Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 50 Tónlist 40 Leikhús 40 Myndlist 40 Íþróttir 46 Sjónvarp 52 FÖSTUDAGUR ● á íslandsmeistaramótinu ▲ SÍÐA 52 Teflir fyrir Hrókinn Jóhann Hjartarson: ● veisluföng ● fermingarundirbúningur ▲ SÍÐUR 24–33 fermingar Blúndur og fínrifflað flauel Fermingarfötin: ● lárus eldaði til sigurs ▲ SÍÐUR 34–35 matur o.fl. Kynntist saltfiski í portúgalskri sól Kristín Kristjánsdóttir: SÖNGSKÓLINN 30 ÁRA Efnt verður til hátíðartónleika Háskólabiói í kvöld klukkan 19.30 í tilefni af 30 ára afmæli Söngskólans í Reykjavík. Sinfóníuhjómsveit Íslands, kór skólans og fjölmargir söngvarar koma fram. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 5. mars 2004 – 64. tölublað – 4. árgangur UPPLÝSINGAÞURRÐ Lögmaður sak- bornings í líkfundarmálinu kvartar yfir að fá ekki afhent skjöl sem varða rannsóknmáls- ins. Embætti ríkislögreglustjóra segir dóm- ara hafa úrskurðað að ekki sé skylt að af- henda gögnin. Sjá síður 2 og 16 SÁTTA LEITAÐ Sáttafundur verður í heimahjúkrunardeilunni í dag. Formaður sjúkraliðafélagsins hefur áminnt starfsmenn heimahjúkrunar um að vinna ekki meiri yfirvinnu en þeim ber. Sjá síðu 4 AUKIÐ ÁLAG Vinnuálag íslenskra starfs- manna varnarliðsins hefur aukist til muna eftir að uppsagnir 105 íslenskra starfs- manna tóku gildi. Fólk hefur flutt frá Suður- nesjum vegna atvinnuleysis. Sjá síðu 6 BJÖRN EKKI BRUCE Herra Björn Bjarnason, þér eruð enginn Bruce Willis, sagði Helgi Hjörvar á Alþingi vegna hug- mynda dómsmálaráðherra um eflingu sér- sveitar lögreglunnar. Sjá síðu 12 VARNARLIÐIÐ Útlit er fyrir að her- mönnum varnarliðsins verði fækkað um 12 prósent á árinu en samanlagt verða 220 hermenn fluttir á brott. Samkvæmt upp- lýsingum frá varnarliðinu fóru 130 hermenn með hinum brott- fluttu skipa- og eftirlitsflugvél- um 5. febrúar, Orion-vélunum svokölluðu. Þeir 90 hermenn sem standa eftir, starfa í viðhalds- deild vélanna og verða farnir í sumarlok. Fækkunin verður til frambúðar ef ekki verður fram- hald á útgerð skipa- og kafbáta- leitarflugvéla flotans á Keflavík- urflugvelli. Aðspurður um hvort fækkunin muni leiða til frekari uppsagna íslensks starfsfólks varnarliðsins segist Friðþór Eydal, upplýsinga- fulltrúi varnarliðsins, ekki geta svarað því að svo stöddu. „Ekki er hægt að segja til um hver áhrif þetta hefur umfram þær uppsagnir sem þegar hafa orðið,“ segir hann. „Það getur vel verið að ekki komi til frekari samdráttar en mikilvægt er að benda á að ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvort Orion-vélarnar komi aftur hingað til lands eða ekki.“ Hann tók það jafnframt fram að engir Íslendingar starfi við flugdeildina. ■ 52%74% 5 . M A R S T I L 1 1 . M A R S 2 0 0 4birta Sjónvarpsdagskránæstu7daga vikulegt tímarit um fólkið í landinu ÚTBREIDDASTA TÍMARIT LANDSINS - 96.000 EINTÖK NR . 9 . 2004 Hildigunnur Þráinsdóttir Listrænn einfari og bókaormur Marían í lífi mínu Lóa spákona á Nauthóli Gjörningaklúbburinn Stjörnuspáin Þessi voru þar Þunglyndi barna og unglinga Er kominn tími til að hætta með kærastanum? Hildigunnur Þráinsdóttir: ▲ Listrænn einfari og bókaormur birta ● gjörningaklúbburinn ● þunglyndi barna HIÐ FEGURSTA VEÐUR Já og það víða um land. Hægviðri og víðast bjart yfir á landinu og milt yfir miðjan daginn. Stöku skúrir eða slydduél síðdegis. Þetta er alveg frábært veður fyrir konur að viðra karlana. Sjá síðu 6. Fylgir Fréttablaðinu dag JÓNAS FRANKLÍN Mest tekur þetta á mig vegna aðstandenda barnsins. Jónas Franklín læknir: Kenni mér um HEILBRIGÐISMÁL „Já, ég kemst ekki hjá því. Ég hefði átt að vita betur og gera mér grein fyrir því, en ég gerði það ekki. Ég hreinlega veit ekki hvert framhaldið verður. Ég reikna fastlega með að áminning verði niðurstaðan, þótt ég viti það ekki,“ sagði Jónas Franklín lækn- ir þegar hann var spurður hvort hann kenni sér um að barn lést skömmu eftir fæðingu á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Jónas