Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2004, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 05.03.2004, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 5. mars 2004 HUNDASÝNING Í BRETLANDI Crufts-hundasýningin, stærsta hundasýn- ing heims, stendur nú yfir í Birmingham í Englandi. Hér bíða hundar af Brichon Frise kyni og eigendur þeirra eftir því að komi að þeim. Norðurpóllinn: Strandaglóp- ar á ísnum RÚSSLAND Björgunarleiðangur var gerður út til að sækja tólf rússneska vísindamenn sem voru fastir á rekís við Norðurpólinn eftir að rannsókn- arstöð þeirra sökk í hafið. Erfiðlega gekk að komast til mannanna vegna veðurs. Vísindamennirnir voru heilir á húfi en höfðu tapað búnaði sínum og vistum þegar ísinn brotnaði undir rannsóknarstöð þeirra. Þeir komust allir út úr stöðinni í tæka tíð og komu sér fyrir í neyðarskýli. Stefnt var að því að fljúga með vistir til strandaglópanna og senda síðan þyrlu til að sækja þá þegar betur viðraði. ■ debenhams S M Á R A L I N D Heimilisdeildin er full af nýjum og spennandi vörum á verði sem kemur þér í gott skap. GJAFALISTAR - Frábært úrval af glæsilegum gjöfum fyrir öll tækifæri. Komdu og settu saman óskalistann þinn hjá okkur.ÍSLEN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 39 28 03 /2 00 4 Heimilislausar GJAFIR aðild að félaginu. Hann segir að kynjamisræmi í lögmannsstéttinni hafi nýverið komið til umræðu á einum af árlegum fundum stjórna norrænna lögmannafélaga þar sem rýnt var í hvernig kynjahlutfall stéttarinnar væri að þróast. Hann samsinnir því að lög- mannsstéttin sé hefðbundin karla- stétt en bendir á að af þeim sökum muni það taka nokkurn tíma að jafna hlutfall karl- og kvenlög- manna. „Það er í raun ekki spurning um hvort það gerist, heldur einung- is hvenær,“ segir Ingimar. „Konur eru nú orðnar um fimmtungur félagsmanna Lögmannafélagsins og hefur hlutur þeirra tvöfaldast frá 1990. Hins vegar má gera ráð fyrir því að hlutfall kvenna aukist jafnt og þétt þar sem konur hafa verið í meirihluta í námskeiðum Dóms- málaráðuneytisins til lögmannsrétt- inda sem haldin hafa verið síðastlið- in fjögur ár.“ Auk Sifjar eru í stjórn Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Ed- wards, Margrét Einarsdóttir og Svala Thorlacius. Varamenn eru Hjördís Harðardóttir og Inga Þöll Þórgnýsdóttir. sda@frettabladid.is NEYTENDAMÁL Í nýjasta fréttabréfi Félags íslenskra bifreiðaeigenda er fjallað um álagningu íslenskra olíufélaga. Höfundur veltir því fyrir sér hvernig standi á því að verðþróun hjá stóru olíufélögun- um hafi ekki tekið sama mark á verðþróun á alþjóðamörkuðum eftir tilkomu Atlantsolíu. „Augljósasta skýringin er að félögin telji sig geta komist af með minni álagningu. Minni álagning og lægra vöruverð er fagnaðarefni en neytendur verða að halda vöku sinni. Hvers vegna er lag til að lækka álagningu um tvær til þrjár krónur á lítra um þessar mundir? Getur verið að neytendur hafi á undanförnum árum verið að ofgreiða hundruð milljónir í eldsneytisverði,“ er spurt í pistlinum. Í fyrirsögn greinarinnar er þeirri spurningu velt upp hvort stóru olíufélögin stundi um þessar mundir undirverðlagningu til þess að „drepa samkeppni í fæð- ingu“. ■ FÍB um bensínsmarkaðinn: Undrast breytta verðlagningu FRÁ OPNUN ATLANTSOLÍU Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur áhyggjur af því að stóru olíufélögin reyni að kæfa samkeppni í fæðingu með undirboðum. FRÁ STOFNFUNDI FÉLAGS KVENNA Í LÖGMENNSKU Markmið félagsins er að auka þátttöku kvenna í lögmannsstétt auk þess að gera þær sýnilegri. Meirihluti útskrifaðra lögfræðinga eru konur en þær eru einungis fimmtungur félaga Lögmannafélags Íslands.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.