Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 24. mai. 1972. TÍMINN 11 ytgefimdJ: Frawií&kttarflökfcurfnn Framkv9»m<j9»tWn; Kfl$tfén::ti«ft«dikt*Sönv:Rit«^öt»r.l: t>Óraif:itt«::.:: vÞórarinsson (aþ)r Andrés Krlsttansson, Jón H«Í9a*»rlv inditöl. G. Þorsteinísoti og Tóma* Kari&son, A<í$tys)n3a«»iórt: $M$h grimur Oislason. Rltsftörnarílfrifstofur i €<Jdu)»ú*i«U>: SÍmð'ív: 1S3Ö0 — 183Q&. Skrif$toíur Bankxistræíi 7. — AfgreiSslusttjivÍ'. Í134ai. Augiý&ingawmj 19523^ ASrar skrifstofur si'mi T83O0, Áikrifíafgíald kr, löS.OO i mánu&i innanlanik. í laUsasoly kr> 15vOO íJnUktS. — filaSaþrent h.f. (Oíftiti Endurskoðun stjórnarskrárinnar Eitt af siðustu verkum hins nýlokna þings var að kjósa sjö manna milliþinganefnd til að vinna að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Nefndin skal hefja starf sitt með þvi að leita álits stéttarsamtaka, sveitarfélaga og lands- hlutasamtaka og gefa þeim aðilum, sem þess óska, tækifæri til að koma tillögum sinum á framfæri. Núgildandi stjórnarskrá tilheyrir á margan hátt liðnum tima. Hún rekur rætur sinar til að- stæðna og hugsunarháttar, sem riktu á siðari helmingi 19. aldar. Það var ætlunin að setja þjóðinni nýja stjórnarskrá i framhaldi af lýð- veldisstofnuninni, og voru fleiri nefndir settar á laggirnar til að vinna að þvi verkefni. Ekkert varð þó úr starfi þeirra og hefur málið þvi legið i salti um allangt skeið. Á siðasta áratug hóf Karl Kristjánsson að beita sér fyrir þvi, að haf- izt yrði handa um endurskoðun stjórnarskrár- innar og flutti hann nokkru sinni tillögur um það á Alþingi. Eftir að Karl lét af þing- mennsku, hefur Gisli Guðmundsson haldið þessum tillöguflutningi áfram. GIsli Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen fluttu sina tillöguna hvor á hinu nýlokna þingi um endurskoðun stjórnarskrárinnar og voru þær upphaf þess, að Alþingi samþykkti kosningu áðurgreindrar nefndar. Starf nefndarinnar verður margþætt og vandasamt. Aðstæður eru svo allt aðrar nú en fyrir 100 árum. Hugsunarhátturinn og skoðan- irnar einnig. Hin nýja stjórnarskrá verður að fjalla um margvisleg félagsleg réttindi, sem tilheyra nýjum og breyttum tima, en einnig um tilsvarandi skyldur. Hún þarf að geyma ákvæði um náttúruvernd og hina nýju fjölmiðla. Hún getur þurft að geyma ákvæði um réttindi og skyldur stjórnmálaflokka og stéttarsamtaka. Hún þarf að tryggja sem mesta valddreifingu og koma I veg fyrir, eftir þvi sem unnt er, að valdið safnist um of á fáa staði eða i fárra hendur. Siðast, en ekki sizt, þarf svo að athuga kjördæmaskipunina og kosningafyrirkomu- lagið, en sennilega eru það rétt vinnubrögð að byrja á þeim atriðum, sem minna hefur verið skeytt um og meira samkomulags má vænta um. Af þvi, sem hér hefur verið rakið, er það ljóst, að endurskoðun stjórnarskrárinnar verð- ur mikið verk og þar þurfa margir að leggja hönd á plóginn, þótt nefndin hafi forustuna. Þessvegna þótti ekki rétt við nánari athugun, að setja starfi nefndarinnar sérstök timamörk. Mestu skiptir, að undirbúningurinn sé góður. Það skal vel vanda, sem lengi á að standa. Friðsöm hvítasunna Hvitasunnan var hin friðsamasta hérlendis um margra ára skeið. Ólæti unglinga hafa sett leiðindabrag á hana á undanförnum árum. Þau voru engin nú, en I staðinn var haldin fjölsótt kristileg samkoma i Laugardalshöllinni. Þetta er mikil framför, sem vert er að fagna og helzt vonandi til frambúðar. v Þ.Þ. William F. Buckley: Hví höfum við ályktað svona herfilega rangt? Spurningar, sem Bandaríkjamenn þurfa að fá svarað Nixon forseti dvelur nú í AAoskvu og ræðir við ráðamenn þar. En þótt mikil athygli beinist að viðræðum þeirra, beinist samt aðalathygli Bandaríkjamanna í sambandi við utanríkis- mál að Víetnamstyrjöld- inni. Þeirspyrja ekki að- eins um, hvort AAoskvu- för Nixons muni ein- hverju breyta í þeim efnum, heldur margra spurninga annarra í sambandi við striðs- reksturinn þar. Nokk- 'rar þessara spurninga eru rifjaðar upp í eftir- farandi grein eftir Willi- am F. Buckley, sem er frægastur þeirra banda- rískra blaðamanna, sem telja sig íhaldsmenn i stjórnmálum. Greinar Buckleys birtast i mörg- um blöðum vestanhafs. É.G vil fá að vita, hvers vegna við vitum jafn lftið og raun ber vitni. Hvers vegna höfum við ályktað svona herfi- lega skakkt? Ég spyr þessarra spurninga blátt áfram og án þess að áskilja mér nokkurn rétt til reiði. Fyrir