Fréttablaðið - 05.03.2004, Síða 18

Fréttablaðið - 05.03.2004, Síða 18
Dómsmálaráðherra hefur lýstþví yfir að uppáhaldskvik- mynd hans sé Die Hard, en þar bjargar hetjan hundruðum úr klóm hryðjuverkamanna. Þetta er hins vegar Ísland í dag, en ekki Die Hard, og herra Björn Bjarnason, þér eruð enginn Bruce Willis.“ Svo mælti Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylking- arinnar, á Alþingi í gær þegar ræddar voru utandagskrár hug- myndir Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um eflingu sérsveitar lögreglunnar. Sem kunnugt er vill ráðherr- ann fjölga í sérsveitinni úr um tuttugu mönnum í um fimmtíu. Vandséð er hver munurinn á þessu er, hvað fimmtíu menn gera svo mikið meira en tuttugu til varnar því sem ráðherrann hefur mestar áhyggjur af. Málflutning- ur ráðherrans virkar þannig á flesta að gert er grín að Birni og því haldið fram, sérstaklega á Al- þingi, að hann sé að uppfylla æskudrauma. Það er ráðherrans að sannfæra þingmenn og þjóðina um að þetta skref sé það brýnasta sem þurfi að taka. Mikið er mann- inum niðri fyrir þar sem stjórnar- þingmenn jafnt sem stjórnarand- stæðingar skilja ekkert hvers vegna þetta mál er svo brýnt núna. Ekki var gert ráð fyrir þess- um breytingum við gerð fjárlaga og þess vegna eru nefndarmenn í fjárlaganefnd gáttaðir á málinu. Ráðherrann segist ekkert skilja í því þar sem hann hafi hreyft þessu máli fyrst við útskrift nem- enda úr Lögregluskólanum 11. desember síðastliðinn, hafi haft samráð við forsætisráðherra og rætt málið við utanríkisráðherra og fjármálaráðherra. Dómsmála- ráðherra segir góða samstöðu um málið í ríkisstjórninni, en samt eru stjórnarþingmenn gáttaðir. Þeir vissu ekki að þessa væri von, þrátt fyrir mikla samstöðu í ríkis- stjórninni, eins og ráðherrann segir. Í vikunni sem leið sendi blaða- maður Fréttablaðsins Birni Bjarnasyni spurningalista þar sem eftirfarandi var meðal ann- ars spurt: Gæti þurft að efla víkingasveit- ina? Eða þurfa lögreglumenn að fara að ganga með vopn? Þarf að breyta áherslum? Í svari ráðherr- ans sagði meðal annars: „Ég ætla ekki að svara þessum spurningum þínum. Ég hef þegar oft farið orð- um um þau mál, sem þú ert að spyrja um og vísa í því efni í ræð- ur, sem birtar eru á vefsíðu minni.“ Á mánudag boðaði hann síðan til blaðamannafundar vegna þessa sama máls þar sem hann svaraði spurningunni með þeim hætti að svörin vekja háðung. Björn Bjarnason fylgir máli sínu ekki betur eftir en svo að hann nánast einn tekur það alvarlega. ■ George W. Bush Bandaríkjafor-seti hóf kosningabaráttu sína í gær, í kjölfar þess að John Kerry hefur verið valinn forsetaefni Demókrataflokksins. Bush ákvað að verja nokkrum milljónum, af þeim tvö hundruð milljón dollur- um sem hann hefur safnað í kosn- ingasjóð, í auglýsingaherferð í sjónvarpi og komu fyrstu auglýs- ingarnar á skjáinn í gær. Í þeim freistar Bush þess að koma fram sem alþýðlegur og sterkur stjórn- málamaður sem er þess hæfur að stýra Bandaríkjunum í gegnum erfiða tíma. Hann talar um trú sína á bandarískum almenningi og vísar m.a. á mjög skýran hátt til atburðanna 11. september, og freistar þess greinilega að sýna fram á að þá hafi hann sannað sig sem sá styrki stjórnmálamaður sem hann segist vera. Jafnframt talar hann mjög um nauðsyn þjóðaröryggis. Öryggi og hræðsla Dálkahöfundar New York Times og New York Post fjölluðu um auglýsingarnar í blöðum í gær. Maureen Dowd, sem skrifar fyrir það fyrrnefnda, er ekki hrif- in: „Í óljósum myndskeiðum reyn- ir