Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 36
28 19. maí 2004 MIÐVIKUDAGURTENNIS Alþjóðaólympíunefndin gengur frá umdeildu máli: Kynskiptingar á Ólympíuleika ÓLYMPÍULEIKAR Alþjóðaólympíu- nefndin hefur nú samþykkt að kyn- skiptingar megi taka þátt í Ólympíu- leikunum í Aþenu í sumar. Þeir verða að hafa lokið meðferð og öll- um nauðsynlegum aðgerðum sem til þarf. Þetta á bæði við um þá sem láta breyta sér úr karli í konu og öf- ugt og hormónameðferð verður að hafa verið lokið að minnsta kosti tveimur árum áður en Ólympíuleik- ar fara fram. Allt fram til ársins 1999 voru keppendur á Ólympíuleik- um látnir gangast undir afar um- deilda rannsókn til þess að reyna að ganga úr skugga um kynferði þeirra en þessum niðurlægjandi prófum var hætt fyrir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000. Löngum hefur verið deilt um þetta mál en nú er niðurstaða loksins fengin. Ýmsir meðlimir Alþjóðaólympíunefndar- innar hafa haft af því áhyggjur að karlmenn sem hafi látið breyta sér í konur kunni að hafa erfðafræðilega líkamlega yfirburði yfir kvenkyns keppinauta sína. Giselle Davies, talsmaður Al- þjóðaólympíunefndarinnar, sagði það frekar sjaldgæft að kynskipt- ingar væru að keppa í fremstu röð „en það er hins vegar að verða æ al- gengara“. „Það var kominn tími á að ganga frá þessu umdeilda máli,“ sagði Patrick Scham- asch, yfirmaður læknamála hjá Al- þjóðaólympíunefnd- inni, og bætti við: „Við þurftum að festa niður reglur og reglugerðir og þó að allar íþrótta- greinar geti lent í ein- hverjum vandræðum þess vegna og ýmsar spurningar kunni að vakna í kjölfarið þá er þó búið að skapa eðli- legra regluumhverfi og móta einhvers kon- ar stefnu.“ ■ Liverpool samþykkti tilboð Taílendinganna: Sjá roðann í austri FÓTBOLTI Forsætisráðherra Taílands, Thaksin Shinawatra, fullyrðir að stjórn Liverpool hafi samþykkt 60 milljón punda boð hans í 30% hlut í félaginu. Tvö til- boð hafa verið uppi á borðum, frá Taílandi og svo Steve Morgan, auðjöfri sem hefur verið aðdá- andi Liverpool frá blautu barns- beini. Margir rótgrónir Liver- pool-menn á öllum aldri vildu gjarnan sjá tilboði Morgans tekið og þó nokkrar efasemdarraddir hafa heyrst úr ýmsum hornum vegna vafasamrar stöðu mann- réttindamála í Taílandi. Finnst mörgum óviðeigandi viðeigandi að stór eignarhluti sigursælasta liðs enskrar knattspyrnusögu lendi í höndum manna sem mögu- lega hafi óhreint mjöl í pokahorn- inu. Forráðamenn Liverpool benda hins vegar á að tilboð Morgans hafi einfaldlega ekki verið nægilega gott og alls ekki náð að endurspegla raunverulegt verðmæti félagsins. Tilboð Taí- lendinganna sé töluvert betra og það hafi verið mjög erfitt að horfa framhjá þeirri staðreynd. Nú virðast mál endanlega frá- gengin og orð talsmanns Taílend- inganna, Santiparb Tejavanija, bjóða ekki upp á miklar efasemd- ir eða túlkanir: „Ég er á leiðinni til Liverpool. Tilboði okkar hefur verið tekið.“ Svo mörg voru þau orð. Forsætisráðherrann var þó aðeins varari um sig í samtali við BBC: „Í grundvallaratriðum hafa þeir gengið að tilboði okkar og nú erum við að fara yfir smáatriðin,“ sagði hinn moldríki forsætisráð- herra, Thaksin Shinawatra. Mikið hefur verið spáð í ástæð- ur þess að Shinawatra sé að at- hafna sig á þessum nýju knatt- spyrnuslóðum en samstarfsmenn hans segja það fyrst og fremst vegna ástar hans á fótbolta. Aðrar raddir segja ástæðuna aðallega vera þá að auka pólitískar vin- sældir Shinawatra í Taílandi en óvíða er áhugi á knattspyrnu meiri en þarlendis. Gangi allt eft- ir gjörbreytir þessi innkoma Taí- lendinganna stöðu Liverpool en langt er síðan liðið