Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 41
FÖSTUDAGUR 5. mars 2004 41 Í kvöld verður opnuð í Ásmund-arsafni við Sigtún önnur sýning- in af þremur í sýningaröðinni Píramídar. Erling Klingenberg sýnir þar myndband og skúlptúra inni í safn- inu. Fyrir utan safnið stendur svo sendibíll, sem segja má að sé hluti af sýningunni. „Myndbandið fer fram í þessum sendibíl. Þar sést ég, það er lista- maðurinn, vera að kastast til og brölta eitthvað aftan í bílnum á fleygiferð.“ Hann er líka með eins konar gosbrunn á vegg, sem notaður verður á opnun sýningarinnar í kvöld til þess að veita víni í opnun- argesti. „Þetta er gríma sem er afsteypa af mér. Opnunarvínið kemur út úr þessari grímu þannig að fólk er í rauninni að drekka út úr mér í boði Listasafns Reykjavíkur.“ Erling hefur allt frá námsárum sínum unnið á húmorískan og gagnrýnin hátt með ímynd lista- mannsins. „Ég er hreint ekki á neinu egótrippi heldur nota ég sjálfan mig í eins konar sjálfsskoðun í þágu heildarinnar. Ég er þá að skoða um- hverfi listamannsins og hvaða væntingar eru gerðar til hans.“ Sýning Erlings er sem fyrr segir önnur í röðinni af þremur, sem sett er upp í Píramídunum svonefndu í fremsta hluta safns- ins, þar sem Ásmundur Sveinsson hafði vinnustofu sína. Fyrst í röð- inni var sýning Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, en að sýningu Erlings lokinni tekur Guðný Guð- mundsdóttir við. „Þetta er yngri kynslóð en var í fyrra að sýna í Kúlunni,“ segir Hekla Dögg Jónsdóttir, sem er sýningarstjóri píramídasýning- anna þriggja. „Ég valdi fólk sem hefur unnið mjög vel og þétt að sinni myndlist, en er samt hálfgert huldufólk. Ég er ekki viss um að fólk viti mikið um þau.“ Hekla Dögg segist jafnframt hafa valið myndlistarfólk sem hef- ur verið erlendis í námi á ólíkum stöðum og kemur því með ýmsa strauma með sér. Sýning Erlings stendur til 28. mars og er opin alla daga kl. 13–16. ■ Skoðar bröltið í sjálfum sér ■ MYNDLIST Fermingardagurinn minn Gestabók, myndaalbúm og fyrir skeyti FÆST Í ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM LANDSINS FRAMLEITT AF MÚLALUNDI - VINNUSTOFU SÍBS SOULSVEITIN STRAUMAR OG STEFÁN Tónlistarmennirnir Jón Ólafsson og Stefán Hilmarsson verða gjörsamlega á útopnu með átta manna soulsveit sinni á Nasa í kvöld. ERLING OG HEKLA Erling sýnir innsetningu í Ásmundarsafni við Sigtún í kvöld. Þeir spila víkingametal eins ogþeir kalla það,“ segir Þor- steinn Kolbeinsson um sænsku þungarokksveitina Amon Amarth, sem spilar á Grand Rokk í kvöld og úti á Granda annað kvöld. Og hvað skyldi svo víkingametal vera? „Þetta vísar aðallega í yrkis- efnið, innihaldið í textagerðinni. Þeir syngja mikið um norræna goðafræði. Nafnið á hljómsveit- inni er til dæmis annað heiti á fjallinu ógurlega í Hringadróttins sögu.“ Svíarnir hafa meðal annars gert lag um kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar Hrafnin flýgur, sem þeir nefna „As long as the raven flies“ og endar á stefinu úr myndinni, Á Sprengisandi. „Þeir hafa verið starfandi síð- an 1992,“ segir Þorsteinn, sem flytur hljómsveitina inn. „Ég heyrði í þeim fyrir tveimur eða þremur árum. Þeir eru að koma hingað með halarófu af blaða- mönnum á eftir sér frá sex bestu þungarokkstímaritunum í Evrópu.“ Tónleikarnir á Grand Rokk hefjast 22 í kvöld og aldurs- takmarkið þar er 20 ár. Brain Police, Changer og Múspell sjá um upphitun. Annað kvöld er hins vegar ekkert aldurstakmark á tónleikum í Tónlistarþóunarmið- stöðinni úti á Granda, sem hefjast klukkan 19. Þar hita Andlát, Dark Harvest og Sólstafir upp. ■ Rokka þungt í kvöld AMON AMARTH Sænska þungarokksveitin Amon Amarth spilar á Grand Rokk í kvöld ásamt Brain Police, Changer og Múspell. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT ■ TÓNLIST L E I K F É L A G A K U R E Y R A R S Ý N I R Draumalandið e. Ingibjörgu Hjartardóttur í leikstjórn Þorsteins Bachmann FRUMSÝNING 6. MARS Miðasala 462 1400. Glæpasaga úr samtímanum sem þú mátt ekki missa af! Leikarar: Hildigunnur Þráinsdóttir, Saga Jónsdóttir, Skúli Gautason og Þráinn Karlsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.