Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 20
Fimmtudagskvöldið 26. febrúarfóru fram tónleikar með rokk-
bandinu Mínus í sal Verkmennta-
skólans á Akureyri. Þeir tónleikar
tókust einstaklega vel og erum
við undirritaðir ásamt öðrum
nemendafélagsfólki afskaplega
ánægð með útkomuna. Mætingin
var með besta móti og hljómsveit-
in til fyrirmyndar, sannir atvinnu-
menn.
Vegna mikillar andúðar sem
hljómsveitin hefur fengið í sinn
garð á undanförnum vikum, þá
sérstaklega frá Samfés, samtök-
um félagsmiðstöðva á Íslandi, þá
sáum við okkur knúna til að til að
segja frá okkar reynslu af þessum
drengjum. Eftir að hafa eytt einni
dagsstund með þeim Mínus-
drengjum hér á Akureyri þá vilj-
um við fordæma alla þá vitleysu
sem þetta svokallaða fullorðna
fólk, sem eru forsvarsmenn Sam-
fés, hafa látið dynja á þeim Mín-
us-drengjum. Við erum sannfærð-
ir um að samtökin gerðu mikil
mistök þegar þau höfnuðu því að
hafa Mínus á hinu árlega Samfés-
balli sem fram fór í Reykjavík 27.
febrúar.
Hljómsveitin mun í byrjun
apríl fara í víking erlendis og
erum við sannfærðir um að þeir
muni ekki einungis standa sig vel
á erlendri grund heldur munu
þeir „meika“ það eins og maður
orðar það.
Að lokum viljum við koma því
á framfæri til strákanna í Mínus
að það var sannur heiður að fá að
eiga með þeim dagsstund hér á
Akureyri og vonum við að þeir
sjái sér fært að koma til okkar
sem allra fyrst aftur. Þeir eru
alltaf velkomnir hingað til okkar í
Verkmenntaskólann á Akureyri
því hér eiga þeir svo sannarlega
góða vini. ■
Svar vegna greinar um öryggis-hlutverk Ríkisútvarpsins, þar
sem Guðmundur Andri Thorsson
spyr sig hvort hann eigi heima í
Hlælandi í Fréttablaðinu 1. mars
2004.
Í fyrstu skal geta þess að það
er alltaf betra að fjalla um stað-
reyndir máls, þegar menn tala um
liðna hluti, heldur en að kasta ein-
hverju fram í skáldsagnarstíl. Í
skáldsögum er í lagi að fara
frjálslega með atburði, þegar
menn þurfa ekki að standa skil á
því sem haldið er fram. Í grein
Guðmundar segir hann: „Íþrótta-
áhugi yfirmanna Sjónvarpsins
jaðrar við að vera sjúklegur;
meinloka. Frægasta dæmið sem
ævinlega mun fylgja núverandi
valdhöfum stofnunarinnar er
vitaskuld þegar þeir tímdu ekki
að rjúfa útsendingu á fótboltaleik
vegna jarðskjálftanna miklu á
Suðurlandi og kipptu þannig fót-
unum undan helstu röksemdinni
fyrir sjálfri tilvist stofnunarinn-
ar: mátu meir gildi íþróttavið-
burðarins en sjálft öryggis- og
sameiningarhlutverk ríkissjón-
varpsins“.
Frjálslega farið með stað-
reyndir
Þarna er frjálslega farið með
staðreyndir málsins. Klukkan
15.40 þann 17. júní 2000 varð stór
jarðskjálfti, sem átti upptök sín í
Holtunum. Skjálfti þessi fannst
víða og þar á meðal í Reykjavík.
Fyrstu upplýsingar frá jarð-
skjálftadeild Veðurstofu Íslands
um skjálftann bentu ekki til að um
Suðurlandsskjálfta væri að ræða,
enda töldu jarðskjálftafræðingar
að hann hefði verði á bilinu 5,4–6 á
Richter. Fréttastofa Útvarps rauf
útsendingu Rásar 2 kl. 15.49
vegna málsins til að koma upplýs-
ingum á framfæri við almenning
og frá klukkan 16 voru Rás 1 og
Rás 2 samtengdar þegar verið var
að segja frá atburðinum. Klukkan
16.33 tæpri klukkustund eftir
skjálftann var útsending rofin frá
EM í knattspyrnu í Sjónvarpi og
viðtal sem tekið var upp á Veður-
stofu Íslands við Pál Halldórsson
sent út. Klukkan 16.52 kom
íþróttastjóri Sjónvarps fram í
leikhléi og tilkynnti um harðan
jarðskjálfta á Suðurlandi og
almenningi bent á að stilla á Rás 2
í útvarpi til að fá frekari fréttir af
atburðum. Aftur var útsending
rofin af fréttastofu Sjónvarps
klukkan 16.55 og fréttamaður
kynnti stöðu mála eins og best var
vitað á þeim tíma og almenningi
bent á að stilla á langbylgju Ríkis-
útvarpsins. 17.36 birtist fljótandi
texti á skjánum, þar sem tilkynnt
var að frekari upplýsingar af
jarðskjálftanum yrði kl. 18.30.
