Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 46
38 19. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ FÓLK Í FRÉTTUM E f marka má orð þeirra semhvað gerst fylgjast með hrær- ingum á fasteignamarkaði hefur Ástþór Magnússon, forsetafram- bjóðandi og friðarpostuli, sett húsnæði sitt í Vogaseli á sölu. Það er freistandi að túlka þessa aðgerð Ástþórs á þann veg að hann sé svo viss um sigur í kom- andi kosningum að hann telji tímabært að koma húsi sínu í verð þar sem hann sé að flytja til Bessastaða innan skamms. Þeir sem eru vantrúaðir á möguleika Ástþórs á því að hafa húsbónda- sætið á Bessastöðum af Ólafi Ragnari Grímssyni hallast vita- skuld að því að kostnaður Ást- þórs við framboðið hafi orðið til þess að hann hafi þurft að breyta fasteignum í lausafé. Þetta er þó ekki líklegt í ljósi þess að Ástþóri hefur aldrei verið aura vant og önnur ævintýri hans hingað til hafa örugglega kostað meira en kosninga- baráttan nú. Annars eru allar vangaveltur um ástæður Ástþórs fyrir sölunni ástæðu- lausar þar sem það má vera ljóst að hvorri nið- urstöðunni sem fólk kemst að Ástþór hefur tröllatrú á fram- boði sínu. Á mánudag hófst liður í Listahá-tíð í Reykjavík í samstarfi við Tónlist fyrir alla, þar sem boðið er upp á tónlistardagskrá í Kringlunni á virkum dögum klukkan 17 og á laugardögum klukkan 14. Í dag verða það Diddú og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari sem munu láta tóna flæða um verslunar- miðstöðina. „Þetta er liður í því sem við höf- um verið að gera um allt land í Tón- list fyrir alla,“ segir Diddú. „Við erum að sýna hvað við höfum verið að bera á borð fyrir landsbörnin. Það verður ýmislegt sungið, meðal annars Næturdrottningin sem er með því kröfuharðasta sem hefur verið skrifað fyrir mannsröddina. Í Tónlist fyrir alla höfum við verið að syngja fyrir grunnskólabörn með ýmsum þemum. Mitt þema er að sýna fjölbreytileika mannsraddar- innar á meðan aðrir eru til dæmis með íslensk þjóðlög eða barnalög.“ Diddú og Anna Guðný verða í Kringlunni á fyrstu hæð og munu spila og syngja í tuttugu mínútur. „Maður kemur heilmiklu fyrir á þeim tíma,“ segir Diddú glettin. Diddú hefur staðið í ýmsu að undanförnu og segist vera ný- komin heim frá Ítalíu. „Það er ýmislegt fram undan eins og tón- leikar í Frakklandi og í Banda- ríkjunum. Það er líka verið að æfa nýja franska óperu, þar sem ég og Bergþór Pálsson erum meðal þeirra sem syngja. Þessi ópera hefur aldrei verið flutt hér á landi en gerist á Íslandi. Það er því ýmislegt á döfinni.“ ■ Pálmi Þór Ívarsson, eigandimyndbandaleigunnar Snæv- arsvideó á Höfðabakka, hefur ákveðið að loka leigunni á sunnu- dögum frá og með 1. júní til að geta eytt meiri tíma með fjölskyldunni. „Ég er búinn að vera meira og minna sjálfur í vinnunni í tíu ár,“ segir Pálmi. „Á annan dag páska var dóttir mín sex ára og ég komst ekki vegna þess að ég var í vinnunni. Henni þótti mjög slæmt að ég kæm- ist ekki í afmælið. Þá fannst mér vera nóg komið af því að standa hérna og hamast fyrir krónurnar og missa af fjölskyldunni.“ Skólafólkið sem hefur verið að vinna hjá Pálma á sumrin mun njóta góðs af breytingunni og segir hann krakkana vera mjög sátta við mála- vexti. Viðskiptavinir hans munu líka fá eitthvað fyrir sinn snúð því þeir sem leigja spólur á föstudögum fá að hafa þær alla helgina. Að sögn Pálma kom fleira til sem ýtti undir ákvörðunina. „Í fyrrasum- ar þegar fjölskyldan var austur í bú- stað þá var ég alltaf í vinnunni allar helgar. Mér fannst bara vera komið nóg. Það er einn dagur á ári sem hef- ur verið lokaður síðustu 10 ár, það er jóladagur. Núna ætla ég bara að upp- lifa jóladag einu sinni í viku.“ Pálmi, sem á fjögur börn á aldr- inum sex til fimmtán ára, vonast til að breytingin eigi eftir að hafa mjög góð áhrif á fjölskyldulífið. Hvetur hann aðra til að gera slíkt hið sama. „Þegar þú ert spurður hvað það er sem skiptir þig máli í lífinu þá svara flestallir að það sé fjölskyldan. Þá skipta nú ekki peningarnir miklu. Og þegar þú ert spurður hvað þú mundir gera ef þú ættir tvo mánuði eftir ólifaða myndu allir væntan- lega segja að þeir vildu vera með vinum og fjölskyldum,“ segir Pálmi og bætir við: „Ég vona að það séu fleiri sem taki upp fjölskylduvæna stefnu því misindismenn verða til í þjóðfélaginu vegna þess að þeir hafa ekki fengið að vera meira með sínum nánustu.“ freyr@frettabladid.is Lárétt: 1 veiðir, 6 karlfugl, 7 skammstöfun, 8 tveir eins, 9 blóm, 10 konunafn, 12 elska, 14 gruna, 15 einkennisstafir, 16 hvíldist, 17 trjátegund, 18 skordýr. Lóðrétt: 1 hefðarkona, 2 snák, 3 sólguð, 4 þétt- býlisstaður, 5 upphaf, 9 dvelja, 11 fljóta, 13 hnupl, 14 áköf, 17 píla. Lausn: 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt:1dorgar,6ara,7kó,8mm,9 urt,10ína,12ann,14óra,15ea,16lá, 17ösp,18maur. Lóðrétt:1dama,2orm,3ra,4akranes, 5rót,9una,11fráa,13napp,14ólm, 17ör. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Flugleiðum. Parið sem giftist var samkynhneigt. Knattspyrnusamband Íslands. SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR Syngur Næturdrottninguna í dag til að sýna fjölbreytileika mannsraddarinnar. Tónlist fyrir alla LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK TÓNLIST FYRIR ALLA ■ Tónar flæða um Kringluna þessa viku. FJÖLSKYLDA PÁLMI ÞÓR ÍVARSSON ■ Eigandi myndbandaleigu ætlar að loka á sunnudögum til að geta eytt meiri tíma með fjölskyldunni. Upplifir jóladag einu sinni í viku PÁLMI ÞÓR ÍVARSSON Pálmi starfar sem fasteignasali á daginn en stýrir myndbandaleigunni á kvöldin. Hann ætlar að eyða meiri tíma með fjölskyldunni í framtíðinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.