Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 22
Bensín vegur þungt í heildarútgjöldum bíleigandans. Hægt er að spara peninga með því að leita uppi ódýrar stöðvar og dæla sjálfur. Einnig má hafa í huga að bíllinn eyðir mestu í hægum akstri innanbæjar og fara í hjólatúr í stað sunnudagsbíltúrs á Laugaveginum. Með hvítasunnuhelgina á næsta leiti fara sumarferðalögin að hefjast. Misjafnt er hvað fólki stendur til þegar kemur að útileg- unni en eitt er víst að ekki er hægt að leggja í hann án búnaðar hvort sem stefnan er tekin á fjöll eða bara á næsta tjaldstæði. Fyr- ir fjalla- og göngugarpana skiptir öllu máli að búnaðurinn sé nett- ur og léttur svo auðvelt sé að bera hann á bakinu. Einnig skiptir máli að hafa allt til alls því oft er ekki hægt að hlaupa í næstu sjoppu ef eitthvað vantar. Þeir sem fara á tjaldstæðin eru þannig betur settir ef eitthvað hefur gleymst heima því oftar en ekki er þjónustumiðstöð og verslun innan seilingar. Aftur á móti eru hlutir eins og tjöld, dýnur og svefnpokar nokkuð sem nauðsyn- legt er að gleyma ekki. Göngupakkinn: Hjá Everest í Skeifunni er hægt að finna allt sem þarf fyrir útvist. Alvarlegt göngufólk ætti að finna þar allt sem til þarf og meira til. Bakpoki – Denali 70+100 Kr. 18.995 Svefnpoki – Ultra Light 900 Kr. 11.995 Tjald – Vango Micro 200 Kr. 23.995 Sjálfuppblásanleg dýna – Artiach compact mat. Kr. 8.995 Áttaviti – Passport Kr. 4.995 Sjónauki – 8x22 Kr. 3.290 Primus – Primus classic trail Kr. 3.690 / lappir kr. 550 Pottasett – Vango 2 manna stálsett Kr. 3.300 Hitabrúsi – Vango 0.7 L Kr. 2.995 Hnífapör – Hi gear Kr. 300 Göngustafir – Komperdell með dempara Kr. 8.995 parið GPS tæki – Garmin Geku 201 Kr. 16.900 Landakort – Þórsmörk, Landmannalaugar Kr. 950 Höfuðljós – Petzl TIKKA Kr. 3.995 Samtals: kr. 113.940 Útilegupakka eins og þennan sem ætlaður er í göngur er hægt að fá hjá Everest á bilinu kr. 53.000 til 170.000. ■ Hvað kostar útilegubúnaður? Léttur búnaður fyrir göngufólk Góð ráð INGÓLFUR HRAFNKELL INGÓLFSSON, FÉ- LAGSFRÆÐINGUR OG LEIÐBEINANDI Á NÁMSKEIÐUM FJÁRMÁLA HEIMILANNA, SKRIFAR UM FJÁRMÁL HEIMILA. Ávöxtun fyrir barnabörnin Sæll afi Það er góð hugmynd að leggja inn á sparireikning fyrir barnabörnin. Það fer vel á því að börnin okkar alist upp við sparnað og geti séð með eigin augum hvað hann er auðveldur og hvað hann getur orðið feikilega öflugur. Þú ert væntanlega að spara til 18 ára, að minnsta kosti, og leggur fyrir ákveðna upphæð á mánuði. Svarið sem ég gef þér fer svolítið eftir því hvað þú vilt leggja á þig til þess að ná sem bestri ávöxtun á sparnaðinn. Verðtryggður reikningur eða áskrift að ríkistryggðum skuldabréfum gefur af sér um og yfir 6% raunávöxtun. Það er góð ávöxtun á venjulegan sparnað og getur skilað barnabörnunum dágóðri upphæð þegar þau eru orðin fjárráða. Mundu að það er ekki upphæðin sem þú leggur fyrir sem skiptir mestu máli heldur tíminn og vextirnir sem þú færð á sparnaðinn. Og í sparnaði er þolinmæði dyggð. Það er vissulega mikill munur á þeim 6% vöxtum, sem ég er að ráðleggja þér, og 20% vöxtunum sem ég var með í „krónudæminu“ sem þú minnist á. Slíka ávöxtun færð þú ekki nema með verðbréfakaupum og þá einkum kaupum á hlutabréfum. Verðbréfasjóðir og sérstaklega svo kallaðir vísitölusjóðir eru nokkuð örugg fjárfesting og gefa að jafnaði af sér góða ávöxtun. Sjóðir sem fjárfesta í félögum sem eru í úr- valsvísitölu