deyfði móðurina með þessum alvarlegu afleiðingum. Hann hefur áður lent í vand- ræðum í starfi. Hann segist hafa verið flæmdur frá Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri á sínum tíma vegna erfiðra samskipta við þáverandi yfirmann þess. „Ég var að reyna fyrir mér í Keflavík og hafði gert mér vonir um að geta jafnvel sest þar að á farsælan hátt,“ sagði Jónas. „En þá þurfti þetta endilega að koma fyrir. Mér þykir þetta afar miður og hefur ekki liðið vel eftir þetta. Það var ekki á það bætandi fyrir mig og mína fjölskyldu. En mest tekur þetta á mig vegna aðstandenda barnsins.“ Sjá nánar bls. 14 Tilbúnir að slá af launakröfum Samningar á almennum markaði takast jafnvel um helgina. Forystu- menn stéttarfélaganna eru ekki samstíga í launakröfum. Bíða útspils ríkisstjórnarinnar sem getur ráðið úrslitum. Frekari fækkun hjá varnarliðinu: Á þriðja hundrað hermenn burt FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA KJARAVIÐRÆÐUR „Ríkisstjórnin hef- ur lyklana að lausn þessara kjara- deilna en aðkoma hennar er þó ansi þokukennd. Ég er bjartsýnn á að við náum þessu saman um helgina en það ræðst af því hvort og þá hverju ríkisstjórnin spilar út. Það er þó alveg ljóst að við sitjum ekki lengi yfir engu,“ sagði Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Kjaraviðræður á almennum markaði hefjast að nýju í dag en viðræðum var frestað á mánudag. Þeim var frestað þar sem mikið bar í milli um launalið samning- anna. Kröfugerð stéttarfélaganna hljóðar upp á 5% almenna launa- hækkun við undirritun samninga, 5% hækkun um næstu áramót og 4% hækkun í byrjun áranna 2006 og 2007. Samtök atvinnulífsins höfðu boðið um eða yfir 2% launa- hækkun á ári næstu fjögur ár. Eft- ir fundahöld síðustu daga og sam- ráð verður ekki annað séð en að verkalýðsfélögin séu tilbúin að slá af launakröfunum. Þó virðast menn ekki samstíga um það innan Starfsgreinasambandsins. Samninganefnd Verkalýðs- félags Húsavíkur telur mikilvægt að verkafólk um land allt standi saman og boði til verkfalla til að knýja á um bætt kjör, haldi Samtök atvinnulífsins sig við fyrirliggj- andi tillögur um launahækkanir. Húsvíkingar segjast tilbúnir í átök enda ekki vanir því að láta troða á sér, eins og segir á heimasíðu Verkalýðsfélags Húsavíkur. Samninganefnd Vöku á Siglu- firði tekur í sama streng. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er þó stærstur hluti samn- ingamanna stéttarfélaganna á almennum markaði á þeirri skoðun að ekki sé annað fært en að slá af kröfum um launahækkanir ef ganga á frá nýjum kjarasamning- um án átaka. Í ljósi þessa má búast við stormasömum fundi nú fyrir há- degi þegar samningamenn Flóa- bandalagsins og Starfsgreinasam- bandsins bera saman bækur sínar fyrir samningafund sem þeir eiga eftir hádegið með Samtökum atvinnulífsins. the@frettabladid.is SETT FYRIR LEKANN Á ALÞINGI Iðnaðarmenn nýttu sér góðviðrið í gær og gerðu við leka á þaki alþingishússins við Austurvöll. Svo vildi til að lekinn leiddi beint niður í ræðustól Alþingis og truflaði meðal annars utanríkisráðherra í ræðu fyrir skemmstu. Uppbyggingin í Írak: Ísland leggur til 70 milljónir ÍRAK Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra og Jean-François Rischard, varaforseti Alþjóða- bankans í Evrópu, undirrituðu í gær samning milli Íslands og bankans vegna endurreisnar- og uppbyggingarstarfs í Írak. Sam- kvæmt samningnum leggja Ís- lendingar til eina milljón dollara, jafnvirði 70 milljóna króna, í fjöl- þjóðlegan sjóð í umsjá Alþjóða- bankans sem ætlað er að fjár- magna verkefni sem snúa að end- uruppbyggingu í Írak. Framlagi Íslands verður varið til uppbygg- ingar í heilbrigðisþjónustu í Írak en þar er þörfin brýn. Framlagið er hluti af 300 milljón króna fram- lagi sem ríkisstjórnin samþykkti að verja til aðstoðar í Írak í apríl á síðasta ári. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.