Fréttablaðið - 05.03.2004, Síða 14
14 5. mars 2004 FÖSTUDAGUR
Stjórnarmenn í Medcare Flögu:
Harma uppgjör og lýsa trausti
UPPGJÖR Uppgjör Medcare Flögu
veldur stjórnendum vonbrigðum. 1,3
milljón dollara tap varð af rekstrin-
um. Niðurstaðan var í takt við af-
komuviðvörun félagsins, en veruleg
frávik voru frá útboðslýsingu félags-
ins þegar það var skráð á markað
seinni hluta síðasta árs. Fagfjárfest-
ar sem keyptu í útboðinu munu meta
stöðu sína í kjölfar skýringa félags-
ins á því hvers vegna verðmæti
birgða var lækkað frá útboðslýsingu.
Þeir stjórnarmenn sem ekki
koma að daglegri stjórnun félagsins
sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar
uppgjörsins. Þar lýsa þeir vonbrigð-
um með uppgjörið. Félagið náði
markmiðum um vöxt tekna og er
innri vöxtur þess 23 prósent. Tveir
stjórnarmannanna keyptu bréf í út-
boði félagsins. Í yfirlýsingunni
leggja stjórnarmennirnir áherslu á
traust sitt á stjórnendum félagsins.
„Við álítum að Medcare Flaga hf.
hafi á að skipa sterkum hópi stjórn-
enda og fyrirtækjabrag sem byggir
á frumkvæði, drifkrafti og sterkri
siðferðiskennd. Gripið hefur verið
til aðgerða til þess að takast á við
þann vanda sem upp kom,“ segir í
yfirlýsingunni. ■
Baráttan gegn HIV:
Bandaríkin
gefa milljarð
PEKING, AP Bandaríkjastjórn hefur
ákveðið að verja sem svarar rúmum
einum milljarði íslenskra króna í
baráttuna gegn útbreiðslu HIV-
veirunnar í fátækustu héruðum
Kína. Styrkurinn verður notaður til
að fjármagna fyrirbyggjandi að-
gerðir, eftirlit og umönnun sjúk-
linga.
Um 840.000 Kínverjar eru smit-
aðir af HIV-veirunni og um 80.000
hafa veikst af alnæmi. Smituðum
fjölgar um þrjátíu prósent á ári og
hafa sérfræðingar varað við því að
árið 2020 verði þeir orðnir allt að tíu
milljónir ef ekki verði gripið til að-
gerða tafarlaust. ■
LEITAÐ AÐ SPRENGJUM
Franskir eftirlitsmenn rannsaka járnbraut-
arteina skammt frá Bayonne í suðvestur-
hluta Frakklands. Óþekkt hryðjuverkasam-
tök hafa hótað því að koma fyrir sprengj-
um á lestarteinum í Frakklandi ef þau fá
ekki greiddar milljónir Bandaríkjadala.
NJÓTA TRAUSTS
Svanbjörn Thoroddsen og samstarfsmenn
hans njóta trausts stjórnarmanna félagsins.
Mistök urðu í vinnu fyrirtækisins við mat á
birgðum þegar þær voru metnar í útboðs-
lýsingu félagsins.
EL MOTASSADEQ
Marokkóinn Mounir el Motassadeq viður-
kennir að hafa þekkt þá sem skipulögðu
árásirnar 11. september en neitar því alfar-
ið að hafa haft vitneskju um áform þeirra.
Hryðjuverkárásirnar
11. september:
Eini dómur-
inn ógiltur
ÞÝSKALAND, AP Áfrýjunardómstóll í
Þýskalandi ógilti dóm yfir eina
manninum sem fundinn hafði ver-
ið sekur um aðild að hryðjuverka-
árásunum í Bandaríkjunum 11.
september og fyrirskipaði ný rétt-
arhöld.
Marokkóinn Mounir el
Motassadeq hafði verið dæmdur í
fimmtán ára fangelsi fyrir sam-
særi um morð og morðtilraunir og
aðild að hryðjuverkasamtökum.
Áfrýjunardómstóllinn ógilti dóm-
inn á þeim forsendum að verjend-
ur Motassadeq hefðu ekki fengið
tækifæri til að yfirheyra lykil-
vitni í málinu, sem er í fangelsi í
Bandaríkjunum. Óvíst er hvort el
Motassadeq fær að ganga laus þar
til réttað verður yfir honum að
nýju í Hamborg. ■
ÁHLAUP Á RAFAH Fjórtán ára
palestínskur drengur féll og níu
Palestínumenn særðust í átökum
sem brutust út þegar ísraelskar
hersveitir gerðu áhlaup á bæinn
Rafah á Gaza-ströndinni. Her-
mennirnir jöfnuðu fimm hús við
jörðu og eyðilögðu vatnsveitu og
rafmagnsleiðslur. Að sögn hers-
ins var verið að leita að göngum
sem palestínskir vígamenn nota
til að smygla vopnum frá Egypta-
landi.
SEX LANDNEMABYGGÐIR LAGÐAR
NIÐUR Íbúar í sex ólöglegum
ísraelskum landnemabyggðum á
Vesturbakkanum fengu frest þar
til síðdegis í gær til að flytja á
brott. Ísraelskir embættismenn
segja þó að hermenn verði ekki
sendir til að rífa niður byggðina
fyrr en í næstu viku.
