Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 16
16 5. mars 2004 FÖSTUDAGUR ■ Norðulönd Íbúar sjö ríkja telja innrás í Írak ekki sporna gegn hryðjuverkum: Stríð jók hættu á hryðjuverkum KÖNNUN, AP Innrásin í Írak jók hættuna á hryðjuverkaárásum á heimsvísu segir meirihluti íbúa í Mexíkó, Kanada og fimm Evrópu- ríkjum samkvæmt nýrri skoðana- könnun AP-fréttastofunnar. Evrópuríkin eru Bretland, Frakk- land, Ítalía, Spánn og Þýskaland. Innan við einn af hverjum tíu í hverju Evrópuríkjanna fyrir sig telur innrásina hafa dregið úr hættu á hryðjuverkum. Bandaríkjamenn skiptast í tvennt, þeir sem telja innrásina hafa aukið hættu á hryðjuverkum eru álíka margir og þeir sem telja hana hafa dregið úr hættunni. Spánverjar hafa allra þjóða mestar áhyggjur af hryðjuverkaárásum, 85% Spánverja lýsa áhyggjum vegna yfirvofandi hryðju- verkaárása. Þar verður þó að benda á að aðskilnaðar- hreyfing Baska hefur beitt hryðjuverkum í baráttu sinni. Um sjö af hverjum tíu Þjóðverjum og Ítölum lýstu sömu áhyggjum. Meirihluti aðspurðra í öllum löndum nema Bandaríkjunum sagði áhrif George W. Bush Bandaríkja- forseta á heimsmálin neikvæð. 57% Bandaríkjamanna töldu áhrifin jákvæð. ■ Þremenningarnir, Grétar Sig-urðarson, Jónas Ingi Ragnars- son og Tomas Malakauskas voru fyrst handteknir föstudaginn 20. febrúar og voru úrskurðaðir í ellefu daga gæsluvarðhald daginn eftir. Í framhaldi af handtökunum var leitað í fimm bílum sem þeir höfðu og á heimilum þeirra. Sím- töl þremenninganna voru athuguð með útprentunum frá símafyrir- tækjum og símar þeirra voru skoðaðir. Þá voru tekin lífsýni í bílunum og á fleiri stöðum. Blóð- blettir fundust í BMW-bifreið Grétars og voru lífsýni tekin úr þeim. Við nánari rannsókn á blett- unum reyndist blóðið vera úr hin- um látna, Vaidas Jucevicius og Grétari. Malakauskas hafði bílinn til umráða. Hnífurinn í höfninni Víst er talið að lík Juceviciusar hafi verið sett í höfnina í Nes- kaupstað 8. eða 9. febrúar. Á þeim tíma var Grétar staddur í Nes- kaupstað hjá móður sinni. Mala- kauskas og Jónas gistu aðfaranótt mánudagsins 9. febrúar hjá fjöl- skyldu Grétars. Þeir komu frá Reykjavík á leigujeppa með við- dvöl á Djúpavogi í tvær nætur vegna veðurs. Hnífur fannst í sömu höfn, og líkinu hafði verið komið fyrir í, í byrjun þessarar viku. Stungusár voru á líki Juceviciusar, tvö á brjóstkassa, eitt á kviðarholi og eitt á hálsi. Ekki hefur verið rann- sakað nákvæmlega hvort hnífur- inn sem fannst í höfninni var not- aður til að stinga Jucevicius. Að sögn lögreglu er þó nokkuð líklegt að hnífurinn hafi verið notaður. Fljótt á litið passar stærð hans við einhverja áverka líksins. Einn hefur játað Fyrir liggur að einn þremenn- inganna sem er í haldi hefur játað aðild að málinu, sem er sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins, Grétar Sigurðarson. Heimildir herma að sam- kvæmt frásögn Grétars hafi þeim öllum verið kunnugt um að Vaidas Jucevicius hefði fíkniefni innvortis þegar hann kom til Ís- lands 2. febrúar. Jucevicius varð veikur 3. febrúar, daginn eftir komuna til landsins. Þremenn- ingarnir töldu allir að veikindin stöfuðu af stíflu í meltingarfær- um. Þeir útveguðu honum deyf- andi lyf til að lina kvalirnar og freista þess að losa um stífluna. Þremenningarnir skiptust á að vera hjá honum og hugsa um hann. Hins vegar leituðu þeir sér ekki upplýsinga um lyfjagjöf hjá fagmanni né heldur hvernig best væri að annast Jucevicius. Grét- ar segir Jucevicius hafa átt pant- að flugfar til Kaupmannahafnar föstudaginn 6. febrúar, en þaðan ætlaði hann heim til Litháen. Skömmu áður en til stóð að aka Juceviciusi til Keflavíkur í flug var hann orðinn mjög veikur. Ljóst er að Jónas Ingi tók að sér að seinka fluginu um tvo daga og síðar var fluginu seinkað um ótiltekinn tíma. Jucevicius lést að morgni 6. febrúar, að sögn Grétars. Enn grunaðir um manndráp Alvarlegasta sökin sem borin er á hina grunuðu er brot gegn 211. grein hegningarlaga. Sú grein á við þegar um er að ræða grun um morð að yfirlögðu ráði og varðar fangelsi í hið minnsta fimm ár, en getur varðað lífstíð- ardómi. Einnig er gert ráð fyrir