forsetinn sitt besta til þess að koma sökinni á aðra, að þakka sér það sem vel hefur verið gert, og að sýna að hann beri hag venju- legs fólks – eins og þjónustufólks, slökkviliðsmanna, svartra barna, svartra ellilífeyrisþega og mið- stéttarfólks – fyrir brjósti, á með- an hann eyðir meiri tíma í raun- veruleikanum í að hjálpa moldrík- um auðjöfrum sem eru vinir hans“. Og Dowd talar um þversögn í auglýsingunum: „Bush gefur í skyn að við eigum að vera hrædd, vegna þess að við séum ekki ör- ugg, og að það sé þess vegna sem við þörfnumst hans til þess að gæta þjóðaröryggis. En ef hann er svona góður í því að gæta þjóðar- öryggis, hvers vegna erum við þá ekki örugg?“ Hlutur 11. september Deborah Orin er öllu jákvæð- ari í skrifum sínum í New York Post. „Bush höfðar til bandarískr- ar bjartsýni í auglýsingum sínum, með þeim undirliggjandi boðskap, að Bandaríkin séu enn land vonar og bjartrar framtíðar eftir 11. september. Í auglýsingunum er ekki eitt stakt orð um John Kerry en andrúmsloftið í auglýsingun- um er í sterkri andstöðu við reið- ina í garð Bush, sem einkennir málflutning Kerrys,“ skrifar Orin. Orin telur ómögulegt fyrir John Kerry að gera slíkar auglýs- ingar, þar sem Kerry sé of reiður, og að Bush birtist fólki sem mað- ur í betra jafnvægi en Kerry. Nokkuð er spáð í það hvernig Bush hyggst nýta sér 11. septem- ber í kosningabaráttu sinni, og reyndar hefur einungis sú hug- mynd að hann hyggist yfir höfuð nýta sér þennan voðaatburð vald- ið nokkrum úlfaþyt. Um þetta er deilt. Orin vitnar í orð fræði- mannsins Stephen Hess, hjá Brooking-stofnuninni, sem er já- kvæður í garð Bush að þessu leyti. „Það sem er mikilvægast er að Bush gerir rústir tvíburaturnanna að ímynd vonar en ekki ósigurs, og þetta er gott fyrir hann, því yfirleitt komast menn í Hvíta hús- ið með bjartsýnisboðskap, en ekki svartsýnisboðskap.“ Og Hess til- tekur rómaðar auglýsingaher- ferðir Ronalds Reagan („Morning in America“) og Bills Clinton („Man from Hope“) þessu til sönn- unar, en báðar byggðu á bjartsýni og áttu sinn þátt í því að gera við- komandi að forseta Bandaríkj- anna. ■ Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um dómsmálaráðherra og sérsveitina. 18 5. mars 2004 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Hann er farinn að verða nokkuðsérstakur pólitíski Survivor- leikurinn, sem Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson stjórna í þing- flokkum sínum þessa dagana. Oft hefur þungi foringjaræðisins í stjórnarflokkunum verið mikill, en með þessari nýjustu þáttaröð virð- ast menn enn hafa toppað sjálfa sig. Nokkur blæbrigðamunur er þó á leikjum framsóknarættbálksins og sjálfstæðisættbálksins og segja má að framsóknarmennirnir spili nokk- uð hefðbundnari útgáfu en sjálf- stæðismennirnir. Hjá Davíð felst óvissan í því hvað hann hyggst sjálfur fyrir. Hvort verður hann dómsmálaráð- herra eða utanríkisráðherra? Eða hættir hann kannski í pólitík? Spennan í framvindu mála þessa ættbálks helgast fyrst og fremst af því hversu nálægt sjálfri forustunni átökin eru. Spurningarnar snúast um krónprinsana Björn Bjarnason og Geir Haarde og framhaldssög- una sem felst í þeirra vopnavið- skiptum. Hjá Halldóri snýst þetta hins vegar um það hver verður kosinn út úr ríkisstjórn á hinum mikilvæga ættbálkafundi þingflokksins í til- efni af því að Halldór sjálfur fær forsætisráðherrastólinn í stjórn- inni. Sterku mennirnir Sameiginlegt er ástandinu í báð- um herbúðum að formennirnir halda flokkunum í