Fréttir af atburðinum aftur sagð-
ar kl. 17.50 í Sjónvarpi. 18.31 voru
fréttir sagðar af atburðinum í
Sjónvarpi. 20.45 var aðalfrétta-
tími Sjónvarps sendur út.
Hvað öryggishlutverk Ríkisút-
varpsins varðar þegar vá ber að
garði, þá er það að miðla upplýs-
ingum til almennings með frétta-
flutningi frá viðkomandi ham-
farasvæði og ekki síður að koma
upplýsingum á framfæri til al-
mennings fyrir almannavarna-
deild ríkislögreglustjóra (áður Al-
mannavarna ríkisins).
Öryggishlutverk RÚV
Þær leiðir sem bæði Ríkis-
útvarpið og almannavarnir horfa
hvað helst til þegar slíkum upp-
lýsingum þarf að koma á fram-
færi eru langbylgjusendingar
Ríkisútvarpins og er RÚV með
tvær slíkar sendistöðvar, aðra á
Gufuskálum og hina við Egils-
staði. FM-sendingar RÚV, sem
Rás 2 sendir út á alla jafnan, eru
varaleiðir í dreifikerfinu hvað
öryggisjónarmið varðar og eins
dreifikerfi Sjónvarps. Það skal
tekið fram að þegar vá ber að
höndum eru Rás 1 og Rás 2 sam-
tengdar og allt dreifikerfið notað.
Ekkert er hafið yfir gagnrýni
hjá fyrirtæki eins og Ríkisútvarp-
inu, enda fóru starfsmenn yfir öll
öryggismál, eftir jarðskjálftann
17. júní, bæði innri og ytri örygg-
ismál hvað varðar starfsemina
sjálfa, dreifinguna og ekki síður
öryggi þeirra aðila sem við kaup-
um þjónustu af. Var þetta gert til
að Ríkisútvarpið yrði hér eftir
sem hingað til fremst á sviði ljós-
vakamiðla í fréttaflutningi og
dreifingu þess til almennings á
ögurstundu. ■
Umræðan
HAUKUR LOGI JÓHANNSSON
OG BALDVIN GUÐMUNDSSON
■ í Þórdunu, nemendaráði Verk-
menntaskólans á Akureyri, skrifa um
rokkhljómsveitina Mínus.
20 5. mars 2004 FÖSTUDAGUR
Ásamt nokkrum félögum mín-um í Samfylkingunni hef ég
lagt fram á Alþingi frumvarp til
laga um Lánasjóð íslenskra náms-
manna. Meginbreytingar á lögum
þessa mikilvæga jöfnunarsjóðs
eru afnám krafna um ábyrgðar-
menn, lækkun endurgreiðslubyrð-
arinnar og að hluti lána breytist í
styrk hafi námsmaður lokið námi
á tilskildum tíma.
Afnám ábyrgðarmanna-
kröfunar
Lánasjóðurinn er brjóstvörn
jafnréttis til náms og gegnir
miklu hlutverki sem slíkur. En
krafan um ábyrgðarmenn á lánin
vinnur gegn þessu markmiði og
mismunar verulega enda ekki all-
ir sem hafa aðgang að efnuðum
ábyrgðarmönnum. Þá er það rétt-
lætismál að lækka endurgreiðslu-
byrðina sem gerir ungu barna-
fólki nýkomnu úr löngu námi
mjög erfitt fyrir við að framfleyta
fjölskyldum sínum.
Vitað er um mörg dæmi þess
að ungt og efnilegt fólk hefur orð-
ið að hverfa frá áætlunum um
frekara nám vegna þess að það
hefur ekki getað framvísað
ábyrgðarmönnum sem lánasjóð-
urinn tekur gilda. Hver námsmað-
ur á sjálfur að vera ábyrgur fyrir
endurgreiðslu síns námsláns og á
að undirrita skuldabréf þess efn-
is. Stjórn sjóðsins á að ákveða
hvaða skilyrðum lántakandi þarf
að fullnægja. Það er mun sann-
gjarnara og réttlátara en núver-
andi fyrirkomulag sem vinnur
þvert gegn grundvallarmarkmiði
sjóðsins, sem er að tryggja jafn-
rétti til náms.
Lán verði að hluta styrkur
og léttari endurgreiðsla
Aðrar breytingar sem við
leggjum til eru þær helstar að
þegar námsmaður hefur lokið
lokaprófum á tilskildum tíma eða
framvísað vottorði um lögmætar
tafir á námi breytist 30% af upp-
hæðinni sem hann hefur tekið að
láni í óendurkræfan styrk. Styrk-
urinn yrði hvorki tekjutengdur né
skattlagður.
