Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 39
39FÖSTUDAGUR 5. mars 2004
Pondus eftir Frode Øverli
SMS
um nýjustu plöturnar
Frumsýning á nýrri útgáfu af
besta síma í heimi
Sony EricssonT630 er ný og endurbætt útgáfa
af T610 sem var valin besti farsími í heimi á GSM
ráðstefnunni í Cannes 2004. Sony Ericsson T630 fer
í sölu hjá okkur í dag föstudag 5. mars 2004 klukkan 10.
You make it a SonyKringlunni 588 7669 www.sonycenter.is
FERGIE
Söngkonan Tracy „Fergie“ Ferguson úr
bandarísku hip-hopsveitinni Black Eyed
Peas á sviði. Myndin var tekin á miðviku-
dag er sveitin hélt stærðarinnar tónleika í
Brixton Academy í London fyrir fullu húsi.
Noise - Pretty Ugly
„Fyrir utan það að ekkert kemur á
óvart á plötunni er það truflandi hver-
su mikið vantar upp á sönginn og
hljómar hann á köflum eins og léleg
eftirlíking frábærrar raddar Kurts
Cobain. Sterkasti hlekkur Pretty Ugly
er vel útfærð gítarsólóin, meðal ann-
ars í fyrstu þremur lögunum og
Freeloader. Annars er fátt sem gleður
eyrun, því miður.“ FB
Ilya - They Died for Beauty
„Pottþétt tónlist fyrir kvikmyndir, leik-
og kaffihús. Hér eru nokkrar perlur og
tónlistin framkallar afbragðs kvik-
myndasenur í höfði manns. Senurnar
eru flestar stórfenglegar og dreymandi
en inni á milli eiga leikararnir það til
að ofleika, og míkraófónninn kemur
einu sinni inn í rammann.“ BÖS
Courtney Love - America’s
Sweetheart
„Sama hversu duglegur ég yrði að
finna jákvæða punkta á þessari plötu
myndi það ekki breyta þeirri stað-
reynd að mér fannst hún hundleiðin-
leg. Óspennandi hljómur, óspennandi
lög og Love hljómar full sjálfsvorkunn-
ar og gremju. Ég held bara að hún
eigi of mikið af peningum, hún kemst
upp með það að þurfa ekki að hlusta
á neinn og góð ráð ná þannig ekki
eyrum hennar. Hún er á villigötum.
Beint á útsöluna!“ BÖS
Joss Stone - The Soul
Sessions
„Þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára hafa
hæfileikar hennar laðað að sér hóp fag-
manna og hér nýtur hún m.a. aðstoðar
Angie Stone og liðsmanna hiphop-
sveitarinnar The Roots, sem aðstoða við
útsetningar. Öll platan er hrein sálar-
sveifla og hljómar eins og hún sé hljóð-
rituð á áttunda áratugnum. Röddin gerir
plötuna, og hún er það stórkostleg að
það er ekki hægt að kalla þetta annað
en stórkostlega frumraun.“ BÖS
Norah Jones - Feels Like
Home
„Noruh virðist líða vel í sveita-
söngvadjass sínum og aðdáendum
hennar á eflaust áfram eftir að líða
vel með henni. Eins og fyrri platan er
þessi álíka jafn ólíkleg til þess að
ganga fram af nokkrum manni. Hún á
því eflaust eftir að vera jafn lengi á
repeat fyrir þá sem bíða á hold í
símakerfi Norðurljósa og fyrri platan
var.“ BÖS
Það er eitt-
hvað blíst-
urshljóð í
vélinni!
Æ, æ, æ! Þetta er
svokallað „Roger
Whittaker-heil-
kenni“! Það er
vandræðaástand,
skal ég segja þér...
Dýrt? Mjaaa... þetta er auð-
vitað þumbasláttur í
olíurennutvíbreytinum
og marglytturyðgun,
þannig að við höfum
það fimmtíu þúsund...
bara fyrir þig!
Fimmtíu þúsund?
Þú ert algjört
marmilaði! Ég er
farinn annað!
Eins og
þú vilt!
Blísturshljóð? Þá er
náttúrlega beygju-
glennan að hnoðast í
kergjufælinum og inn-
takssúrsunin klasnast
fyrir vikið... vont mál!
Bílaverks
tæði
Reimars
Bób
ó
Knas
tás