stuttu sagði forseti Bandarikjanna allri þjóðinni, raunar öllu mannkyni, að inn- rásinni I Vietnam yrði hrundið samkvæmt grunduðum her- fræðidómi Abrams Hershöfð ingja. SUÐUR-VIETNAMAR eru nú á undanhaldi og sundraðir nálega hvarvetna. Milljónir punda af sprengiefni, sem varpað er jafnt og þétt yfir Norður-Vietnam og mikinn hluta Suður-Vietnam, virðast jafn fjarri þvi að stöðva sókn Norður-Vietnama og kjarn- orkusprengingar neðanjarðar á Amchitka. Eitt hérað er fallið, annað rambar á heljarbarmi. Mergð flóttafólksins, sem streymir frá borgunum, er álika mikil og hún var hjá Kinverjum þegar þeir voru að flýja undan Japönum á fjórða tug aldar- innar. Her Suður-Vietnam'a tvistrast og heilar herdeildir verða nálega að engu. Hvers vegna vissum við þetta ekki eða gerðum ekki ráð fyrir þvi? Hvers vegna vorum við ekki varaðir við þessu? MARGT er unnt að gefa Nixon að sök, en i þessu sam- bandi nægir að hajda sig við þetta eitt: Hvað gerði hann til þess að sannreyna upp- lýsingarnar, sem honum voru gefnar, jafn reyndur og hann er og jafn ljóst og honum hlaut að vera, að fyrirrennarar hans hafa ótrúlega oft lýst bjart- sýni, sem reyndist ekki hafa við nein rök að styðjast, og leiddi A stundum út i hálfgerð- an dauðadans? Er þetta sök Abrams hers- höfðingja, sem var að starfi á vettvangi áður en Nixon var kjörinn forseti? Hvers vegna ályktaði Abrams þá svona Abrams, yfirhershöfðingi Bandarfkjanna i Vietnam skakkt? Gat hann sér rangt til um baráttukjark Suður-Viet- nama? HAFI Abrams hershöfðingi ályktað skakkt, hvernig stóð þá á þvi? Var baráttukjarkur- inn nægilega þungur á metun- um i útreikningum hans? Háfi það ekki verið, hver var þá ástæðan? Könnuðu starfsmenn utan- rikisráðuneytisins málavöxtu eða létu þeir nægja að taka við áætlunum herstjórnandans á staðnum? Atti CIA þátt i, áætlununum? Talsmenn CIA létu þá skoðun i ljós snemma á kjörtimabili Nixons, að ekki kæmi að haldi að efla Vietnama sjálfa til átaka. Var forsendum þeirra hrundið þá, hver gerði það, með hvaða rökum og samkvæmt hvaða könnunum? VAR ef til vill ályktað rangt um herstyrk Norður-Viet- nama? Forsetinn sagði okkur, að fulltrúar okkar hefðu gert sér þess grein i október i haust, að Norður-Vietnamar væru að undirbúa mikla sókn. Vissum við þá, hve um- fangsmikill viðbúnaður óvin- anna var? Kom upplýsinga- þjónusta okkar að fullum not- um? Gerðum við okkur rétta grein fyrir magni þeirra her- gagna, sem skipað var upp úr rússnesku flutningaskipun- um? Vissum við, hvers eðlis þessi sovézku hergögn voru? Gerð- um við okkur grein fyrir, til hvers þau yrðu notuð? Réttum við varnir okkar nægilega vel eftir þessu öllu? VIÐ verðum á næstunni að þrautkanna margt vegna þeirra atburða, sem nú eru að gerast i Vietnam, og engum blandast hugur um, að meðal þess er hinn herfilegi mis- reikningur i áætlunum okkar. Nú erum viö i sporum Niku- lásar II, sem sagði hirðinni af sannfæringu, að floti keisar- ans yrði búinn að gjörsigra Japani innan þriggja vikna. Hve mörg mistök hafa okk- ur eiginlega orðið á i útreikn- ingum, sem við treystum á? Höfum við til dæmis treyst i pókerspili okkar i Helsinki á upplýsingar frá sömu mönn- unum og öfluðu upplýsing- anna, sem við höfum reitt okk- ur á i Vietnam? THIEU hershöfðingi hefir þó rekið fáeina hershöfðingja. Gerum við það lika? Kemur yfirleitt nokkurn tima fyrir, að við rekum hershöfðingja? McGovern öldungadeildar- þingmaður hefir vakið athygli á þvi, að jafn margir hátt sett- ir herforingjar eru að starfi hjá okkur nú og i siðari heims- styrjöldinni, enda þótt herafli okkar sé ekki nema fimmtungur af þvi, sem hann þá var. Hvernig stendur á þessu? Lincoln taldi af og til nauðsynlegt að skipta um hershöfðingja. Hvernig stend- ur þá á, að okkur dettur það ekki i hug? ÞURFUM við aö endur- skipuleggja upplýsingaþjón- ustu okkar frá grunni? Hvað þá um utanrikisráðuneytið? Eða sjálfan herinn? Þegar þorra manna verður ljóst tapið i Suður-Vietnam og afhroð þeirra Suður-Víet- nama, sem börðust vegna þess, að við staðhæfðum við þá i sjónvarpi, að við brygðumst þeim aldrei á hverju, sem gengi, verður margur til að bera fram berorðar og nær- göngular spurningar. Þá verð- ur hernum ekki hlift og senni- lega hlifa þeir hershöfðingjan- um á vigvellinum ekki heldur, enda er ég ekki viss um, að nein ástæða sé til þess. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.