íslenska aðallistans hafa gefið af sér tveggja til þriggja stafa ávöxtunarprósentu og eru enn á góðri siglingu. Þessir úrvalsvísitölusjóðir eru í vörslu banka og verðbréfafyrirtækja sem flest bjóða upp á mánaðarlega áskrift. Þetta getur verið spennandi kostur, afi, og þú getur fylgst með gengi sjóðanna á „ljótu“ síðunni í Morgunblaðinu og kennt barnabörnun- um í leiðinni að lesa úr tölum á pen- ingamarkaðnum og hvernig peningarn- ir geta vaxið, nánast eins og af sjálfu sér. Gangi þér vel, Ingólfur Hrafnkell, nýlega orðinn afi. Viltu spyrja Ingólf? Sendu spurningu á fjarmal@frettabladid.is Sæll Ingólfur. Mig langar að fá álit þitt um hvernig best er að ávaxta krón- ur barnabarnanna. Krónan kveikti í mér. Hef lagt nokkrar krónur inn á reikning en finnst lítið hækka innistæðan. Afi [ GLEYMDIRÐU AÐ SKILA SKATTFRAMTALINU? ] Enn séns að skila án teljandi vandræða Það var 24. mars síðastliðinn sem síðasti skiladagur var á skattframtali ársins. Flestir leggja sig fram um að ljúka við framtalsgerðina á réttum tíma, en þó er talsvert um að menn nái ekki að skila vegna fjölmargra ástæðna. Gleymska er sakleysislegt fyrirbæri en getur verið dýrkeypt í tilviki skattsins og þungar álögur beðið þess sem gleymir að sinna skattframtalinu. Að sögn Gests Steinþórssonar, skattstjóra í Reykjavík, eru gildar ástæður fyrir of seinum skilum, meðal annars veikindi, fjarvera og illviðráðanlegir erf- iðleikar. Enn er hægt að skila framtalinu á netinu eða pappír, og lykillinn sem lands- menn fengu sendan sem aðgang að netframtalinu gildir áfram fram að álagningu 31. júlí. Gestur segir mikilvægt að geta þess á framtalinu hvers vegna skilin hafa dregist, en heimilt er að beita viðurlögum ef menn skila ekki á réttum tíma. Skattstjóri skilar framtölum í skýrsluvélar í byrjun júní og eftir það tekur ríkisbókhaldið við. Það er því allra síðasti séns að skila framtalinu fyrir næstu mánaðamót því eftir það kemst eng- inn inn án þess að fá á sig áætlun eða álagningu, sem svo þarf að kæra og er ekki af- greitt fyrr en í haust. ■ 50% afsláttur álántökugjalditil 1. júlí Stokkaðu upp fjármálin Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfestingar- bankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í fasteign. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúli 13A, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is www.frjalsi. is – með hagstæðu fasteignaláni Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 5,95% 6,50% 7,50% 8,00% 8,50% 30 ár 5.960 6.320 6.990 7.340 7.690 40 ár 5.470 5.850 6.580 6.950 7.330 4.960 5.420 6.250 6.670 7.080 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Afborgun- arlaust H im in n o g h a f- 90 40 12 4 ! Margir eiga örbylgjuofn en nota hann sama sem ekki neitt. Þetta er hins veg- ar tilvalið tæki til að nýta það sem til er í ísskápnum til hins ítrasta. Tími og orka sparast þegar matreitt er í örbylgjuofni. Það tekur 7 mínútur að mat- reiða 250 g af kartöflum í örbylgjuofni, en 25 mínútur á eldavél. Örbylgjan er auðvitað tilvalin til að hita upp afganga, en einnig er gott að skvetta smá vatni á hart brauð og mýkja það upp í ofninum. Einnig næst meiri safi úr sítrónum og appelsínum ef þær eru settar í örbylgjuna í nokkrar sekúndur. HÚSRÁÐ NÝTTU ÖRBYLGJUNA Gleymska getur verið dýrkeypt þegar skattframtöl eru annars vegar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.