Breytingar þær sem hér eru
lagðar til taka mið af reglum ann-
ars staðar á Norðurlöndum. Í Sví-
þjóð eru 34,5% af þeirri upphæð
sem námsmaður fær til ráðstöf-
unar á námstíma hreinn styrkur
sé miðað við fullt nám en það eru
um það bil 7.200 sænskar krónur.
Annars staðar á Norðurlöndum
eru námsstyrkir ekki bundnir við
að námsmaður ljúki formlegu
námi en hér er lagt til að það verði
skilyrði fyrir styrkveitingu.
Þetta fyrirkomulag hvetur
námsmenn til að ljúka námi fyrr
en síðar og við það sparast miklir
fjármunir hjá Háskólanum og er
miklu vænlegri og réttlátari hvati
en upptaka frekari skólagjalda.
Einnig er lagt til að endur-
greiðsluhlutfalli námslána verði
breytt úr 4,75% í 3,75% í því skyni
að greiðslubyrði afborgana verði
viðráðanlegri. Þá er nauðsynlegt
að hluti af endurgreiðslum náms-
lána verði frádráttarbærar frá
skatti og munu þingmenn Sam-
fylkingarinnar flytja um það sér-
stakt mál. ■
Sálfræði-
meðferð við
þunglyndi
Sálfræðimeðferð við þunglyndihefur reynst árangursrík. Sál-
fræðiþjónusta er hins vegar ekki
niðurgreidd.
Þunglyndi og meðferð við þung-
lyndi hefur verið í umræðunni upp
á síðkastið. Óski sá einstaklingur
eftir að leita sér meðferðar hjá sál-
fræðingi vegna sjúkdóms síns þarf
hann að greiða fyrir meðferðina
fullu verði þar sem ekki hefur verið
gerður þjónustusamningur milli
Sálfræðingafélags Íslands og
Tryggingarstofnunar ríkisins.
Tryggingarstofnunin hefur þó gert
samninga um niðurgreiðslu þjón-
ustu ýmissa annarra heilbrigðis-
stétta.
Árangur viðtalsmeðferðar
Sálfræðileg viðtalsmeðferð hef-
ur fyrir löngu sannað gildi sitt. Sýnt
hefur verið að árangur viðtalsmeð-
ferðar er jafnmikill ef ekki betri en
árangur annarra meðferðarforma.
Lyfjameðferð er eitt meðferðar-
úrræði fyrir þá sem eiga við þung-
lyndi að stríða. Flestir eru sammála
um að lyfjameðferð ein og sér sé
sjaldnast varanleg lausn á þung-
lyndi auk þess sem verkun geð-
deyfðarlyfja hafa ekki alltaf tilætl-
uð áhrif. Í mörgum tilvikum er
lyfjameðferð óumflýjanleg en hef-
ur reynst árangursríkust sé henni
beitt samhliða viðtalsmeðferð þar
sem áhersla er lögð á kennslu sjálfs-
hjálparaðferða.
Þegar velja á bestu mögulegu
meðferð við þunglyndi þarf að huga
að eftirfarandi:
1. Að meðferðin sé sniðin að per-
sónuleika einstaklingsins, þörf-
um hans og væntingum.
2. Að meðferðin hafi ekki meira
inngrip í daglegt líf manneskj-
unnar en nauðsynlegt er.
3. Að meðferðin veiti einstaklingn-
um aukið innsæi í sjúkdóm sinn
og hjálpi honum að öðlast aukna
færni í að takast sjálfur á við
sjúkdómseinkennin.
Sálfræðimeðferð, með eða án
lyfjameðferðar er allt þetta þrennt.
Val á meðferð
Við val á meðferð fyrir þá sem
eiga við þunglyndi að stríða er því
rökrétt að spyrja hvort ekki ætti
fyrst að reyna sálfræðilega viðtals-
meðferð til að bæta líðan einstak-
lingsins áður en reynd er meðferð
sem jafnvel hefur meira inngrip í líf
hans. Til þess að einstaklingurinn
geti valið sálfræðimeðferð sem
fyrsta kost til að ná betri líðan án til-
lits til fjárhagslegrar afkomu þarf
heilbrigðisráðherra að beita sér fyr-
ir því að koma á þjónustusamningi
milli Sálfræðingafélags Íslands og
Tryggingarstofnunar ríkisins. ■
Umræðan
BJÖRGVIN G.
SIGURÐSSON
■
skrifar um Lána-
sjóð íslenskra
námsmanna.
Umræðan
KOLBRÚN
BALDURS-
DÓTTIR
■
skrifar um sál-
fræðimeðferð við
þunglyndi.
Róttækar breyt-
ingar á LÍN
Mínus rokkar
UMRÆÐAN
MÍNUS
Nemendur í Verkmenntaskólanum á Akureyri eru ánægðir með hljómsveitina.
Andsvar
JÓN INGI
BENEDIKTSSON
■
svarar grein Guð-
mundar Andra Thors-
sonar frá því 1. mars
þar sem hann spyr
sig hvort hann eigi
heima í Hlælandi.
Öryggishlutverk
Ríkisútvarpsins