Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2004, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 05.03.2004, Qupperneq 27
500 gr möndlumassi 4–5 eggjahvítur Rífið möndlumassann gróft. Stífþeytið hvít- urnar og blandið þeim varlega út í. Skiptið deiginu í þrennt og breiðið hvern hluta fyrir sig á plötur með smurðum og mjölbornum bökunarpappír. Kökurnar eiga að vera um 20 cm á kant. Bakið í miðjum ofni í 15–20 mín. á 175 gráður. Kælið. NÚGAT 1 1/2 dl sykur 3/4 dl möndluflögur Bræðið sykurinn með möndlunum í þar til hann er orðinn ljósbrúnn á pönnunni. Hrærið í. Hellið á olíuborna eða smurða plötu og látið kólna. Steytið síðan núgatið með mortéli eða kefli. SMJÖRKREM 2 dl vatn 2 mtsk. smjör 2 mtsk. hveiti 2 eggjarauður 250 g smjör 1 dl flórsykur 1 tsk. vanilla Sjóðið vatnið með smjörinu. Hrærið hveit- inu smátt og smátt í og hrærið þar til jafn- ingurinn losnar við botn og sleif. Dragið pottinn af eldinum og hrærið eggjarauð- urnar í, aðra í senn. Látið kremið kólna. Hrærið smjörið létt með flórsykrinum. Setjið soðna kremið í smátt og smátt og þeytið vel á meðan. Bragð- bætið með núgati og vanil- lu. Leggið botnana saman með kreminu og breiðið það ofan á og á hliðarnar. TIL SKRAUTS 100–150 g marsipan matarlitur 1/2 poki (35 g) möndluspænir Litið marsipanið í þeim lit sem hæfa þykir og fletjið það út. Skerið það í ræmur og skreytið kökuna eftir smekk. Ristið möndluspænina létt í ofninum og stráið yfir. Þessi kaka heldur sér vel og upplagt er að baka hana nokkrum dögum fyrir veislu. 27FÖSTUDAGUR 5. mars 2004 Borgaraleg ferming á vegumSiðmenntar verður í Háskóla- bíói þann 4. apríl. Börnin koma fram prúðbúin, flytja ávörp, ljóð og sögur og spila á hljóðfæri og að sögn Jóhanns Björnssonar heim- spekings, sem hefur undirbúið hópinn í vetur, er þetta jafnan há- tíðleg stund. Jóhann hefur sjálfur unnið að gerð námsefnis og kveðst hafa fengið smástyrk úr Kristni- hátíðarsjóði til verksins. „Við hitt- umst tólf sinnum og fjöllum um ýmis efni eins og fjölskylduna, lífsviðhorf, frelsi, ábyrgð, ham- ingju, gleði, sorg og samskipti,“ segir hann. Einnig kveðst hann oft taka mið af þeim málefnum sem ofarlega eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. „Við glímum við fréttir úr dagblöðunum, reynum að tileinka okkur gagnrýna hugsun og tína til rök með og á móti.“ Sem dæmi um mál sem tekin hafi verið til umfjöllunar í slíkum tímum er frétt um taílenskan mann sem fórst í vélhjólaslysi og móðirin trúði að hefði endurholdg- ast sem eðla. Einnig kraftaverka- lækninn sem hingað kom á vegum Krossins og hélt stórsamkomu í Smáranum. „Við leggjum áherslu á mikilvægi þess að þekkja ólík trú- arbrögð og trúleysi og virða þá sem eru frábrugðnir manni sjálf- um,“ segir Jóhann. Frá því Jóhann hóf kennslu á námskeiðunum árið 1997 hefur þátttakendum fjölgað úr 50 í 88. Flestir voru þeir í fyrra, 90 tals- ins. Hann segir þá koma víðs veg- ar að og sjaldnast þekkjast fyrir. Því eru einstaka tímar beinlínis ætlaðir til að hrista hópinn saman og stuðla að kynnum. Við komum til dæmis að honum í Keiluhöllinni þar sem hann var að lyfta sér upp eftir umræðurnar um hin heim- spekilegu mál. ■ Í KEILUHÖLLINNI Stundum er brugðið á leik eftir umræðurnar. Borgaraleg ferming 4. apríl: Fjallað um frelsi, ábyrgð, gleði, sorg og samskipti Hátíðakaka: Sans rival terta SANS RIVAL Glæsileg á veisluborðið og góð eftir því.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.