Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 17
Litháen Nokkur fjöldi fólks í Litháen hefur verið yfirheyrður og liggja frekari yfirheyrslur fyrir. Lög- reglan freistar þess að finna sam- verkamenn þar í landi en bæði Jucevicius og Malakauskas eru frá um 35 þúsund manna bæ sem heitir Telsiai. Tenginga á milli Lit- háanna tveggja er leitað og sömu- leiðis tengsla sem Íslendingarnir tveir kunna að hafa í Litháen. At- huga þarf hverja þremenningarn- ir höfðu samband við frá því að líkið fannst þar til þeir voru hand- teknir. Grunaðir á frumstigi rann- sóknarinnar Heimildir Fréttablaðsins herma að skömmu eftir að líkið fannst í höfninni hafi lögregla at- hugað ferðir Grétars. Hann kom til Neskaupstaðar þar sem hann sagðist hafa fengið raflost þegar hann var að vinna í íbúð sinni og kosið því að fara til móður sinnar til að jafna sig um tíma. Skýring- arnar sem hann gaf á heimsókn- inni þóttu undarlegar. Við nánari athugun kom í ljós að tveir ungir menn á Pajero-jeppa hefðu heim- sótt Grétar. Þetta voru þeir Jónas Ingi og Tomas. Athygli vakti að þeir voru á dýrum bílaleigubíl sem kostar allt að átján þúsund krónum á sólarhring. Fréttablaðið greindi frá því fáum dögum eftir líkfundinn að þrír menn væru grunaðir um að tengjast málinu og að einn þeirra væri frá Neskaupstað. Sam- kvæmt þeim heimildum beindist grunur lögreglunnar fyrir austan að þremenningunum, sem nú eru í gæsluvarðahaldi, strax á frum- stigi rannsóknarinnar. ■ 17FÖSTUDAGUR 5. mars 2004 SAMAN Í BÍÓ Þegar kjósendur í Kaliforníu greiddu at- kvæði um hvort skipta ætti um ríkisstjóra stóð baráttan milli þessara manna, Gray Davis sem var ríkisstjóri og Arnold Schwarzenegger sem varð ríkisstjóri. Kosn- ingabaráttan var hörð og sú dýrasta sem hefur verið háð í einu ríki Bandaríkjanna. Hún virðist þó ekki hafa gert keppinautana að óvinum því það fór vel á með þeim á frumsýningu myndarinnar Spinning Boris. Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna: Hitti Suu Kyi MJANMAR, AP Sendifulltrúi Samein- uðu þjóðanna er kominn til Mjan- mar til að reyna að koma á sáttum milli herforingjastjórnarinnar og lýðræðissinna. Razali Ismail átti fund með forsætisætisráðherra landsins í gær en óstaðfestar fregn- ir herma að hann hafi einnig hitt Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Ismail er skipaður af Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, og er hlutverk hans að miðla málum í deilu herforingjastjórnar- innar og lýðræðissinna. Hann hefur tvisvar hitt Suu Kyi síðan hún var tekin höndum af herforingjastjórn- inni 30.maí á síðasta ári. ■ EVRÓPUMÁL Bryndís Hlöðversdótt- ir, Samfylkingunni, segir að Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráð- herra verði að svara þeirri spurn- ingu hvort ekki sé eðlilegt að stíga næsta skref í Evrópumálunum og sækja um aðild að ESB, nú þegar fyrir liggi að ekki verði hægt að tryggja uppfærslu EES-samnings- ins. Halldór hafi margsinnis lýst því yfir að hann vilji láta reyna til þrautar á uppfærsluna. „Samfylkingin telur ekkert að vanbúnaði að sækja um ESB-að- ild, en hefur sagt að það væri mjög gott að reyna þá leið að upp- færa EES-samninginn. Sú leið virðist út af borðinu núna og þá er bara að vinda sér í næsta skref. Það væri rökrétt framhald utan- ríkisráðherra, sem mun brátt leiða ríkisstjórnina, að gera það,“ segir Bryndís. Hún bætir því við að þróunin í Evrópu hafi verið með þeim hætti að eðlilegt sé að Íslendingar vilji koma þar að. „Það hefur hins vegar gengið illa og því hefur krafa verið gerð um að EES-samningurinn verði uppfærður. Þegar ljóst er að það tekst ekki hljótum við að stíga næsta skref og sækja um ESB-að- ild og skilgreina samningsmark- miðin,“ segir Bryndís. ■ Vaidas Jucevicius, Lithái Fæddur 20. nóv- ember árið 1974 Fannst látinn í höfninni við neta- gerðarbryggjuna í Neskaupstað ell- efta febrúar síð- astliðinn. Jónas Ingi Ragnarsson, Íslendingur Fæddur 11. janú- ar árið 1972 Jónas segist ekki þekkja þann látna. Kveðst hafa verið í sambandi við Litháa að nafni Vaidas vegna sumarhúsainnflutnings. Seinkaði brottför hins látna. Grétar Sigurðarson, Íslendingur Fæddur 2. ágúst árið 1976 Hann fór í líf- varðaskóla í Englandi. Grétar hefur játað aðild að málinu sam- kvæmt heimild- um blaðsins. Blóð úr honum og hinum látna fannst í bifreið í hans eigu. Tomas Malakauskas, Lithái Fæddur 29. sept- ember árið 1980 Tomas hefur búið á Íslandi í nokkur ár. Hann hafði bíl Grétars, sem blóðblettirnir fundust í, til um- ráða. Er frá sama bæ og hinn látni. BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR Þingmaður Samfylkingarinnar segir það rökrétt framhald hjá utanríkisráðherra að sækja um aðild að ESB, nú þegar fyrir liggi að ekki takist að uppfæra EES-samninginn. Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingunni: Halldór hugi að ESB-aðild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.