Fréttablaðið - 05.03.2004, Qupperneq 2
2 5. mars 2004 FÖSTUDAGUR
„Já ég kláraði BA prófið á réttum
tíma en hins vegar hafa lok á MA
náminu dregist.“
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar,
hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér að þeir
sem klára háskólanám á tilætluðum tíma verði
verðlaunaðir með því að hluti námslánanna
breytist í styrk.
Spurningdagsins
Björgvin, kláraðir þú þitt á
réttum tíma?
Kvartar yfir að
fá ekki gögnin
Lögmaður sakbornings í líkfundarmálinu kvartar yfir að fá ekki gögn
vegna rannsóknarinnar. Arnar Jensson, hjá ríkislögreglustjóra, segir
dómara hafa úrskurðað að þeim sé ekki skylt að afhenda gögnin.
LÍKFUNDUR „Þeim er skylt að af-
henda mér skjöl sem málið varða
en þeir hafa alla sína hentisemi
með það,“ segir Sveinn Andri
Sveinsson, lögmaður Jónasar Inga
Ragnarsson, eins þremenning-
anna sem sitja í gæsluvarðhaldi
vegna líkfundarins í Neskaupstað.
Sveinn ætlar að leggja fram
kvörtun til Hæstaréttar um leið
og fjallað verður um kæru Jónas-
ar Inga vegna framlengingarinn-
ar á gæsluvarðhaldinu. Hann seg-
ir kvörtun til Héraðsdóms
Reykjavíkur vera á leiðinni. „Eins
og hlutunum er háttað núna á ég
erfitt með að sjá stöðu míns skjól-
stæðings. Samkvæmt lögum um
meðferð opinberra mála stendur
skýrum stöfum í 43. grein að verj-
andi skuli jafn skjótt og unnt er, fá
endurrit af þeim skjölum sem
málið varða, svo og aðstöðu til að
kynna sér gögn sem ekki verða
endurrituð.“ Sveinn segir lög-
reglu getað neitað verjanda að-
gangi að einstökum skjölum eða
öðrum gögnum í allt að eina viku
frá því að þau urðu til eða komust
í vörslur hennar ef hún telur að
það geti skaðað rannsókn máls-
ins.“
„Það hefur komið fram ósk um
að fá gögnin afhent og við höfum
neitað að afhenda þau vegna rann-
sóknarhagsmuna. Dómarinn tók
það til úrskurðar á miðvikudag,
þegar gæsluvarðhaldsframleng-
ingin var tekin fyrir. Þá fór einn
verjanda fram á að fá gögn af-
hent. Dómarinn úrskurðaði að
okkur bæri ekki skylda til að af-
henda gögnin,“ segir Arnar Jens-
son, hjá ríkislögreglustjóra.
Sveinn segist hafa beðið um
gögnin fyrir viku og hélt hann
fengi þau gögn sem væru orðin
viku gömul. Undanþága frá regl-
unni sé í 73. grein en þar segir að
ef lögregla telur nauðsynlegt að
skýrsla verði tekin fyrir dómi af
sakborningi, brotaþola eða vitn-
um til þess að upplýsa mál, áður
en verjandi fær aðgang að ein-
stökum skjölum eða öðrum gögn-
um þess, ber dómara að verða við
slíkri beiðni. „En lögreglan hefur
ekki lagt fram neina slíka beiðni
fyrir dómara.“
„Hann er eðlilega ósáttur við
framlenginguna. Gæsluvarðhald-
ið var byggt á því að rannsóknar-
hagsmunir væru í húfi en ég vil
meina að svo sé ekki lengur,“ seg-
ir Sveinn Andri. Hann segir að
búið sé að rannsaka málið af úr-
valsliði lögreglunnar í þrjár vikur.
Því hljóti þeir að hafa þrengt
hringinn það mikið að sönnunar-
gögnunum verði ekki spillt.
Sveinn segist halda að gæsluvarð-
haldið sé einungis til að þreyta
þremenningana.
hrs@frettabladid.is
George W. Bush skýtur föstum skotum á John Kerry:
Baráttan hafin fyrir alvöru
WASHINGTON, AP Segja má að bar-
áttan fyrir bandarísku forseta-
kosningarnar hafi hafist í fyrri-
nótt þegar báðir helstu frambjóð-
endurnir, George W. Bush forseti
og áskorandinn John Kerry, fóru í
kosningaferðalag í tvö ríki sem
hafa mikið að segja um hver verð-
ur forseti Bandaríkjanna eftir
næstu kosningar.