að sakborningarnir gætu hafa gerst brotlegir við 220. grein eða 221. grein sömu laga. Sam- kvæmt fyrri greininni segir að hver sá sem kemur manni í það ástand að hann sé bjargarlaus, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um, í slíku ástandi, skal sæta fangelsi allt að átta árum. Samkvæmt 221. grein geta menn hlotið allt að tveggja ára fangelsi fyrir að gera ekki sitt ýtrasta til þess að bjarga öðrum manni frá dauða. Þá eru þremenningarnir sak- aðir um brot á 173. grein sem kveður á um að menn geti hlotið allt að tólf ára fangelsisvist fyr- ir viðskipti með ávana- og fíkni- efni. Síðasta sakarefnið er brot á 124. grein hegningarlaga um röskun á grafhelgi eða ósæmi- lega meðferð á líki. Það ákvæði varðar sekt eða fangelsi allt að hálfu ári. Fyrst þegar farið var fram á gæsluvarðhald yfir þremenning- unum þóttu ætluð brot mann- anna varða við 124. grein, 173. grein, 211. grein og/eða 221. grein almennra hegningarlaga. Í kröfu um framlengingu á gæslu- varðhaldi bættist 220. grein lag- anna við. Sumarið 2003: Það heitasta í hálfa öld VÍSINDI Sumarið 2003 var að líkind- um það heitasta í Evrópu í 500 ár, ef tekið er mið af þeim upplýsing- um sem liggja fyrir um meðalhita frá árinu 1500. Yfir 19.000 dauðs- föll í Evrópu síðastliðið sumar voru rakin til hitabylgjunnar. „Þegar við lítum á Evrópu sem heild þá var þetta langheitasta sumarið,“ segir Jurg Luterbacher, loftslagsfræðingur við Háskólann í Bern í Sviss. Luterbacher segir að veturnir hafi verið óvenjuhlýir í Evrópu undanfarna þrjá áratugi. Í rannsókn Luterbachers var ekki leitast við að kanna áhrif hækkandi meðalhita á náttúru jarðar. ■ Mörkinni 6. Sími 588 5518. • Opið laugardaga frá 10 til 16. Góðar yfirhafnir Enn meiri lækkun Síðustu dagar Útsala! HÁRSNYRTISTOFA Höfðabakka 1. S. 587-7900 Gerður er komin aftur Margt bendir til sektar þremenninganna Rannsókn lögreglu er vel á veg komin og mörg gögn komin fram sem styrkja grun um sekt þremenninganna. Allir þrír hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. Fréttaskýring HJÖRDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR ■ skrifar um líkfundinn í Neskaupstað. LEITAÐ AÐ SÖNNUNARGÖGNUM Kafarar frá Landhelgisgæslunni leituðu að egg- vopni á mjög afmörkuðu svæði í höfn Neskaup- staðar. Hnífur fannst í höfninni sem hugsanlega var notaður til að veita þeim látna áverka. FRÉTTAB LAÐ IÐ /ELM A Þingkosningar: Ráðamaður á línunni NÝJA-DELÍ, AP Mörgum Indverjanum hefur brugðið undanfarna daga þegar hann hefur svarað símanum og komist að því að Atal Vajpayee f o r s æ t i s r á ð - herra er á hin- um enda lín- unnar. Reyndar er það ekki for- sætisráðherr- ann sjálfur heldur upptaka með honum sem flokkur hans hefur not- að í kosninga- baráttu sinni. „Mér var brugðið,“ sagði Vidya Devi, um sím- talið sem hún fékk frá forsætisráð- herranum. Hún áttaði sig þó fljótt á því hvernig var í pottinn búið þegar henni gafst ekki færi á að segja neitt sjálf áður en Vajpayee þakkaði fyrir sig og samtalinu lauk. ■ SVÍAR BANNA RUSLPÓST Svíar hafa tekið upp lög Evrópusam- bandsins sem banna ruslpóst í tölvupósti. Sænska þingið sam- þykkti lögin með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða eftir að Evrópusambandið hafði sent út viðvörun til Svíþjóðar og átta annarra ríkja sem höfðu ekki tek- ið upp bannið. MINNA ATVINNULEYSI Í NOREGI Atvinnuleysi í Noregi var aðeins 4,1% í febrúar sem er 0,2 prós- enta lækkun frá því í janúar. Í febrúar 2003 voru 3,9% atvinnu- bærra manna í Noregi án vinnu. Atvinnuleysið er mest hjá aldurs- hópnum 20–24 ára. 9,5% karl- manna á þessum aldri eru án vinnu en 5,1% kvenna. KOSNINGABAR- ÁTTAN UNDIRBÚIN Verkamenn setja upp kosningaauglýsingu með Vajpayee. PARÍSARTÍSKAN Tískuhúsin keppast við að kynna hönnun sína fyrir næsta haust og vetur. Þessa skrautlega klæddu fyrirsætu mátti sjá þegar Stella Cadente kynnti sínar hugmyndir í París í gær. VIÐBÚNAÐURINN KVIKMYNDAÐUR Bandarískir og filippseyskir hermenn æfa nú aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum. Fjölmiðlamenn sýndu þeim mikinn áhuga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.