Fréttablaðið - 05.03.2004, Side 23

Fréttablaðið - 05.03.2004, Side 23
23FÖSTUDAGUR 5. mars 2004 SVEINN ANDRI SVEINSSON Lögmaður eins þeirra þriggja í Norðfjarð- armálinu sem sitja í gæsluvarðhaldi og Framari af mikilli ástríðu. Hver? Ég er Evrópusinnaður íhaldsmaður og hreinræktaður Framari og fjögurra barna faðir í Vesturbænum. Börnin mín eru Sveinn Alexander 12 ára, Júlíana 9 ára, Sara 7 ára og Lars Óliver 5 ára. Það er ekkert erfitt að vera Framari í Vestur- bænum því Fram var nú stofnað í mið- bænum, þannig að ræturnar liggja þar. Ég nærist dálítið á að hafa aksjón í kringum mig og á til að fara offari en oftast hefur gengið ágætlega að bæta úr því. Ég get verið dálítið fljótfær en í mínu starfi tek ég það hátíðlega og fylgi mínum klíent alla leið. Vegna þess á ég það til að stuða einhvern, en það fylgir bara starfinu. Helmingur starfsins er alls kyns lögmannsstörf en hinn helmingur- inn er í refsirétti. Hvar? Ég er staddur á skrifstofu minni, Lög- fræðistofu Reykjavíkur, Vegmúla 2, þangað sem við fluttum í ársbyrjun 2002. Hvaðan? Ég er fæddur í Reykjavík en ræturnar sem liggja í Jökuldalinn í móðurætt eru mjög sterkar. Þar var ég mikið í sveit og kynntist stórbrotnu fólki og mörgum sérstökum karakterum. Föðurættin mín er svo í Vopnafirði. Hvað? Ég hef náð að sameina fjölskyldumál og áhugamál með því að elta krakkana í fótboltaiðkun. Ég held stíft með Man- chester United og Fram. Fótbolti er áhugamál númer 1, 2 og 3. Hvernig? Það er ónýtt í mér hnéð þannig að ég spila ekki sjálfur en þegar ég flokka fólk byrja ég á að athuga með hvaða fót- boltafélagi það heldur. Stjórnmálaskoð- anir og lífsskoðanir fólks koma mun síð- ar á listanum hjá mér. Hvers vegna? Ef fólk heldur með Fram með sömu ástríðu og ég veit ég að það er gott fólk. Þegar einhver er Framari þarf ég ekki að velta vöngum neitt frekar. Þar fyrir utan á ég góða vini í öðrum félögum. Hvenær? Alltaf. ■ Persónan Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonarkom fyrst út fyrir nærri einni og hálfri öld og hefur allar götur síðan verið Íslendingum óþrjótandi uppspretta skemmtunar og fróð- leiks. Þaðan hafa landsmenn flest- ar þekktustu táknmyndir sínar fyr- ir drauma, vonir, heimsku, hrylling og ógn, hvort sem það eru Bakka- bræður, Djákninn á Myrká, Þor- geirsboli, álfameyjar, huldufólk eða óskasteinar. Árni Böðvarsson og Bjarni Vil- hjálmsson gáfu safnið út í sex bind- um árið 1961 en það hefur verið ófáanlegt um nokkurt skeið þrátt fyrir nokkrar endurprentanir. Edda útgáfa hefur nú staðið að end- urprentun þess í samstarfi við SÍBS, sem gefur mörg þúsund heppnum vinningshöfum í happ- drætti sínu, en safnið verður einnig til sölu á almennum markaði. Endurprentunin var í meira lagi umfangsmikil en prentuð voru 4000 sett af safninu. Í hverju setti eru sex bindi, samtals um 3.485 blaðsíður. Það voru því prentuð 24.000 eintök, um 14 millj- ónir blaðsíðna. Hvert sett vegur 7,6 kíló og endurprentunin vegur því í heild sinni 30 tonn. Þó að inni- haldið geti flokkast sem afþreying og léttmeti vega þjóðsögurnar því þungt bæði í sögulegum og bók- staflegum skilningi. Gengið var í tröllaukna bóka- stæðuna á miðvikudaginn þegar fyrsti vinningshafi SÍBS fékk bækurnar sínar afhentar. ■ Bækur EDDA ÚTGÁFA ■ hefur endurprentað Þjósagnasafns Jóns Árnasonar. Þessi nýja útgáfa vegur rúm 30 tonn. KRISTÍN RUT JÓNSDÓTTIR Fyrsti vinningshafi SÍBS sem fékk Þjóð- sagnasafnið í hendurnar tók við því hjá Hrannari B. Arnarssyni, markaðsstjóra Eddu, og Páli Valssyni, útgáfustjóra Máls og menningar, á miðvikudaginn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Þjóðsögur í tonnatali

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.