Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 4
4 5. mars 2004 FÖSTUDAGUR Ertu hlynnt(ur) eflingu sérsveitar lögreglu? Spurning dagsins í dag: Á að breyta hluta námslána í beinan styrk? Niðurstöður gærdagsins á frett.is 49,6% 50,4% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Skjólstæðingur heimahjúkrunar slasaðist: Þrjú korter að komast aftur í rúmið HEIMAHJÚKRUN „Það tók mig þrjú korter að komast aftur upp í rúm- ið,“ sagði Brynhildur Björnsson, aldraður sjúklingur sem varð fyrir slysi heima hjá sér í vikunni, þar sem hún hafði ekki náð í kvöld- vaktarsíma heimahjúkrunar. Brynhildur sem er afar slæm af astma býr ein. Hún er algjörlega rúmliggjandi og treystir á félags- þjónustuna og heimahjúkrunina. Á þriðjudagskvöldið síðastliðið þurfti hún á salerni. Hún hafði sam- band við síma kvöldvaktar heima- hjúkrunarinnar en þar svaraði ekki. Hún tók þá til bragðs að reyna að komast ein á baðherbergið. „Þá datt ég á gólfið,“ sagði hún. „Ég meiddi mig í bakinu. Ég missti andann, en var svo heppin að glugg- inn var opinn svo svalt var í her- berginu. Það eina sem ég get gert til að ná andanum er að kæla mig nið- ur. En mér tókst að slappa af og vera róleg. Þannig tókst mér að komast aftur upp í rúmið.“ Brynhildur ritaði landlækni bréf vegna óvissu í yfirstandandi hjúkr- unardeilu. Hún sagði að svar hans hefði engu skilað. „Ég vil ekki fara á spítala þótt ástandið sé svona,“ sagði Brynhild- ur. „Ég verð að hafa ró og næði. Ég verð líka að hafa svalt inni hjá mér. Það auðveldar mér að anda. Ég þarf einnig að hafa afþreyinguna mína, tölvuna og sjónvarpið, ella er ég búin að vera. Ég vil liggja banaleguna heima hjá mér. Ég myndi fara strax ef ég þyrfti að fara á spítala.“ ■ HEIMAHJÚKRUN „Ég reyndi að hring- ja í þrjá starfsmenn, einn var með lokaðan síma, sími annars varð rafmagnslaus, en þann þriðja náði ég í,“ sagði Kristín Á. Guðmunds- dóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands, um afskipti sín af félags- mönnum sem vinna enn við heima- hjúkrun. Deilan hefur farið síharðnandi eftir því sem dagarnir hafa liðið og jafnframt náð til fleiri, nú síðast starfandi félagsmanna Sjúkraliða- félagsins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Skemmst er að minnast þess þegar 14 hjúkrun- arfræðingar hótuðu að kæra starfsfélaga sína fyrir siðanefnd félagsins ef þeir seldu Heilsugæsl- unni vinnu sína. „Með þessum símtölum var ég að athuga álagið á fólki,“ sagði Kristín, sem kvaðst jafnframt hafa bent á að þeim væri skylt að vinna 20 prósent yfirvinnu væri eftir því óskað, en ekki meir. Vinnutíma- tilskipun Evrópusambandsins kvæði á um 11 stunda hvíldartíma. Kristín kvaðst hafa viljað kynna sér hvort verið væri að láta fólkið vinna langt umfram þetta. Sá starfsmaður heimahjúkrun- ar sem Kristín náði í staðfesti að símtalið hefði átt sér stað. Starfs- maðurinn sagði að formaður Sjúkraliðafélagsins hefði mælst eindregið til þess að starfsmenn í sínu félagi ynnu ekki meiri yfir- vinnu heldur en þeim bæri, í yfir- standandi deilu. Sér hefði fundist þessi afskipti óþægileg og óviðeig- andi. „Við höfum nú samt unnið á kvöldin líka, þótt við höfum verið á dagvöktum,“ sagði starfsmaður- inn. „Það er mikið álag, en við reynum auðvitað að gera okkar besta fyrir þá sem líða fyrir deil- una, það er skjólstæðingana.“ Forstjóri Heilsugæslunnar boð- aði starfsfólk í heimahjúkrun á sinn fund í gær. Erindið var að ræða við fólkið og „þakka því sitt mikla og góða starf,“ eins og Guð- mundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar, orðaði það eftir fundinn. Hann sagðist þá ekki sjá neitt sem gæfi til kynna breytta stöðu í deilunni. Forsvarsmenn viðkomandi stéttarfélaga ræddust einnig við síðdegis í gær. Að honum loknum báðu þeir um fund með Heilsu- gæslunni. Hann var ákveðinn klukkan tíu í dag. jss@frettabladid.is Textun sjónvarpsefnis: Brýnt réttindamál ALÞINGI Sigurlín Margrét Sigurð- ardóttir, varaþingmaður Frjáls- lynda flokksins, mælti fyrir frum- varpi um textun sjónvarpsefnis á Alþingi í gær. Frumvarpinu er ætlað