror s.l. sunnudag. Það taka ekki allir þessa yfirlýsingu alvarlega, þvi að talið er, að með henni sé hann að afsaka sig. Hann lét nefnilega Þegar Lorimer kom inn á, komu mörkin Skotland sigraði N-írland 2:0 á Hampden Park i Glasgow s.l. laugardag i brezku meistara- keppninni. Það var ekki fyrr en fjórum min. fyrir leikslok að Skotum tókst að skora — fyrra markið skoraði Denis Law, eftir fyrirgjöf Peter Lorimer (hann kom inn á fyrir Johnstone), og siðara markið skoraði svo Lorim-. er sjálfur á siðustu min. 40.000 þús. áhorfendur sáu leikinn. trska liðið lék allan leikinn með átta menn i vörn — liðið saknaði greinilega Georg Best, en hann segist vera hættur að leika knatt- spyrnu (sjá annarsstaðar á siðunni). Skozka liðið var þannig skipað: Clark (Aberdeen), Borwnie (Hibs), Donachie (Man. City), Bremner (Leeds), McNeií (Celtic), Moncur (Newcastle), Law (Man.Utd.), Johnstone (Celtic), Gemill og O'Hare (Derby), Graham (Arsenal) og Lorimer (Leeds). Lið tra var þannig skipað: Hola í höggi 1 hvitasunnukeppni Golfklúbbs- ins Leynis á Akranesi, sem haldin var um siðustu helgi, fór aldurs- forseti klúbbsins, Óðinn S. Geir- dal, holu i höggi. Þetta gerðist á 7. braut, sem er par 3 og 130 metra löng. Sló Oðinn með 7. járni og fór beint i holuna, Jennings (Tottenham), Rice (Arsenal), Clemence (Sheff. Wed.), Jackson (Nottm. For.), Neill (Hull), Hunter (Ipswich), Neagan og Dougan (Wolves), Mcllory (Man. Utd.), Graig (Newcastle) og McMordie (Middlesbro.). — DKNIS LAW ekki sjá sig i Glasgow s.l. fimmtudag, þegar n-irska lands- liðið kom þar saman til að undir- búa sig fyrir leikinn við Skota. Hann valdi frekar Spán — þar sem hann gat svallað og sukkað eins og hann vildi með vinum sín- um — heldur en að leika landsleik fyrir heimaland sitt. Best segist vera farinn á taug- um, hættur að svara i sima og að hann fari algjörlega úr sambandí, þegar dyrabjöllunni er hringt heima hjá honum. Ennfremur segisthann vera farinn að drekka mikið upp á siðkastið — fram til 4- 5 á næturnar. Þess vegna hefur hann ákveðið að hætta að leika knattspyrnu, leikinn sem hann hefur lífað fyrir. Eins og flestir vita, sem hafa fylgzt með enskri knattspyrnu, hefur Best verið vandræðamaður hjá liði sinu Man. Utd. Hann hefur ekki mætt á æfingar og leiki — frekar valið svall á næturklúbb- um Lundúnaborgar. Siðustu árin hefur hann skapað sér miklar óvinsældir hjá áhorf- endum, dómurum, mótherjum og jafnvel félögum sinum hjá Man. Utd. Hanri er sinöldrandi i leik — hefur oft verið dæmdur i keppnis- bann fyrir að brúka kjaft við dómara og mótherja. — Hvenær stekkur fyrsta konan yfir 7 metra? Ennþá hefur engri konu tekizt að stökkva yfir 7 m i langstökki, en staðfest heimsmet kvenna i greininni i dag á Heide Rosen- dahl, Vestur-Þýzkalandi, 6,84 m, setti 1970. Rússneska stúlkan með langa, skritna nafninu Tatjana Schtschelkanowa, hefur stokkið 6,96 m, en þá var vindur of mikill. Það gerðist 1966. Vestur-Þjóðverjar gera sér auðvitað miklar vonir um sigur i dahl. En fleiri koma til greina. Margrit Herbest frá Hamborg stökk lengst allra kvenna i fyrra, 6,81 m. Hún er 22ja ára og hefur sýnt miklar framfarir siðustu árin. Hvað sem gerist i langstökki kvenna á þessu ári, er það sú greinin, sem V-Þjóðverjar gera sér hvað mestar vonir um á Oly mpiuleikunum. »ii. w ,. ....... «& »«. u«.»>*« . ..*».*...», dUUVILÚU lllllMdl VUIIU UIH Dl£Ui 1 án þess að kúlan rynni nokkuð þessari grein á OL I MUnchen, og i.l'lif lliilinni i—mtw^m ..«»:. »:««» _-«—i a !>....