Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 50
5. mars 2004 FÖSTUDAGUR50 MYNDASÖGUR Gömlu Tarzan-blöðin, sem Siglufjarðarprentsmiðja gaf út í kringum 1980, verða seint talin til stórverka í heimi teiknibók- menntanna. Myndirnar eru ekkert sérstakar og sögurnar einfaldar, klisjukenndar og þar fyrir utan allar keimlíkar. Það hvílir þó ein- hver einkennilegur sjarmi yfir þessum blöðum, sem nálgast má einu sinni á ári á Bókamarkaðnum í Perlunni. Tarzan er alltaf brattur, nánast ofurmannlegur í líkamsstyrknum sem hann öðlaðist við það að alast upp hjá öpum. Hann talar við dýrin, sveiflar sér í trjánum og berst hvarvetna fyrir réttlæti. Þrátt fyrir villimennskuna er hann býsna vestrænn í hegðun og háttum og kemur jafnan einhverj- um hvítum héraðsstjóranum til hjálpar þegar misindismenn skjóta upp kollinum í frumskóginum. Tarz- an er því í raun útsendari nýlendu- kúgaranna sem þurfa stöðugt að hafa vit fyrir innfæddum, sem eru ýmist hreinræktaðir villimenn eða varnarlaus og grunnhyggin grey. Tarzan-blöðin eru því úr takt við tímann í ýmsum skilningi en sögu- legt mikilvægi þeirra fyrir ís- lenska myndasögumenningu er ótvírætt og þeir eru margir Nexusmyndasögunördarnir sem komust á bragðið í gegnum útgáfu Siglufjarðarprentsmiðju sem einnig gaf út blöð um Batman, Spider-Man og síðast en ekki síst Hulk. Í þeim blöðum var, af mikilli smekkvísi, saga Franks Miller um Daredevil látin fylgja með sem aukasaga og þar með voru örlög undirritaðs ráðin. Þórarinn Þórarinsson Umfjöllunmyndasögur TARZAN Tarzan Bundolo! SÝND kl. 5.45, 8 og 10.30 SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 SÝND kl. 4 og 8 LÚXUSSAL 5 og 9 SÝND KL. 4 og 6 M. ÍSL. TEXTA kl. 4 M. ÍSL. TALIFINDING NEMO kl. 4 og 6 M. ÍSL. TALIBJÖRN BRÓÐIR kl. 8.15 og 10.30LOVE ACTUALLY SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 SÝND kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 SÝND kl. 6.50 og 8.05 SÝND kl. 8 og 10.10SÝND kl. 9.20 SÝND kl. 6 og 9 B.i. 16 kl. 6 KALDALJÓS kl. 6HEIMUR FARFUGLANNA kl. 10.30LAST SAMURAI kl. 8 B.i. 16 áraMYSTIC RIVER Sýnd kl. 5.45HESTASAGA FILM-UNDUR KYNNIR HHH Kvikmyndir.com HHH H.J Mbl. B.Ö.S Fínasta skemmtun Fréttablaðið HHHH Roger Ebert HHHH „Bráðfindin“ H.J Mbl. HHHH Skonrokk „Ótrúlega áhrifarík. Frumleg, fyndin og elskuleg“ BÖS, Fréttablaðið HHHH „Hundrað sinnum fyndnari en Ben Stiller á besta degi“ VG, DV SÝND kl. 4 og 8 B.i. 16 SÝND Í LÚXUSSAL VIP kl. 6 og 9 B.i. 16 Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna SÝND kl. 8 og 10.10 B.i. 16 SKEMMTILEGASTA FJÖLSKYLDUMYND ÁRSINS Frábær gamanmynd frá höfundi „Meet The Parents“ Mögnuð spennumynd með Denzel Washington Stórbrotin og margverðlaunuð stórmynd með óskarsverðlauna- hafanum Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlaunahafanum Renée Zwllweger og Jude Law Stórbrotin og margverðlaunuð stórmynd með óskarsverðlauna- hafanum Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlaunahafanum Renée Zwllweger og Jude Law Frá framleiðendum Fast and the Furious og XXX KVIKMYNDIR Walt Disney fyrirtækið hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á Narníubókaflokknum fræga eftir C.S Lewis. Fyrsta bókin í seríunni, Ljónið, Nornin og skápurinn, verður kvikmynduð á árinu og er væntan- leg í bíó fyrir jólin 2005. Myndinni verður leikstýrt af Andrew Adamson sem gerði teikni- myndirnar Shrek og Shrek 2. Þetta verður því ágætis hvíld frá teikni- myndagerð fyrir Adamson. Disney hyggst gera myndaflokk, á borð við hinar geysivinsælu myndir um Harry Potter, og þegar er byrjað að tala um kvikmynda- seríu. Fyrsta bókin fjallar um stríð á milli góðs og ills, um ljónið Aslan sem þarf að berjast við myrkravöld- in í töfraheiminum Narníu. Illa nornin lagði álög á heiminn sem hef- ur þurft að þola vetur í 100 ár. Spá- dómar hafa verið á kreiki að fjórar manneskjur séu þær einu sem geti létt álögunum og bjargað Narníu. Aðalsöguhetjurnar eru krakk- arnir Lucy, Peter, Susan og Ed- mund sem finna hlið að heiminum í gegnum fataskápinn heima hjá sér. Nú er verið að ráða í öll helstu hlut- verk. ■ Janet Jackson sagði í blaða-viðtali við tímaritið Ebony að hún væri öskuill út í sjónvarps- framleiðendur fyrir að klippa til afsökunarbeiðni sína til bandarísku þjóðarinnar. Hún segir að ræða sín hafi verið klippt þannig til að bandarískur almenningur haldi nú að hún hafi með yfirlögðu ráði ákveðið að flassa brjósti sínu á úrslita- leik bandaríska ruðn- ingsboltans. Hún full- yrðir að um slys hafi verið að ræða og sér núna eftir því að hafa ekki beðist afsökunar í beinni útsendingu. Heimur Narníu kvikmyndaður LJÓNIÐ, NORNIN OG SKÁP- URINN Áður hefur verið gerð sjónvarps- mynd eftir ævintýri C.S. Lewis. Nú á að gera metn- aðarfulla kvikmynd. Fréttiraf fólki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.