Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 40
32 19. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR Ég ákvað að setjast á skólabekkog læra raftónlist í vetur,“ segir Bjargey Ólafsdóttir mynd- listarkona, sem í vetur hefur sótt nám í Tónveri Tónlistarskóla Kópavogs. Tónlistarskóli Kópavogs er reyndar fyrsti skólinn sem hún sótti um ævina, því foreldrar hennar sendu hana þangað í píanónám fimm ára gamla. „Síðan hætti ég því þegar myndlistin tók yfir, en svo fékk ég aftur áhuga á raftónlist nýverið og er að búa til danstónlist.“ Á nemendatónleikum Tón- versins í kvöld, sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi, verð- ur meðal annars flutt lag eftir Bjargeyju og Ólaf Breiðfjörð sem heitir Gay Pop Star. „Þetta lag er í þýskri kvik- mynd sem heitir Jargo og er eft- ir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur. Ég var að búa til myndband í nótt með Páli Óskari og er að reyna að berja það saman. Ég vona að það heppnist svo við getum sýnt það á tónleikunum,“ sagði Bjargey í gær þegar Fréttablaðið spjallaði við hana. „Við erum samt ógeðslega feimið band, ég og Óli.“ Á tónleikunum verða einnig flutt ýmis rafskotin tónverk eftir aðra nemendur Tónversins, þau Alex McNeil í Kimono, Pál Ragn- ar Pálsson, eða Palla í Maus, og þau Áslaugu Einarsdóttur, Bene- dikt Hákon Bjarnason, Egil Örn Rafnsson, Hauk D. Magnússon, Hrein Elíasson, Jeremiah Runn- els, Ragnar Sólberg Rafnsson og Tinnu Bjarnadóttur. „Við erum búin að læra rosa- lega mikið hérna,“ segir Bjargey. Námið nýtist henni í myndlistinni, þar sem hún hefur meðal annars verið að búa til kvikmyndir. „Tónlist er bara eitt tjáningar- formið í viðbót. Ég hef mikinn áhuga á danstónlist og elektr- ónískri popptónlist, og er svona að víkka sjóndeildarhringinn með þessu.“ Tónleikarnir í kvöld ættu að verða mjög fjölbreytilegir, því nemendurnir koma úr ýmsum átt- um og taka tónlistina mjög breyti- legum tökum. ■ ■ TÓNLEIKAR Ógeðslega feimið band HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 16 17 18 19 20 21 22 Miðvikudagur MAÍ Vorjazz á Argentínu öll fimmtudagskvöld í maí Alla fimmtudaga í maí spila þjóðþekktir tónlistar- menn jazz og suður ameríska tónlist í bland. 20. og 27. maí Guitar Islancio Björn Thoroddsen Gunnar Þórðarson Jón Rafnsson Í tilefni þessara tónlistarkvölda höfum við sett saman 3ja rétta kvöldverð og kynnum vín frá argentínska framleiðandanum Catena: www.catenawines.com Matseðill Snöggsteikt risahörpuskel og humar á ratatouille með humarsósu Grilluð nautasteik með bakaðri kartöflu og Béarnaise sósu Frosin Tiramisu með sætu hindberjamauki Kaffi kr. 4.900.- Verið velkomin Borðapantanir í síma 551 9555 eftir kl. 14:00 e-mail: salur@argentina.is Félag eldri borgara í Reykjavík á nokkur sæti laus í: - Snæfellsnesferð - 15. - 16. júní. M.a. sigling út í Flatey. Verð kr. 14.200. Skráning fyrir 24. maí. - Norðurlandsferð - 29. júní - 3. júlí. M.a. sigling út í Grímsey. Farið í Vesturf.safnið o.fl. Verð kr. 48.600. Skráning fyrir 28. maí. Upplýsingar og skráning á skrifstofu í síma 588 2111. KVENNAKVÖLD á Rauða ljóninu í kvöld ■ ■ TÓNLEIKAR  19.30 Sænski Stefanoskórinn syngur 25 ára afmæli sínu á tónleikum í Norræna húsinu.  20.00 Árlegir vortónleikar Tónvers Tónlistarskóla Kópavogs verða haldnir í Salnum. Frumflutt verða rafskotin tón- verk eftir nemendur Tónversins. Aðgang- ur er ókeypis.  