Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2004, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 05.03.2004, Qupperneq 30
30 5. mars 2004 FÖSTUDAGUR Arna Björk Björgvinsdóttir fermist 28.þessa mánaðar og er farin að hlakka til dagsins. Hún segist þurfa að læra trúarjátn- inguna vel áður og skoða ritningargreinar því hún ætli að fara með fallegt orð við altarið. Arna Björk býr í vesturbænum í Reykjavík og segir föðurfólkið sitt alltaf hafa verið í Fríkirkjusöfnuðinum. Fermistí Fríkirkjunni Þau eru um 70 fermingarbörninsem tilheyra Fríkirkjusöfnuð- inum í Reykjavík en þótt sá söfn- uður sé kenndur við höfuðborgina þá er hann í raun dreifður um allt land, að sögn Hjartar Magna Jó- hannssonar safnaðarprests. Hann segir því dálítið erfitt að smala fermingarbörnunum saman reglulega og það sé ekki um viku- lega fundi að ræða, eins og hjá mörgum öðrum. „Um helmingur barnanna kýs líka að fermast með sínum skólafélögum í hverfis- kirkjunni og við gerum enga athugasemd við það,“ segir hann. Hjörtur Magni hefur þann hátt á að halda sérstaka fermingarund- irbúningsviku að haustinu, rétt áður en skólarnir byrja. „Þá ein- beita börnin sér að hinum kristnu fræðum og eftir það hittumst við af og til yfir veturinn og hressum upp á kunnáttuna. Þessi haust- námskeið hafa tíðkast í Fríkirkj- unni í meira en tíu ár og nú eru ýmsir innan þjóðkirkjunnar að taka upp sama sið og láta eins og um algera nýjung sé að ræða,“ segir hann. Fermt er í Fríkirkjunni sjö daga á þessu vori, frá 21. mars til 9. maí, og hafa börnin val milli þeirra daga. Þar sem um litla hópa er að ræða eru allir vinir og vandamenn boðnir hjartanlega velkomnir til athafnanna, öfugt við það sem sums staðar þekkist þar sem þrengsli í kirkjunum setja skorður við þann fjölda sem má fylgja hverju barni fyrir sig. „Við reynum að hafa þetta þægilegar og fallegar athafnir og gefum fermingardeginum það vægi sem honum hæfir,“ segir séra Hjörtur Magni, og tekur fram að hjá Fríkirkjunni tíðkist engir fermingartollar. ■ Tíska fermingarbarna: Blúnda og fínrifflað flauel Fatnaður ferming-arstúlkna þetta árið tekur mið af tísku 7. áratug- a r i n s . Beinsniðn- ir kjólar, Útsniðin pils, einlit, doppótt eða rósótt. Fín- legar blúndur og tjull. Litirnir, hvítur, bleikur, turkisblár og beis, en svartir jakkar, buxur og bolir fljóta með. Fatnaður úr fínriffl- uðu flaueli er vinsæll, bæði á stúlkur og drengi, enda bæði þægilegur og praktískur. Við lit- um inn í tvær verslanir sem sérhæfa sig í fermingarföt- um og vorum svo heppin að hitta þar á stúlkur sem voru einmitt að máta og voru tilbú- nar í fyrirsætustörf. Verslunin Flash á Laugavegi er bara fyrir kvenþjóðina. Hvítir kjól- ar og pils með fínlegum blúndum höfða þar til ferming- arstúlknanna. Einnig pils í pastellitum og golftreyjur við. Í Gallerý Sautján er ferm- ingarlínan lögð fyrir bæði kyn. Hvítar eða svartar leggings- buxur með blúndu um ökklann eru vinsælar með pilsum stúlkn- anna og skórnir eru ým- ist teknir flatir og tá- mjóir eða með hæl og rúnnaðri tá. ■ FRÍKIRKJUPRESTURINN Sr. Hjörtur Magni hvetur sem flesta vini og ættingja fermingarbarnanna til að mæta til athafnarinnar. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur: Gefum deginum það vægi sem honum hæfir Fín í bleiku og hvítu. Kjóllinn er á 7.990 krónur og shiffonskyrtan á 4.990. Fæst í Flash. KÁPA ÚR FÍNRIFFLUÐU FLAUELI Fæst í Sautján og kostar 13.900 krónur. FÍNLEGUR BEISLITUR BLÚNDUKJÓLL Kostar 9.990 krónur í Sautján. BLEIKT DRESS ÚR FLASH Pilsið kostar 4.990 krónur og golftreyjan 3.990. HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR Í FÖTUM ÚR SAUTJÁN Pilsið er á 3.990 krónur, bolur- inn á 2.990 og skórnir 7.990. KJÓLLINN SMELLPASSAR Á SVANHILDI SIF Hann er í Flash og kostar 7.990 krónur..

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.