járngreipum sín- um og virðast ekki þurfa að sækja umboð til umtals- verðra breytinga eða útnefningar krónprinsa til neinna flokks- stofnana, nema rétt til mála- mynda. Í daglegu tali heitir þetta að leiðtogarnir séu „sterkir“, sem þýðir að þeir geta farið sínu fram hvað sem hver segir. Enda eru menn nú almennt búnir að gleyma ýmsum þeim við- miðunarreglum sem áður tíðkuð- ust við t.d. ráð- herraval, ákvörð- un um varafor- mennsku eða aðr- ar vegtyllur inn- an flokka. Nú skiptir tiltrú for- manns meiru en búseta, aldur, kyn eða flokksdeild með bakland í ákveðnu kjördæmi eða einhver slík atriði sem menn töldu skipta máli fyrir 5-10 árum síðan. Survivor-leikir skapa mjög sér- kennileg tengsl milli manna og stuðla að bandalögum og baknagi og draga iðulega fram þá eðliskosti fólks sem alla jafna teljast til þeirra ógeðfelldari. Fyrir stjórnmála- flokka, svo ekki sé nú talað um þing- flokka eða ráðherrasveitir flokka – sem víðast reyna að stilla saman strengi sína og starfa sem samhent sveit – er val á einmitt þessari stjórnunartækni foringjaræðisins í raun afar merkilegt rannsóknarefni. Mikið hefur um það verið rætt í fjölmiðlum síðustu daga að Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra muni verða sá ráðherra, sem ekki nær að setjast í stól þegar tónlistin þagnar í haust og búið verður að fækka sæt- unum um eitt. Gangi það eftir verða það áberandi skilaboð til ungra kvenna sem hyggja á frama í pólitík að velja sér annan flokk en Fram- sóknarflokkinn. Það verða jafn- framt skilaboð til kjósenda í kraga- kjördæminu um að þeir skipti ekki máli. Það verða líka skilaboð til flokkshestanna í Framsókn að ára- langt starf og flokkshollusta sé ekki rétta leiðin til pólitísks frama í flokknum. Eitthvað svipað má segja um flesta hina ráðherrana líka, sem hver með sínum hætti hafa með ára- langri reynslu og góðum verkum verðskuldað þá stöðu sem þeir hafa. Til ættbálksins teljast auðvitað líka þeir þingmenn sem eru utan stjórn- ar, en gengið var framhjá við stjórn- armyndunina þótt þeir kynnu að eiga fullt erindi inn í ríkisstjórn. Ef farið verður út í einhverja meiri uppstokkun í haust er ekki óhugs- andi að þeirra tími muni koma. Nær ársgömul ákvörðun Ekkert af þessu er hins vegar nýtt. Upplegg þessarar stöðu var hannað af Halldóri Ásgrímssyni strax við stjórnarmyndunina í fyrravor. Þá kaus hann, og rétt er að undirstrika að Halldór valdi vísvit- andi þá leið, að fjölga ráðherrum þó svo að ljóst væri að hann yrði að fækka þeim fljótlega aftur. Honum hefði verið í lófa lagið að láta sama einstaklinginn gegna tveimur ráðu- neytum um tíma og þannig koma í veg fyrir þessa uppákomu, sem fram undan er í flokknum. Hann vildi hins vegar búa til þessa stöðu, enda fráleitt að maður með reynslu og yfirsýn Halldórs Ásgrímssonar hafi ekki séð fyrir hvað þessi ákvörðun fól í sér. Mestar líkur eru því á því að Halldór hafi þegar sl. vor verið búinn að ákveða hvernig hann vildi að þetta tafl yrði teflt og ákvörðun hans um stólaskiptin liggi nú þegar fyrir. En þó að sterkir leið- togar séu stundum góðir, þá hefur foringjaræðið ekki alltaf rétt fyrir sér. Ákvörðun Halldórs um upp- stokkunina kann að hafa verið góð og réttmæt þegar hún var tekin, en hver svo sem hún var, þá var afar varasamt að fresta því að tilkynna um hana. Þegar langvarandi survi- vor-ástand gerjast í ráðherraliði og þingflokki getur það hæglega um- bylt öllum forsendum og grafið undan áhrifavaldi formannsins og samheldninni í hópnum. Hinn sterki