JÁTNING Ísraelskur karlmaður á
þrítugsaldri hefur játað að hafa á
síðustu þremur árum komið fyrir
fjölda sprengja í borginni Haifa
sem ætlaðar voru aröbum. Einni
sprengjunni hafði verið komið
fyrir undir bifreið þingmanns en
önnur sprakk við mosku. Þrír
særðust þegar sprengjur manns-
ins sprungu.
SPRENGJA SPRAKK ÓVART Með-
limur í palestínskri andspyrnu-
hreyfingu lést þegar sprenging
varð á heimili hans í Rafah. Að
sögn palestínskra embættis-
manna var maðurinn að líkindum
að útbúa sprengju sem sprakk of
snemma. Sjö ættingjar mannsins
særðust í sprengingunni.
Fjöldi kæra og áminning
á Suðurnesjalækninn
Læknirinn sem var vakthafandi á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þegar barn lést eftir of mikla
deyfingu í legháls móður, að því er talið er, hefur fengið á sig á annan tug kæra og kvartana og
eina áminningu í starfi á ferlinum. Kennir sjálfum sér um hvernig fór fyrir barninu.
HEILBRIGÐISMÁL Læknirinn sem var
vakthafandi á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja þegar barn lést eftir
of mikla deyfingu í legháls móður,
að því er talið er, hefur á ferli
sínum fengið á sig fjölda kæra og
kvartana varð-
andi starf sitt,
samkvæmt upp-
lýsingum sem
F r é t t a b l a ð i ð
hefur aflað sér.
Þá hefur um-
ræddur læknir
verið áminntur
af landlækni á
síðari árum.
S a m k v æ m t
upplýsingum blaðsins hafa sum
þeirra mála þar sem læknirinn
hefur komið við sögu verið talin
alvarleg. Ekki hefur þó komið til
þess að hann yrði sviptur lækna-
leyfi.
Matthías Halldórsson aðstoð-
arlandlæknir sagði að embættið
ræddi ekki starfsferil einstakra
lækna þar sem samfélagið væri
svo lítið. Almennt séð væru menn
ekki sviptir læknaleyfi nema allt
benti til að þeir væru ófærir um
að gegna starfi sínu, svo sem
vegna elliglapa, óreglu eða þess
háttar.
Spurður um meðferð máls um-
rædds læknis sagði Matthías að
landlæknisembættið hefði verið
talið vanhæft til að fara með mál-
ið í heild sinni. Það væri því vænt-
anlega ákvörðun setts landlæknis,
Jóns Hilmars Alfreðssonar, hvort
læknirinn yrði áminntur eða svipt-
ur leyfinu. Þá þyrfti samkvæmt
lögum að senda afrit af áminning-
unni til heilbrigðisráðherra. Að
öðru leyti kvaðst Matthías ekki
vilja tjá sig um efnisatriða þessa
máls.
„Ég sendi settum landlækni
svar við drögum að álitsgerð hans
en hún var þá farin frá honum,“
sagði Jónas Franklín, umræddur
læknir, í gær. „Ég gerði athuga-
semd við þá fullyrðingu hans að
ég hefði ekki verið nógu nákvæm-
ur í minni aðgerðalýsingu og vís-
aði þar til verklagsreglna sem ég
er vanur að vinna eftir. Að öðru
leyti fannst mér hann mjög mál-
efnalegur og ekki vilja fullyrða
neitt. Sjálfur er ég dómharðari í
því að ég tel ekki neinn vafa á því
að deyfiefnið sem slíkt, hvernig
sem það barst í barnið, sé orsaka-
valdurinn. Síðan voru aðstæðurn-
ar slíkar að ég gat ekki brugðist
eins fljótt við og ég er vanur.“
- Finnst þér það vera þér að
kenna hvernig fór?
„Já, ég kemst ekki hjá því. Ég
hefði átt að vita betur og gera mér
grein fyrir því, en ég gerði það
ekki. Ég hreinlega veit ekki hvert
framhaldið verður. Ég reikna fast-
lega með að áminning verði niður-
staðan, þótt ég viti það ekki,“
sagði Jónas, sem kvaðst starfa á
sjúkrahúsi rétt hjá Gautaborg, en
vera í hálfs mánaðar leyfi hér
heima. Hann kvaðst hafa verið
flæmdur frá Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri á sínum tíma
vegna erfiðra samskipta við þá-
verandi yfirmann þess. Hann
hefði horfið til starfa í Svíþjóð, en
fjölskyldan orðið eftir hér heima.
„Þarna var ég að reyna fyrir
mér í Keflavík og hafði gert mér
vonir um að geta jafnvel sest þar
að á farsælan hátt,“ sagði Jónas.
„En þá þurfti þetta endilega að
koma fyrir. Mér þykir þetta afar
miður og hefur ekki liðið vel eftir
þetta. Það var ekki á það bætandi
fyrir mig og mína fjölskyldu.“
jss@frettabladid.is
■ Ísrael
„Ég hefði
átt að vita
betur og gera
mér grein fyr-
ir því, en ég
gerði það
ekki.
JÓNAS FRANKLÍN
„Þarna var ég að reyna fyrir
mér í Keflavík og hafði gert
mér vonir um að geta jafnvel
sest þar að á farsælan hátt.“