20.30 Vortónleikar Kvennakórs Bolungarvíkur verða haldnir í Safnaðar- heimili Bolungarvíkur, Víkurbæ. Stjórn- endur kórsins eru Margrét Gunnars- dóttir og Guðrún Bjarnveig Magnús- dóttir sem einnig annast undirleik.  21.00 5ta herdeildin, Siggi Ár- mann, Retron (með Kolla úr Gra- veslime), Beikon (innanborðs meðlim- ir Stjörnukisa) og The Viking Giant Show (Heiðar í Botnleðju) koma fram á Grand Rokk á tónleikum til styrktar félaginu Ísland-Palestína. ■ ■ TÓNLEIKAR  22.00 Hljómsveitin Touch heldur tónleika í Stúdentakjallaranum. Hljóm- sveitin leikur mest frumsamið efni, kraft- mikla og melódíska tónlist. Einar Jóns- son leikur á bassa, Daníel Freyr Gunn- laugsson á rafgítar, Kristján Óli Péturs- son á trommur og Böðvar Reynisson syngur og leikur á rafgítar.  22.00 Dúkkulísur, Barbarella og Rokkslæðan, allt saman alvöru stelpu- hljómsveitir, koma fram á Jóni forseta. Nýtt lag og myndband með Dúkkulísum frumflutt. ■ ■ LEIKLIST  10.00 Rauðu skórnir í Iðnó.  20.00 100% „hitt” með Helgu Brögu á Selfossi.  20.00 Vesturport sýnir Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare í Borgarleikhús- inu. ■ ■ LISTOPNANIR  20.00 Í Gerðarsafni í Kópavogi verður opnuð sýning á íslenskum mál- verkum sem eru í einkaeigu í Dan- mörku. Þessi sýning var fyrst sett upp á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn í apríl að frumkvæði Dansk-Islandsk Samfund með Klaus Otto Kappel, fyrrum sendi- herra Dana á Íslandi, í fararbroddi. NEMENDUR TÓNVERS TÓNLISTARSKÓLA KÓPAVOGS ÁSAMT KENNARA SÍNUM Ýmis rafskotin verk eftir þá verða flutt á hinum árlegu vortónleikum Tónversins. Væntanlega verður líka sýnt myndband með Páli Óskari. Þetta er bara hugsað sem einskonar byrjendanámskeið í hljóðfræði,“ segir Birgir Örn Thoroddsen fjöllistamaður. Hann vinnur mikið með hljóð, og kennir meðal annars hljóðhönnun og hljóðtækni í Borgarholtsskóla. Í kvöld klukkan níu ætlar hann að flytja erindi í fyrirlestrarsal Klink og Bank þar sem hann fjall- ar um spurninguna „Hvað er hljóð?“ „Við vitum í rauninni öll hvað eru heitir og kaldir litir og mun- inn á þríhyrning og hring og kassa og allt það, en af því að hljóðið er ósýnilegt þá erum við ekki mikið að pæla í því. Samt erum við allan daginn að hlusta á einhver hljóð, en jafnvel þótt fólk hlusti mikið á tónlist þá veit það kannski ekki mikið meira en hvað er bassi og diskant. Hljóðið er náttúrlega ósýnilegt og þess vegna áttum við okkur ekki jafn auðveldlega á því hvaða lögmálum það lýtur eða hverjir grunnþættir þess eru.“ Birgir Örn segir fyrirlestur- inn í kvöld aðallega ætlaðan þeim sem lítið hafa spáð í þessi mál. Sjálfur er hann reyndar mynd- listarmaður, auk annars, og seg- ist ekki hvað síst hafa áhuga á að koma kollegum sínum í stétt myndlistarmanna í kynni við leyndardóma hljóðheimsins. „Myndlistarmenn vinna oft með hljóð, til dæmis í myndbönd- um og innsetningum alls konar, og þar er víða pottur brotinn. Von- andi getur ungt myndlistarfólk nýtt sér eitthvað af því sem ég ætla að tala um, því oft þarf ekki nema smá grunnþekkingu til þess að bæta hlutina.“ Birgir Örn ætlar að vera með ýmis hljóðdæmi til skýringar. Fyrirlesturinn er liður í svoköll- uðum Tímakvöldum, sem félags- skapurinn Tími hefur staðið fyrir undanfarið í húsakynnum Klink og Bank. ■ Upplýsir leyndar- dóma hljóðsins BIRGIR ÖRN THORODDSEN Í kvöld ætlar hann að reyna að svara spurningunni „Hvað er hljóð?“ ■ FYRIRLESTUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 16 17 18 19 20 21 22 Miðvikudagur MAÍ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.