Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 27
500 gr möndlumassi 4–5 eggjahvítur Rífið möndlumassann gróft. Stífþeytið hvít- urnar og blandið þeim varlega út í. Skiptið deiginu í þrennt og breiðið hvern hluta fyrir sig á plötur með smurðum og mjölbornum bökunarpappír. Kökurnar eiga að vera um 20 cm á kant. Bakið í miðjum ofni í 15–20 mín. á 175 gráður. Kælið. NÚGAT 1 1/2 dl sykur 3/4 dl möndluflögur Bræðið sykurinn með möndlunum í þar til hann er orðinn ljósbrúnn á pönnunni. Hrærið í. Hellið á olíuborna eða smurða plötu og látið kólna. Steytið síðan núgatið með mortéli eða kefli. SMJÖRKREM 2 dl vatn 2 mtsk. smjör 2 mtsk. hveiti 2 eggjarauður 250 g smjör 1 dl flórsykur 1 tsk. vanilla Sjóðið vatnið með smjörinu. Hrærið hveit- inu smátt og smátt í og hrærið þar til jafn- ingurinn losnar við botn og sleif. Dragið pottinn af eldinum og hrærið eggjarauð- urnar í, aðra í senn. Látið kremið kólna. Hrærið smjörið létt með flórsykrinum. Setjið soðna kremið í smátt og smátt og þeytið vel á meðan. Bragð- bætið með núgati og vanil- lu. Leggið botnana saman með kreminu og breiðið það ofan á og á hliðarnar. TIL SKRAUTS 100–150 g marsipan matarlitur 1/2 poki (35 g) möndluspænir Litið marsipanið í þeim lit sem hæfa þykir og fletjið það út. Skerið það í ræmur og skreytið kökuna eftir smekk. Ristið möndluspænina létt í ofninum og stráið yfir. Þessi kaka heldur sér vel og upplagt er að baka hana nokkrum dögum fyrir veislu. 27FÖSTUDAGUR 5. mars 2004 Borgaraleg ferming á vegumSiðmenntar verður í Háskóla- bíói þann 4. apríl. Börnin koma fram prúðbúin, flytja ávörp, ljóð og sögur og spila á hljóðfæri og að sögn Jóhanns Björnssonar heim- spekings, sem hefur undirbúið hópinn í vetur, er þetta jafnan há- tíðleg stund. Jóhann hefur sjálfur unnið að gerð námsefnis og kveðst hafa fengið smástyrk úr Kristni- hátíðarsjóði til verksins. „Við hitt- umst tólf sinnum og fjöllum um ýmis efni eins og fjölskylduna, lífsviðhorf, frelsi, ábyrgð, ham- ingju, gleði, sorg og samskipti,“ segir hann. Einnig kveðst hann oft taka mið af þeim málefnum sem ofarlega eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. „Við glímum við fréttir úr dagblöðunum, reynum að tileinka okkur gagnrýna hugsun og tína til rök með og á móti.“ Sem dæmi um mál sem tekin hafi verið til umfjöllunar í slíkum tímum er frétt um taílenskan mann sem fórst í vélhjólaslysi og móðirin trúði að hefði endurholdg- ast sem eðla. Einnig kraftaverka- lækninn sem hingað kom á vegum Krossins og hélt stórsamkomu í Smáranum. „Við leggjum áherslu á mikilvægi þess að þekkja ólík trú- arbrögð og trúleysi og virða þá sem eru frábrugðnir manni sjálf- um,“ segir Jóhann. Frá því Jóhann hóf kennslu á námskeiðunum árið 1997 hefur þátttakendum fjölgað úr 50 í 88. Flestir voru þeir í fyrra, 90 tals- ins. Hann segir þá koma víðs veg- ar að og sjaldnast þekkjast fyrir. Því eru einstaka tímar beinlínis ætlaðir til að hrista hópinn saman og stuðla að kynnum. Við komum til dæmis að honum í Keiluhöllinni þar sem hann var að lyfta sér upp eftir umræðurnar um hin heim- spekilegu mál. ■ Í KEILUHÖLLINNI Stundum er brugðið á leik eftir umræðurnar. Borgaraleg ferming 4. apríl: Fjallað um frelsi, ábyrgð, gleði, sorg og samskipti Hátíðakaka: Sans rival terta SANS RIVAL Glæsileg á veisluborðið og góð eftir því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.