Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 40
■ ■ KVIKMYNDIR  18.00 Hinsegin bíódagar í Regn- boganum. Bróðir og utangarðsmaður.  20.00 Hinsegin bíódagar í Regn- boganum. Piltar með piltum: stutt- myndir.  22.00 Hinsegin bíódagar í Regn- boganum. Þúsund friðarský á himni. ■ ■ TÓNLEIKAR  19.30 Söngvararnir Kristinn Sig- mundsson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Eivör Pálsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurð- arson og Snorri Wiium koma fram ásamt upprennandi söngvurum við óp- erudeild Söngskólans í Reykjavík á tón- leikum með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands í Háskólabíói. Einnig kemur fram kór núverandi nemenda Söngskólans og Óperukórinn í Reykjavík. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af 30 ára afmæli Söngskólans í Reykjavík. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Snúður og Snælda sýna gamanleikinn Rapp og rennilásar eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur í Ásgarði í Glæsi- bæ.  20.00 Meistarinn og Margaríta í leikgerð Hilmars Jónssonar í Hafnar- fjarðarleikhúsinu.  20.00 Chicago eftir Kander, Ebb og Fosse á stóra sviði Borgarleikhússins.  20.00 Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason í leikgerð Baltasars Kormáks á stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 100% „hitt“ með Helgu Brögu í tónlistarhúsinu Ými, Skógarhlíð 20.  20.00 Leikhúskórinn á Akureyri frumsýnir Kátu ekkjuna eftir Franz Lehár með Öldu Ingibergsdóttur, Steinþóri Þráinssyni, Aðalsteini Berg- dal, Ara Jóhanni Sigurðssyni og Bjarkeyju Sigurðardóttur í aðalhlut- verkum.  20.00 Aukasýning á Erling eftir Hellstenius og Ambjörnssen í Borgar- leikhúsinu.  21.00 5stelpur.com í Austurbæ. ■ ■ LISTOPNANIR  17.00 Sýning Erlings Klingbergs verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur - Ás- mundarsafni. Sýningin er annar hluti af þremur í sýningaröðinni Píramídarnir. ■ ■ SKEMMTANIR  20.30 Cabrí Tríó leikur fyrir dansi á dansleik Félags eldri borgara í Hafnar- firði í Hraunseli, Flatahrauni 3.  21.00 Aaron Carl, Maggi Jóns aka Blake, Margeir og Tommi White halda uppi stuði á Kapital.  22.00 Amon Amarth frá Svíþjóð, Brain Police, Changer og Múspell spila á Grand Rokk.  23.00 Hljómsveitin Westmenn frá Færeyjum leikur fyrir dansi á færeyskum dögum á Fjörukránni.  Hljómsveitin Hunang og Sixties spil- ar í Klúbbnum við Gullinbrú.  Sú Ellen, Dúkkulísur, Búálfar og fleiri mætir Austfirðingar á Austfirðinga- balli í Players Kópavogi.  Hússnúðarnir DJ Áki Pain á efri hæðinni og DJ’s Bling & Ghetto á neðri hæðinni á Pravda  Hljómsveitin Spútnik leikur á Kaffi Akureyri.  DJ Kári spilar á Vegamótum.  Gullfoss & Geysir verða með nám- skeið í samskiptum kynjanna í Leikhús- kjallaranum.  Soulsveitin Straumar og Stefán skemmtir á NASA við Austurvöll.  Plast spilar á Café Amsterdam Tryggvagötu  Dúettinn Dralon skemmtir í Ara í Ögra.  