„Hann hefur verið í Washington
í tvo áratugi. Hann hefur verið þar
nógu lengi til að taka afstöðu bæði
með og á móti í hverju einasta
máli,“ sagði Bush sem skaut föst-
um skotum á Kerry á fjáröflunar-
samkomu í Los Angeles.
Kerry fór til Flórída, þar sem
úrslitin réðust síðast, við upphaf
kosningabaráttu sinnar eftir að
hafa tryggt sér útnefningu
demókrata.
Orustuvöllur frambjóðendanna
hefur verið skilgreindur sem
sextán ríki þar sem munaði sex
prósentum eða minna á Bush og
Al Gore í forsetakosningunum
fyrir tæpum fjórum árum. Í
fyrsta hluta auglýsingabaráttu
sinnar ver Bush um 750 milljón-
um króna í þessum ríkjum. ■
Banaslys:
Sjómaður
féll útbyrðis
SJÓSLYS Maður féll útbyrðis af
netabátnum Fylki KE 102 og
drukknaði þar sem hann var að
leggja net eina sjómílu norð-aust-
ur af Keilisnesi í gærmorgun.
Tveir menn voru um borð í bátn-
um en hinn látni, sem var 66 ára
gamall, náðist fljótlega upp í
nærliggjandi bát, Ósk KE 5, sem
kom á staðinn. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Lögreglunni í
Keflavík voru gerðar lífgunartil-
raunir á leið í land í Keflavík.
Læknir kom um borð í bátinn um
leið og hann kom að landi um kl.
12.30 en maðurinn var þá úr-
skurðaður látinn. ■
ÆVISAGAN KYNNT
Kanslarinn fyrrverandi kynnir ævisögu sína;
Minningar 1930-1982.
Helmut Kohl:
Saga þýska
kanslarans
BERLÍN, AP Helmut Kohl, kanslari
Þýskalands um sextán ára skeið,
sagði alltaf að hann myndi aldrei
rita ævisögu sína. Nú segir hann
hins vegar að hann hafi neyðst til
þess þar sem við skoðun á ævisög-
um og öðrum frásögnum hafi hon-
um þótt sem víðtæk sögufölsun
væri í gangi um þýsk stjórnmál
þau ár sem hann tók þátt í þeim.
Hann kynnti fyrra bindi ævi-
sögu sinnar í gær, nær 700 síðna
bók sem nær yfir árin frá 1930 til
1982, ársins sem hann tók við
embætti kanslara. ■
SMEKKLAUS FORSETI Ættingjar
nokkurra þeirra sem létust í
hryðjuverkaárásunum 11. sept-
ember 2001 gagnrýna George W.
Bush Bandaríkjaforseta fyrir
nýjar sjónvarpsauglýsingar hans.
Í þeim eru myndir sem tengjast
árásunum og finnst aðstandend-
unum það smekklaust af forset-
anum að nota atburðinn sér til
framdráttar.
HVALUR KAFAR
NAMMCO:
Hrefnustofn
þolir veiðar
HVALVEIÐAR Í niðurstöðum ársfund-
ar Norður-Atlantshafs sjávarspen-
dýraráðsins sem lauk í Færeyjum í
gær kemur fram að stofnstærð
hrefnu og langreyðar við Ísland sé
áþekkur nú og áður en ofveiði á
dýrunum hófst. Ráðið telur að
áætluð veiði upp á 150 til 200 dýr á
næsta ári ógni ekki stofninum.
Fundurinn lýsti áhyggjum af
stöðu Vestgrænlenska náhvalsins
og mjaldurs við Grænland og
mælst var til þess að dregið yrði
úr veiðum á þessum tegundum.