„.. eftir flötinni. byggja vonir sinar mest á Rosen- f*S0JC03«f PUMA ^ Svaf stjórn HSI á verðinum? Þegar ákveðið var, hvaða dómarar ættu að dæma á OL-leikunum knattspyrnu SKÓR Enn einu sinni hefur verið gengið framhjá íslenzkum dóm- urum. Nú hefur endanlega verið ákveðið, hvaða handknattleiks- dómarar koma til með að dæma leikina i handknattleikskeppnin- inni á Olympiuleikunum i Míinchen i sumar. Dómarancfnd sú, sem valdi dómarana til að dæma I Mlinchen, virðist engan áhuga hafa haft á íslenzkum dómurum, þegar hún ákvað fjölda dómara frá hverju landi, þvi enginn islendingur var til - nefndur til að dæma í Múnchen. Eins og menn muna, þá dæmdu þeir Karl Jóhannsson og Björn Kristjánsson i undankeppni Olympiuleikanna við góðan orðs- týr, þegar þeir dæmdu Ameríku- riðilinn. Eftir góða frammistöðu þeirra i New York, þar sem riðill- inn var leikinn, gerðu islenzkir dómarar sér vonir um, að dóm- arar héðan færu til MOnchen. En sú von brást alveg, þegar fréttir bárust um,að enginn tslendingur hefði verið valinn til að dæma I Mönchen. Aftur á móti kom það mjög Loks kom enskur sigur Malarskór: Pelé Mexico, stærð 6 1/2-101/2 verð kr. 2060,00 Benfica Super, stærð 7—12, verð kr. 1946,00 London City, stærð 6 1/2—9, verð kr. 1798,00 Puma Rapid, stærð 5—12, verð kr. 1590,00 Pelé Santos, stærð 3 1/2—8, verð kr. 1430,00 Pele'Rio, stærð 3 1/2—7, verð kr. 984,00 Grasskór: Puma Tottenham, stærð 7—10 1/2, verð kr. 2205,00 Sportvöruverzlun Ingólfs Oskarssonar Klapparstig 44 — Simi 11783 — Reykjavík Það virðist sem enska landslið- ið sé búið að jafna sig eftir að V- Þjóðverjar slógu það úr Evrópu- keppni landsliða. Enska liðið sigr aði Wales 3:0 á Ninian Park I Cardiff s.l. laugardag i brezku meistarkeppninni, sem nú er hafin. Mörk Englands skoruðu: Emlyn Hughes (Liverpool) á 25. min., Rodney Marsh (Man. City) á 70. min! og Colin Bell (Man. City) á 70. min. 34.000 áhorfendur sáu leikinn, sem var all sæmilega leikinn. Alf Ramsey hvildi þá Allan Ball (Arsenal), Martin Chivers og Martin Peters (Tottenham). En lið Englands var þannig skipað i leiknum: Banks (Stoke), Madeley (Leeds), Hughes (Liverpool), McFarland (Derby), Moore (West Ham), Hunter (Leeds), Storey (Arsenal), Bell (Man. City), McDonald (Newcastle), Summerbee og Marsh (Man. City). Allar likur eru á þvi að úrslita- leikurinn i keppninni verði & laugardaginn kemur á Hampden Park i Glasgow — milli Englands og Skotlands. like Summerbee — er aftur i náðinni hjá Alf Rams- ey — hann átti góðan leik gegn Wales. áóvart, þegar fréttist, að a.m.k. þrjú dómarapör frá löndum, sem ekki eiga kapplið í MUnchen koma til með að dæma þar. Við þessar fréttir vaknaði sú spurning hjá mörgum: Svaf stjórn HSl á verðinum, þegar ákveðið var, hvaða dómarar ættu að dæma i Mönchen? Hefur stjórn HSÍ ritað Olympiunefndinni bréf, spurzt fyrir um þetta mál, og jafnframtborið fram kvörtun? SOS. Danskir knattspyrnumenn á OL-leikana í Múnchen Danska landsliðið i knattspyrnu sigraði Rúmeniu óvænt i lands- leik, sem fram fór i Bukarest um helgina. Danirnir sigruðu 3:2, og unnu sér þar með rétt til að leika á Olympiuleikunum i Múnchen 1 sumar. Fyrri leik liðanna,sem fór fram i Kaupmannahöfn, lauk einnig með sigri Dana, 2:1. Kom sigurinn mjög á óvart i Dan- mörku, þar sem menn áttu ekki von á sigri i Rumeniu. 20,63 m í kúluvarpi kvenna Nadesja Tsjisjova, Sovét- rikjunum, setti nýtt heimsmet i kúluvarpi kvenna fyrir helgina, hún varpaði 20,63 m og bætti eigið heimsmet um 20 sm. Afrekið vann hún i fyrstu tilraun. Þessi sovézka kraftkona er 173 sm á hæð og vegur 89 kg!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.