Plötusnúðar rokkblaðiðsins Kerrang rokkar á Gauknum með Mínus og Jarcrew. ■ ■ FYRIRLESTRAR  15.30 Guðmundur Jónsson arki- tekt fjallar um menningartengda ferða- þjónustu á Menningartorgi Háskólans á Akureyri í Þingvallastræti 23, stofu 14 Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 40 5. mars 2004 FÖSTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 2 3 4 5 6 7 8 MARS Föstudagur Guðmundur Jónsson arkitekthefur sérhæft sig í hönnun bygginga og sýninga fyrir menn- ingartengda ferðaþjónustu. Í dag ætlar hann að flytja fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri um ýms- ar sýningar og byggingar sem hann hefur hannað, bæði í Nor- egi og víðar. Þar á meðal má nefna þjóðgarðsmiðstöðina á Harðangursheiði í Noregi, Norsku fjarðarmiðstöðina í Geirangursfirði og Systurskipið í Rørvik. „Þetta eru ýmist byggingar eða sýningar sem við höfum ver- ið að hanna og þær eru ýmis konar eðlis,“ segir Guðmundur. „Þær geta snúist um menningu ákveðinna staða eða ríkis í breið- um skilningi. Einnig getur ákveðinn söguatburður eða sögu- frægar persónur verið viðfangs- efni þeirra. Þetta getur líka snú- ist um staðhætti eða sérstöðu náttúrufars.“ Guðmundur, sem rekur litla arkitektastofu í Noregi, segist gjarnan hafa einhver áberandi tákn til grundvallar að útliti bygginganna. „Oft er þar um að ræða ákveð- inn symbólisma sem hægt er að sækja í ákveðna sögu eða ákveð- in nöfn. Til dæmis í Geirangurs- firði notuðum við orðið „geir“ og bjuggum til atgeir eða spjót sem maður kastaði niður í fjörðinn. Þannig stendur byggingin eins og spjótsoddur og vísar fram í fjörðinn. Þetta gerir bygginguna bæði sérstaka og athyglisverða.“ Í Borgarnesi hefur Guðmund- ur komið með hugmyndir að menningarmiðstöðinni Hjálma- kletti, sem þó er ekki risin enn. „Þá settist maður niður og las Egils sögu. Síðan tók ég exi og hjó í fjallið þannig að byggingin stendur út úr því eins og fimmtán metra langt axarblað og skagar út yfir sjóinn.“ Fyrsta byggingin sem rís eftir Guðmund hér á landi er viðbygg- ing við Amtsbókasafnið á Akur- eyri, sem vígð verður á morgun. „Mér finnst svolítið skondið að fyrsta byggingin rísi á Akur- eyri sem er fæðingarbær minn.“ Árið 1986 bar Guðmundur sig- ur úr býtum í Norrænni sam- keppni um tónlistarhús í Reykja- vík. Hann hefur síðan hlotið yfir 40 verðlaun og viðurkenningar í samkeppni um byggingarlist. Hann hannaði einnig Víkinga- skálann, sem til stendur að reisa í tengslum við víkingaskipið Ís- lending í Reykjanesbæ. ■ Ræðst á fjöll og firði GUÐMUNDUR JÓNSSON ARKITEKT Guðmundur flytur í dag fyr- irlestur á Akureyri um helstu verk sín sem falla undir menningartengda ferða- þjónustu. ■ MENNINGARTENGD FERÐAÞJÓNUSTA Miðasalan er opin kl. 14-18 alla daga nema sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Sími miðasölu: 511 4200 www.opera.is midasala@opera.is eftir Mozart 3. sýning lau. 6. mars kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI LAUS 4. sýning sun. 14. mars kl. 19 - NOKKUR SÆTI LAUS 5. sýning fös. 19. mars kl. 20 - NOKKUR SÆTI LAUS 6. sýning sun. 21. mars kl. 19 - NOKKUR SÆTI LAUS Brúðkaup Fígarós Draumalandið e. Ingibjörgu Hjartardóttur Leikstjóri: Þorsteinn Bachmann FRUMSÝNING lau. 6. mars kl 20 -uppselt 2. sýn fös. 12. mars kl. 20. -laus sæti 3. sýn lau. 13. mars kl. 20. -laus sæti Miðasala í í síma 562 9700 www.idno.is Lau. 13. mars kl. 20:00 örfá sæti Sun. 21. mars kl. 20:00 laus sæti Sun. 28. mars kl. 20:00 laus sæti Fáar sýningar eftir. Fim. 11/3 uppselt Fim. 18/3 næstsíðasta sýning Fös. 26/3 síðasta sýning Ekki missa af Sellófon! Miðasala í Iðnó sími: 562 9700 Síðustu sýningar. e. Birgi J. Sigurðsson. Leikfélag Mosfellssveitar sími: 566-7788 miðaverð 1.500 kr Næstu sýningar: Frumsýning fös. 5. mars Lau. 6. mars Fös. 12.mars Lau.13.mars Sýnt kl. 20.30 Matur & miði kr. 3.200 f. hópa =10 eða fleiri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.