Fréttablaðið - 05.03.2004, Page 24
fermingar
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ritstjorn@frettabladid.is – auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is.
Vertu langflottust
á
fermingar-
daginn
3. HÆÐ - KRINGLUNNI
SÍMI 568 6660
Í fermingarfræðslu hjá sr. Bjarna Karlssyni:
Eigum að vera stolt
af að vera við sjálf
Fermingarbörn í Laugarnes-kirkju þetta vorið mættu ásamt
foreldrum sínum í fallega stund í
kirkjunni síðasliðið miðvikudags-
kvöld. Organistinn Árni Heiðar lék
létt á hljóðfærið meðan fólk kom
sér fyrir á bekkjunum. Hvert barn
var hjá sínum foreldrum enda
„skylda að sitja hjá gamla settinu,“
samkvæmt fyrirmælum sóknar-
prestsins sr. Bjarna Karlssonar. Sá
kann greinilega að haga orðum sín-
um þannig að krakkarnir hlusti og
skapa andrúmsloft sem gerir boð-
un og blessun eðlilega og sjálf-
sagða.
Hann byrjar á að lýsa eftir
sjálfboðaliðum til ýmissa starfa á
æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar sem
er um næstu helgi og lætur eyðu-
blöð ganga eftir kirkjunni til að
safna nöfnum og símanúmerum.
Það er nánast komið að loka-
hnykknum í fermingarfræðslunni
hjá sr. Bjarna. Í þessum tíma sýnir
hann börnunum messuklæðin og
útskýrir hvað litirnir í þeim tákna
því allt hefur sína djúpu merkingu.
Hann kemur viðstöddum í skilning
um að skrúði prestsins er ekki til
að skreyta hann heldur til að hylja
og að hvíta skikkjan hans og ferm-
ingarkyrtlarnir er tákn Krists
sjálfs sem hreinsar okkur synduga
menn.
Tvívegis biður sr. Bjarni börn
að bjóða sig fram til að lesa fáein
orð úr hinni helgu bók. Ekki stend-
ur á því. Það er lesið úr Rómverja-
bréfi og Mattheusarguðspjalli.
Börnin fá hrós hjá prestinum og
heilræði fylgir með: „Maður á
alltaf að vera djarfur innan um
fólk og aldrei að biðjast afsökunar
á sjálfum sér. Guð skapaði okkur
og við eigum að vera stolt af að
vera við sjálf“.
Þegar viðstaddir hafa raulað
sálminn Eigi stjörnum ofar kynn-
ir sr. Bjarni altarisgönguna sem
kristnir menn hafa iðkað um aldir
og endurtekin er hvern einasta
sunnudag um allan heim. Er hann
hefur útdeilt sakramentinu þetta
kvöld undir þýðum tónum orgels-
ins lýkur samverunni með bæn.
■
STUNDIN VAR LJÚF
Fremst er fermingardrengurinn Ólafur Birgir Davíðsson
ásamt móður sinni Svölu Ísfeld Ólafsdóttur.
Ó ÞÁ NÁÐ AÐ EIGA JESÚ
Feðgarnir Magnús Már Pétursson og Pétur Bjarni Magnússon á fremsta bekk.
„Legg þú á djúpið þú sem enn ert ungur og æðrast ei þótt straumur lífs sé þungur en set þér snemma
háleitt mark og mið,“ orti Matthías. Orð hans eiga vel við þegar ungmenni um allt land búa sig undir
fermingu og standa þar með á vissum vegamótum bernsku- og unglingsára. Fermingin er falleg athöfn og
dagurinn er einstakur í lífi hvers og eins. Ættingjar og vinir koma saman, fagna og gefa gjafir af góðum
hug. Þetta er dagur fermingarbarnsins.
Veislan var baraskemmtileg stund
með nánustu fjölskyld-
unni minni og lítið
meira um það að
segja. Hún var haldin
í sal og það var kalt
hlaðborð.
Guðrún Edda
Finnbogadóttir
Fermingar-veislan mín