Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 54
Hrósið 54 5. mars 2004 FÖSTUDAGUR Warner Brothers,framleiðandi fimm- tu Batman myndarinnar, sendi frá sér frétta- tilkynningu í fyrradag þar sem fram kemur að tökur séu hafnar á myndinni á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið gengst við því að fólk á vegum þess sé statt á Íslandi við tökur en eins og fram hefur komið í fjölmiðl- um hvílir mikil leynd yfir tökunum við rætur Vatnajökuls. Tilkynningin var þó fyrst og fremst send út vegna þess að geng- ið hefur verið frá ráðningu leikar- ans Gary Oldman í hlut- verk Gordons lögreglu- stjóra sem stendur með Leðurblökumanninum hvað sem á dynur. Oldman mun þó vart koma Batman til hjálpar á Íslandi þar sem tökur eru vel á veg komnar og ætla má að leikstjórinn Christopher Nolan og stjörnurnar Christian Bale og Liam Neeson pakki sam- an og fari af landi brott um helgina. Tökum verður síð- an haldið áfram í London og Chicago. Aðdáendur Batmans fylgjast náið með framvindu mála á Inter- netinu þar sem sögusagnir og fréttir ganga fjöllum hærra þó lít- ið hafi frést af Íslandsheimsókn- inni enda hvílir þung þagnarskylda á öllum sem koma að verkefninu hérna. Sagan segir að handrit myndarinnar sé firnasterkt en það svarar mörgum spurningum um Batman en myndin greinir frá sköpunarsögu fyrirbærisins. Þá hefur því heyrst fleygt að Íslands- atriðið verði ákaflega íburðarmik- ið og flott. Einhverjir halda því einnig fram að þessi mynd, Bat- man Begins, verði sú allra besta en leikaraliðið er í það minnsta afskaplega tilkomumikið. ■ Kvikmyndir BATMAN ■ Íslandstökum fyrir fimmtu myndina um Batman lýkur væntanlega á næstu dögum en þá tekur kappinn stefnuna á London og Chicago. ... fær Hrafnhildur Gunnarsdóttir fyrir skipulagningu Hinsegin bíó- daga. Fréttiraf fólki Batman fær liðsauka í dag „Ég ber ábyrgð á dauða barnsins“ Enginn vill Bíldudals- hjúkkuna Hulduher leitar að frambjóðanda gegn Ólafi og Dorrit Síðari hluti Íslandsmóts skák-félaga hefst í Menntaskólanum í Hamrahlíð í kvöld og Hrókurinn mætir til leiks með tveggja vinn- inga forskot á Helli eftir að dóm- ararnir Steingrímur Gautur Kristjánsson, hæstaréttarlögmað- ur og fyrrverandi héraðsdómari, og Sigurður Georgsson hæstarétt- arlögmaður felldu úr gildi úr- skurð mótstjórnar Íslandsmóts skákfélaga frá 30. desember en þá voru unnar skákir Faruks Tairi dæmdar af Hróknum þar sem mótstjórn leit svo á að of margir erlendir ríkisborgarar væru í liði Hróksins. Staðan er því þannig að Hrók- urinn er með 26,5 vinninga en Hellir með 24,5 vinninga þegar þrjár umferðir eru eftir en félög- in mætast í kvöld klukkan 20. „Það er nú lítið um þetta að segja,“ segir Jóhann Hjartarson, lögfræðingur og einn liðsmanna Hróksins. „Rökstuðningurinn hefur ekki verið birtur en ég þykist vita að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að lög Skáksambandsins um erlenda borgara nái ekki til ES- borgara þó þau gildi um aðra.“ Jóhann er stigahæsti skákmað- ur Norðurlanda og teflir fyrir Hrókinn. Hann segir þennan úr- skurð ekki hafa nein áhrif á sig persónulega. „Ég tek þessu ósköp rólega. Maður teflir bara eins og maður á að sér, stundum vel og stundum illa.“ „Það er mjög ánægjulegt að niðurstaða sé fengin í þetta mál þannig að nú getum við einbeitt okkur að því sem er skemmtileg- ast af þessu öllu og það er að tefla skák,“ segir Hrafn Jökulsson, for- seti Hróksins. „Það er að sjálfsögðu ákaflega gott að fá staðfestingu frá svo virtum lögmönnum á því að það var fyllsta ástæða til að fara áfram með þetta mál. Ég held að það deili enginn við slíka dómara. En þetta mál tilheyrir nú fortíð- inni og nú tökum við stefnuna á Íslandsmótið þar sem verður líf og fjör enda teflir Hrókurinn fram sjö sveitum.“ Hrókurinn var Íslandsmeistari skákfélaga vorið 2002, í fyrstu til- raun, og sigraði mótið aftur 2003 og stefnir óhikað að því að tryggja titilinn þriðja árið í röð. ■ LAGT Á RÁÐIN Stórskotalið Hróksins var saman komið í aðalstöðvum félagsins í gærkvöld en þá stóð til að velja mannskap í byrjunarliðið og taka meðal annars afstöðu til þess hvort Faruk Tairi yrði í hópnum en hann er ósigraður á Íslandsmeistaramótinu eftir að Hróknum voru dæmdar sigurskákir hans. Skák ÍSLANDSMÓT SKÁKFÉLAGA ■ Deilum um úrslit fyrri hluta mótsins er lokið með úrskurði þess efnis að Faruk Tairi hafi verið löglegur með A-liði Hróks- ins. Félagið mætir því til leiks með tveggja vinninga forskot á Helli. Hrókurinn hefur forskot á Helli Það hefur vakið athygli að ýmsarkanónur í íslenskum bókmennt- um gengisféllu allnokkuð við út- hlutun starfs- styrkja úr Launa- sjóði rithöfunda fyrr í vikunni. Þeir Hallgrímur Helga- son, Einar Kárason og Guðjón Frið- riksson eru allir stór nöfn en voru engu að síður hýrudregnir. Allir gefa þeir út verk sín hjá Eddu-út- gáfu. Arnaldur Indriðason er einn helsti söluhöfundur Eddu en hann sá ekki ástæðu til að sækja um starfslaun að þessu sinni, hvort sem það má skýra með velgengni hans erlendis eður ei. BATMAN Það hefur farið hljótt um hetjuna á Íslandi en hans bíður nú að hrista af sér frétta- menn og forvitinn almenning í London og Chicago. GARY OLDMAN Gary Oldman er síðasti þungaviktarmað- urinn sem bættist í hópinn, sem þegar var skipaður Nolan, Neeson, Michael Caine, Katie Holmes, Morgan Freeman og hinum ábúðarmikla Ken Watanabe, úr The Last Samurai, sem leikur skúrkinn Ra’s Al Guhl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.