að tryggja heyrnarskertum og heyrnarlausum þau mannrétt- indi að geta notið sjónvarpsefnis, til jafns við þá sem heyra. Sigur- lín sagði þetta brýnt réttindamál og eðlilega kröfu. Björgvin G. Sigurðsson, Sam- fylkingunni, tók í sama streng og sagði umræðuna tímabæra og benti á að í nágrannalöndunum flokkuðust þessi mál undir sjálf- sögð mannréttindi. ■ DENKTASH Rauf Denktash (til hægri) ræðir við banda- rískan sendifulltrúa í borginni Nicosia á Kýpur. Sameiningarviðræður á Kýpur: Engin lausn fyrir 1. maí KÝPUR Rauf Denktash, leiðtogi tyrkneska hluta Kýpur, hefur ekki trú á því að samningar náist um sameiningu Kýpur fyrir 1. maí þegar eyjan gengur í Evrópu- sambandið. Denktash segist vera langt því frá að vera ánægður með samn- ingaviðræðurnar sem nú standa yfir við leiðtoga gríska hluta eyj- arinnar og hefur hótað að draga sig út úr viðræðunum ef kröfur hans verði ekki uppfylltar. „Það verður ekki hægt að ljúka þeirri vinnu sem eftir er fyrir 1. maí,“ segir Denktash. Kýpur hefur verið í tvískipt síðan 1974. Leiðtogar tyrkneska og gríska hluta eyjarinnar hafa heitið því að komast að samkomu- lagi um sameiningu fyrir 21. apríl og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn. ■ ATVINNULEYSI EYKST Í ÞÝSKA- LANDI Atvinnuleysi í Þýskalandi jókst úr ellefu prósentum í janú- ar í 11,1% í febrúar. Rúmlega 4,6 milljónir Þjóðverja eru á atvinnu- leysisskrá. Hlutfall atvinnulausra í gamla Austur-Þýskalandi er mun hærra en í vesturhlutanum, eða 19,4% á móti 8,9%. P P F O R L A G www.ppforlag.is Sími: 5687054 Fríða Sophia verður í Pennanum í Kringlunni í dag kl. 16:30 - 18:00. Þar gefur hún góð ráð og býður upp á brauð og annað góðgæti úr bókunum. HAÍTÍ, AP Lífið er smám saman að komast í samt lag víða á Haítí eft- ir óöldina sem fylgdi uppreisninni gegn Jean-Bertrand Aristide sem hrökklaðist úr embætti um síð- ustu helgi. Kaupmenn tóku til við að hreinsa verslanir sínar og koma þeim í gang. Nokkrar bens- ínstöðvar opnuðu á nýjan leik og almenningssamgöngur komust í gang. Bandarískir hermenn ruddu burt vegatálmum sem fylgismenn Aristide höfðu komið upp og tóku sér varðstöðu á veginum milli höf- uðborgarinnar og flugvallarins. Leiðtogar Karíbahafsríkja kröfðust alþjóðlegrar rannsóknar á brottför Aristide. Hann hefur sagt að Bandaríkjamenn hafi komið vopnaðir í forsetahöllina og neytt sig til brottfarar. Því hefur Bandaríkjastjórn vísað alfarið á bug. Málið hefur hins vegar vakið reiði meðal stjórnmálamanna og neita Karíbahafsríki að senda friðargæslulið á staðinn. Embætt- ismenn í Mið-Afríkulýðveldinu segja Aristide fá varanlegt hæli þar ef hann biður um það. Guy Philippe, einn leiðtoga uppreisnarmanna, hét því eftir fund með sendiherra Bandaríkj- anna að uppreisnarmenn myndu leggja niður vopn. Margir íbúar treysta því þó varlega fyrr en þeir sjá það gerast. Eitt af baráttumálum uppreisn- armanna var að endurreisa herinn sem Aristide lagði niður árið 1995. Herinn stóð fyrir 32 valdaránum á tæpum 200 árum. ■ ENN RÓSTUSAMT Í HÖFUÐBORGINNI Lögreglumaður lítur eftir óróaseggjum en við hlið hans liggur fangi. Í það minnsta einn stuðningsmaður Aristide var myrtur með óhugnanlegum hætti í gær. Daglegt líf smám saman að færast í samt horf: Heldur að róast á Haítí AP M YN D FÓRNARLAMB Brynhildur Björnsson er eitt af fjölmörgum fórnarlömbum harðvítugrar deilu Heilsu- gæslunnar og starfsfólks í heimahjúkrun. Hún er sú fyrsta sem slasast svo vitað sé af því að hún náði ekki sambandi við kvöldvaktina, að því er hún segir. FB -M YN D ■ Evrópa Formaður atast í félagsmönnum Heimahjúkrunardeilan harðnar stöðugt með hverjum deginum sem líður. Formaður Sjúkraliða- félagsins hringdi í starfsmenn og áminnti þá um að vinna ekki meiri yfirvinnu en þeim ber. Hjúkrunarfæðingar hafa áður hótað kærum. Samningafundur í dag. SAMSTAÐA Sjúkraliðar, sem sagt hafa upp í heimahjúkrun, komu saman í félagshúsnæði sínu í gær til að ræða saman og fara yfir stöðuna. Boðað hefur verið til sáttafundar í deilunni nú fyrir hádegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.