Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 24. mai. 1972. TÍMINN C % ::::: ti llll hiiiiitfiiilllll iiiiiiiilliiiiiliiiiiiuii ii Þegir á þinginu Thomas William Edward Coke, fimmti jarl af Leicester, braut fyrir nokkru venju fjölskyldu sinnar, og tók til máls i efri mál- stofu brezka þingsins, en þá* var verið að ræða um náttúruvernd og óhreinindin i náttúrunni. Þetta er i fyrsta skipti,sem hann i 22 ár, hefur tekið til máls i deildinni, eða allt frá þvi hann tók þar sæti fyrst. Faðir hans sat i deildinni i 23 ár, og sagði aldrei eitt einasta orð. Ap hans var á þingi i 32 ár, einnig an þess að segja orð. Þó setti langafi hans meti ð, sem þegjandi þingfulltrúi, þvi hann var á þingi i 67 ár, án þess að tala. Á skjaldarmerki ættarinnar stendur eitthvað á þa leið, að þolinmæðin þrautir vinni allar, eða, i beinni þýðingu, að sá vitri sé þolinmóður. Vinur Heaths smyglaði eiturlyfjum Einn af siglingavinum Edwards Heath forsætisráðherra Breta, Terence Hiscock, var fyrir nokkru handtekinn fyrir eitur- lyfjasmygl. Var hann dæmur i fimm ára fangelsi. Hiscock er einn af áhöfninni á snekkju Heaths, og var með forsætisráð- herranum þegar hann vann merkan sigur i kappsiglingu * taSori fyrir nokkru. Hiscock var tekinn fyrir að smygla eiturlyf jum frá Marokko til Englands. Þegar hann var handtekinn var hann klæddur i siglingajakkann, sem lið Heaths notar, og meira að segja með merki forsætisráð- herrans á brjóstinu en það kom fyrir ekki. Hann var handtekinn og fundinn sekur. Konungsgæðingur aður upp stopp- Friðrik konungur VII, sem var uppi á árunum frá 1808 til 1863 átti hest, sem Perle hét. Þetta var uppáhaldshestur konungs- ins, og þegar kóngur dó var hesturinn gefinn Danner greif- inju. Þegar hesturinn hrökk upp af, var hann stoppaður upp, og lengi vel var hann hafður á safni á Álaborg, en svo fór þó að lok- um, að hann var settur þar upp á háaloftog engin vegsemd sýnd eftir það. Nú er búið að draga hann niður af loftinu á nýjan leik, og ákveðið hefur verið aö hressa heldur upp á útlit hans, og koma honum svo fyrir i hest- húsinu i Kristjánsborgarhóll. En þar mun eiga að opna safn áður en langt um liður. Ef dæma má af útliti Perle veitir ekki af að hressa eitthvað upp á gæð- inginn. Tito að hætta Sagt er, að Tito hafi ákveðið að hætta að vera forseti júgóslav- neska kommúnistaflokksins i næstamánuði, en þá verður hann áttræður. Hins vegar ætlar hann að halda áfram að gegna störfum forseta landsins, og yfirhershöfðingja júgóslav- neska hersins. Titó hefur verið veikur að undanförnu og ætlar þvi heldur að fara að minnka við sig, aö þvi er sagt er. Búizt er við, að hinn 62 ára gamli Edward Kardelj taki við stjórn kommunistaflokksins af Tito. 270 þús. kr. ekki nóg Flestum mundi þykja allsæmilegt, að fá 3000 dollara eða um 270 þúsund króna laun á mánuði, en ein er sú kona, sem sættir sig ekki við þessa upp- hæð. Konan heitir Mary Alice Firestone, en hún giftist Russell Firestone milljónamæringi i Palm Beach i Florida árið 1961. Arið 1967 skildu þau, og þá var ákveðið, að Mary Alice Fire stone skyldi fá 3000 dollara með- lag frá manni sinum mánaðar- lega, en nú hefur hún sem sagt farið þess á leit viö dómstól i Florida, að tekiö verði til athug- unar, hvort hún geti ekki krafizt hærri upphæðar. Er talið lik- legt, aö henni verði dæmd mun hærri upphæð, þar sem sagt er, að ekki sé hægt að ætlast til þess, að kona, sem i hjónabandi hefur vanizt á mikil lifsþægindi þurfi að sætta sig við eitthvað mun minna eftir skilnaðinn. A meðan þau Mary Alice og Russ- ell bjuggu saman, lét hann hana fá á hverjum mánuði 3000 doll- ara, aðallega til þess að eyða i veðmál og kappreiðar, en hún hafði mjög mikið gaman af að veðja á kappreiðahesta. Þá fékk hiin mánaðarlega um 5000 doll- ara til þess að kaupa fyrir fatn- að, bila, leigja sér flugvélar og til annars álika. Þegar hjónin höfðu verið gift i ein þrjii ár fór Mary Alice fram á skilnað, þar sem maður hennar hefði haídið fram hjá henni, og einnig beitt hana ofbeldi og líkamsmeiðing- um. Var skilnaðurinn endanlega staðfestur i desember 1967 eins og fyrr segir. Russell Firestone er erfingi gúmmifyrirtækja og annarsrsem ber sama nafn, og flestir þekkja að minnsta kosti af Firestone—hjólbörðunum. Konan í FBI Konur i Bandarikjunum hafa löngum unnið utan heimilis, og gegnt ábyrgðarmiklum stöðum, verið forstjórar fyrirtækja og hvað eina, og engum þótt mikið. Eitt hefur þeim þó ekki tekizt fram til þessa, og það er að fá vinnu sem leynilögreglumenn hjá FBI, alrikislögreglunni. Astæðan hefur verið sú, að Ed- gar Hoover heitinn, yfirmaður lögreglunnar var algjörlega á móti þvi, að ráða kvenfólk i slik- ar stöður. En Hoover lézt fyrir skömmu, og nú héfur nýr maður tekið við stjórninni i bili, L. Pat- rick Gray, og hefur hann til- kynnt, að konur geti sótt um störf hjá FBI þegar i stað. Hér á myndinni sjáið þið unga konu, frú Cynthiu Edgar, sem er 25 ára gómul. Hún hafði sótt um störf hjá FBI, en fengið þvert nei. Hún hefur nú látið hafa það eftirsér, að hún muni koma um- sókn sinni i póstinri einhvern næstu daga. Hún er lögfræðing- ur að mennt, og hefur starfað i stjórnardeild þeirri, sem fjallar um jafnrétti kynjanna á vinnu- markaðinum i Bandarikjunum. Trúlega verður hún fyrsti kven- lögregluþjónninn i FBI, áður en langt liður. 0 u 0 0 0 000 0000 Hvers vegna hrópar hann „BANG" i hvert sinn. Ég veitekkert hvaða tegund þetta er, en hitt veif ég, j að hann hefur stóra kjaft. 73ER- DENNI DÆMALAUSI Wilson! Geturðu lánað mér sim- ann þinn? Ég þarf að hringja norður i Þingeyjarsýslu og heilsa upp á fólkið á Bjarnastöðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.