leiðtogi kann því að hafa tímabund- ið hert tök sín á flokknum og fengið þingmenn og ráðherra til að borða úr lófa sér um stund. Hins vegar gæti einmitt þessi aðgerð og þessi gerjun veikt stöðu hans þegar til lengri tíma er litið. ■ Vatnajökull sameiningartákn „Í mínum huga er það mótsögn í sjálfu sér að kjósa sér samein- ingartákn. Jafn kjánalegt og að kjósa hver er fallegastur. Þetta er lítið land og fáir eru spámenn í sínu föðurlandi og því enn erf- iðara að finna slíkan fulltrúa á okkar landi. Flest „sameiningar- tákn“ af konungakyni hafa verið flutt inn frá öðrum löndum til að gegna þessu hlutverki. Eiginlega er skynsamlegara að afgreiða málið með slíkum hætti, úr því að það virðist vera sem þjóðin vilji eitthvað tildurembætti af þessu tagi. Í mínum huga er þó sameiningartákn ekki mennskt fyrirbæri, heldur eitthvað sem bara er. Sjálfstætt og í öllu sínu veldi – óháð öllum. Ég sting því upp á Vatnajökli sem samein- ingartákni þjóðarinnar og að lýðræðislega kjörnum stjórn- völdum verði treyst fyrir sínum hlutverkum.“ - ANNA SIGRÚN BALDURSDÓTTIR UM FORSETAEMBÆTTIÐ Á WWW.KREML.IS Stjórnmál á Íslandi „Hvað segir það okkur um stjórnmál á Íslandi árið 2004 að helsta umræðuefnið er hver af ráðherrum Framsóknarflokksins víki úr ríkisstjórn í haust þegar flokkurinn tekur við forsætis- ráðuneytinu og missir umhverf- isráðuneytið? Ha? Nákvæmlega! Er ekki hægt að gera eitthvað í málinu? Hvað segja umræðustjór- arnir? Hvað segir Silfuregill?“ - GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Á VEF SÍNUM WWW.DAGAR.BLOGSPOT.COM Íslendingar ekki rómantískir „Síðasta röksemd siðapostul- anna er sú að „klámvæðingin“ breyti viðhorfum í samfélaginu til kynlífs, ástar og hins kynsins. Þó er það staðreynd að klám er löglegt í fjölda landa. Þar ber fyrst að nefna fjölda fylkja í Bandaríkjunum en þar er ein- mitt framleitt mikið af slíku efni. Því næst ber að nefna Evr- ópuríkin Danmörku og Þýska- land. Þetta er aðeins brot af þeim löndum sem leyfa klám. Eitt eiga þau öll sameiginlegt, rómantískar ástir eru ennþá til í þessum löndum. Við Íslendingar erum ekki þekktir fyrir rómantík. Stefnu- mót eru þannig óþekkt með öllu hérlendis. Byrja ekki öll sam- bönd Íslendinga á fylleríi? Þetta er undarlegt í ljósi þess að við búum í svo vernduðu umhverfi. Við höfum búið svo um að „klámvæðingin“ fái ekki skotið rótum en það hefur engu skilað því ekki eru ástarmál Íslend- inga neitt betri fyrir vikið. Svo er það annað mál hvort íslenska ríkið ætti að blanda sér í ástar- mál yfirhöfuð. Svarið er nei. Ein- staklingar eru fullfærir um að sjá um sína persónulegu hagi án þess að ríkið haldi í höndina á þeim.“ - STEFÁN OTTÓ STEFÁNSSON UM BANN VIÐ KLÁMI, Á WWW.FRELSI.IS ■ Af Netinu Bush höfðar til bjart- sýninnar Bruce Willis á þingi Um daginnog veginn BIRGIR GUÐ- MUNDSSON ■ skrifar um foringjaræði og stólaskiptakapal stjórnarliðsins. Pólitískt Survivor „Sameigin- legt er ástand- inu í báðum herbúðum að formennirnir halda flokkun- um í járn- greipum sín- um og virðast ekki þurfa að sækja umboð til umtals- verðra breyt- inga eða út- nefningar krónprinsa til neinna flokks- stofnana, nema rétt til málamynda. GEORGE W. BUSH Hann hóf auglýsingaherferð sína í bandarísku sjónvarpi í gær. Í þeim freistar hann þess að slá bjartsýnan tón og að birtast þjóðinni sem sterkur leiðtogi á tímum mikilla erfið- leika. Úti í heimi ■ George W. Bush Bandaríkjaforseti er byrjaður að auglýsa.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.