datt af stalli sem besta félagslið Evrópu. Nú getur Liverpool væntanlega keppt við stærstu og ríkustu félagslið heimsins, bætt við sig leikmönn- um og farið á fullt í byggingu nýs leikvangs á Stanley Park. Áætlað- ur kostnaður við þennan leikvang, sem taka á við af hinum goðsagna- kennda Anfield Road, er áætlaður 80 milljónir punda og því munu blóðpeningar ættaðir úr austrinu koma í góðar þarfir, hvað svo sem hinn almenni Liverpool-aðdáandi kann að segja. ■ Úrslitakeppni NBA: Sá stærsti til þessa KÖRFUBOLTI Minnesota Timber- wolves tekur á móti Sacramento Kings í sjöunda leik liðanna í undanúrslitum vestursins NBA- deildarinnar í Target Center í Minnesota í kvöld. Staðan í ein- vígi liðanna er 3-3 og er þetta oddaleikur sem mun skera úr um hvort liðið mætir Los Angel- es Lakers í úrslitum vestursins en Lakers sló ríkjandi meistara San Antonio Spurs út í sex leikj- um. Leikir Minnesota og Sacra- mento hafa verið hnífjafnir, bæði lið hafa unnið útileik en síðustu tveir leikir liðanna hafa endað með öruggum sigri heimaliðsins. Í síðasta leik ætl- aði allt að ganga af göflunum þegar Anthony Peeler, leikmað- ur Sacramento, lamdi Kevin Garnett, helstu hetju Minnesota, í andlitið og hlaut að launum tveggja leikja bann. Búast má við því að loftið verði lævi blandið í Minnesota og ekki ann- að í spilunum en að leikmenn Minnesota ætli sér að komast í úrslit vesturdeildarinnar í fyrsta sinn. Kevin Garnett, sem valinn var leikmaður ársins í NBA- deildinni, hefur verið öflugur í liði Minnesota í þessu einvígi. Hann hefur skorað 22,5 stig og tekið 14,5 fráköst í leikjunum sex. Latrell Sprewell hefur skorað 19,8 stig að meðaltali og Sam Cassell 17,0. Þessir þrír leikmenn hafa borið uppi sókn- arleik Minnesota bæði í þessu einvígi sem og í allan vetur. Peja Stojakovic er stigahæst- ur leikmanna Sacramento með 18,5 stig að meðaltali, Chris Webber hefur skorað 18 stig og leikstjórnandinn Mike Bibby er með 17,8 stig og 8,8 stoðsending- ar að meðaltali. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst kl. 00.30. ■ ■ ■ SJÓNVARP  16.10 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  16.40 Fákar á Sýn. Í þættinum verður fjallað um allar hliðar hestamennskunnar.  18.00 UEFA-bikarkeppnin á Sýn. Bein útsending frá úrslitaleik Marseille og Valencia í UEFA-bik- arkeppninni.  21.00 Bandaríska mótaröðin á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.20 UEFA-bikarkeppnin á RÚV. Sýnd verður samantekt frá úrslita- leik Marseille og Valencia í UEFA-bikarkeppninni.  23.15 Ensku mörkin á Sýn. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar.  23.45 Saga EM í fótbolta á RÚV.  00.15 Saga EM í fótbolta á RÚV.  00.25 NBA á Sýn. Bein útsending frá sjöunda og síðasta leik Minnesota Timberwolves og Sacramento Kings.  00.45 Snjókross á RÚV. Þáttur um kappakstur á vélsleðum. NICOLAS MASSU Chilebúinn sést hér í landsleik gegn Spáni á heimsmeistaramótinu í tennis, sem fram fer í Düsseldorf í Þýskalandi. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 16 17 18 19 20 21 22 Miðvikudagur MAÍ ÓLYMPÍULEIKARNIR Í AÞENU Kynskiptingar mega nú taka þátt í Ólympíuleikunum í fyrsta sinn. Þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði og ákveðnar efa- semdarradir eru uppi. THAKSIN SHINAWATRA Forsætisráðherra Taílands og auðkýfingur. Sést hér svara spurningum blaðamanna um væntanleg og nánast frágengin kaup á 30% hlut í Liverpool. SIGRI Í SJÖTTA LEIKNUM FAGNAÐ Vlade Divac og Anthony Peeler, leikmenn Sacramento Kings, fagna hér sigrinum gegn Minnesota í sjötta leik liðanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.