Ráðið telur einnig að stofn grá-
hvals við Ísland sé í rénum og því
er mælst til þess að íslensk stjórn-
völd grípi til aðgerða til að
tryggja viðgang stofnsins en
einnig var talið að Norðmenn
veiði of mikið af þessari tegund. ■
FÉLAGAFRELSI Hrafnhildur Stefáns-
dóttir, yfirlögfræðingur Samtaka
atvinnulífsins, telur að endur-
skoða þurfi lagaákvæði um vald-
svið Félagsdóms í kjölfar þess að
Hæstiréttur komst að þeirri nið-
urstöðu að hann væri óbær til
þess að skera úr um ágreinings-
efni sem rísa vegna úrskurða Fé-
lagsdóms.
Á vefsíðu Samtaka atvinnulífs-
ins segir Hrafnhildur frá máli
sem rekið var fyrst fyrir Félags-
dómi um hvort vinnuveitenda beri
að virða forgangsréttarákvæði
kjarasamninga þegar um upp-
sagnir sé að ræða þannig að þeim
sé fyrst sagt upp sem ekki eru
meðlimir í stéttarfélagi.
Félagsdómur taldi að fyrir-
tækjum bæri að virða ákvæðið,
hvort sem væri við ráðningar eða
uppsagnir. Fyrirtækið sem kært
var, áfrýjaði til héraðsdóms, þar
sem úrskurði Félagsdóms var
hnekkt. Málinu var svo skotið til
Hæstaréttar sem taldi sig ekki
geta fjallað efnislega um málið
þar sem dómar Félagsdóms séu
endanlegir samkvæmt lögum.
„Félagsdómur á þannig endan-
legt úrskurðarvald um túlkun á
félagafrelsisákvæðum stjórnar-
skrárinnar þegar meta þarf áhrif
þeirra á efni kjarasamninga. Nið-
urstaðan í slíkum málum verður
ekki endurskoðuð á æðra dóm-
stigi. Draga verður í efa að slík
skipan sé réttlætanleg þegar um
er að ræða mál sem ekki krefjast
skjótrar úrlausnar og varða mik-
ilsverða hagsmuni,“ segir í grein
Hrafnhildar.
Hrafnhildur telur að í túlkun
Félagsdóms á forgangsréttar-
ákvæðum kjarasamninga kunni
að fela í sér brot á félagafrelsis-
ákvæði stjórnarskrárinnar og
nefnir að nefnd Evrópuráðsins
hafi ítrekað gagnrýnt forgangs-
réttarákvæði kjarasamninga og
talið þau brjóta gegn Félagsmála-
sáttmála Evrópu. ■
■ Bandaríkin
LÍMDI NEMANDA Í SÆTI SITT
Bandarískur grunnskólakennari
sagði af sér eftir að upp komst að
hann hafði límt óþægan nemanda
niður í stól hans og límt fyrir á
munninn á honum svo hann gæti
ekki talað. Foreldrar hins fjórtán
ára nemanda kærðu atburðinn og
sögðu son sinn næstum hafa kafnað
áður en honum tókst að losa sig.
NJÓTI ALLRA RÉTTINDA John Kerry,
forsetaframbjóðandi demókrata,
sagði baráttufólki fyrir réttindum
samkynhneigðra að verði hann for-
seti muni hann beita sér fyrir því
að samkynhneigð pör nytu sömu
réttinda og gagnkynhneigð hjón.
Hann er þó andvígur hjónaböndum
samkynhneigðra.
GENGIÐ 1. MAÍ
Yfirlögfræðingur SA telur að ákvæði í kjara-
samningum og túlkun Félagsdóms á þeim
kunni að jafngilda skerðingu á félagafrelsi
fólks.
SA um félagafrelsi:
Breyta þarf lögum um Félagsdóm
■ Bandaríkin
SVEINN ANDRI SVEINSSON LÖGMAÐUR
Sveinn segir skjólstæðing sinn eðlilega vera ósáttan við framlengingu gæsluvarðhaldsins
þar sem hann vill meina að rannsóknarhagsmunir séu ekki lengur til staðar.
BUSH HEFUR BARÁTTUNA
Kosningabarátta forsetans hófst fyrir alvöru
í fyrrinótt þegar hann ávarpaði stuðnings-
menn í Kaliforníu og hóf mikla auglýsinga-
herferð.
FJÁRHAGUR FRAMBJÓÐENDANNA
George W. Bush
Í sjóðum 7.427 milljónir
Skuldir 0
John F. Kerry
Í sjóðum 150 milljónir
Skuldir 514 milljónir