Fréttablaðið - 05.03.2004, Qupperneq 38
38 5. mars 2004 FÖSTUDAGUR
Fréttiraf fólki
REM
Six o’clock - TV hour. Don’t get caught in
foreign tower. Slash and burn, return, listen to
yourself churn. Lock him in uniform and book
burning, blood letting. Every motive escalate.
Automotive incinerate. Light a candle, light a
motive. Step down, step down. Watch a heel
crush, crush. Uh oh, this means no fear -
cavalier. Renegade and steer clear! A tourna-
ment, a tournament, a tournament of lies. Of-
fer me solutions, offer me alternatives and I
decline.
It’s the end of the world as we know it, and I
feel fine.
- Michael Stipe var ekkert að kippa sér upp við heimsendi í
laginu It’s the End of the World as We Know It af plötunni
Document frá árinu 1987.
Popptextinn
SMS
um nýjustu plöturnar
HEIÐA
Gagnrýnandi Fréttablaðsins kann betur
við hina hugljúfu Heiðu en hina harð-
skeyttu. Gott mál að báðar séu til staðar
á nýju plötunni.
Heiða og heiðingjarnir - Tíu-
fingurupptilguðs
„Niðurstaða: Góð plata en nokkuð
sundurleit. Hugljúfa Heiða er betri en sú
harðskeytta.“
FB
Franz Ferdinand - Franz
Ferdinand
„Það er ástæða fyrir því að menn eins og
ég eru að missa sig yfir þessari plötu,
sannprófið það bara. Í þetta skiptið er
óhætt að trúa „hæpinu“. Kannski engin
tímamótaplata en þó skotheld skífa sem
kemur ykkur örugglega í gott skap.“
BÖS
Botnleðja fer á
virta tónleikahátíð
„Við erum fokking snar-
brjálaðir uppi á sviði“
Hljómsveitin Jarcrew ertveggja ára og kemur frá
Wales. Liðsmenn sveitarinnar
virðast vera tilraunaglaðir og eiga
erfitt með að lýsa tónlist sinni
þegar kemur að skilgreiningum.
Örlítið af hörðu rokki og róli, ör-
lítið af áhrifum frá Kraftwerk og
örlítið af poppi.
Á heimasíðu þeirra er sveitinni
lýst sem ærslafullri tónleikasveit.
Kelson Mathais, sem syngur og
spilar á hljómborð, er lýst sem
geðsjúkum Mick Jagger sem eigi
það til í að fara nánast ofan í and-
lit tónleikagesta. Trommarinn
Rod Thomas er svo sagður eiga
heilan kafla í rokksögunni og að
helsta kúnst hans sé að hoppa úr
trommustólnum upp á herðar
söngvarans í miðjum klíðum.
Stór orð, sem þeim ber þá að
standa undir á tónleikum sínum
með Mínus á Gauknum í kvöld.
„Við erum tilbúnir í það,“ segir
Kelson söngvari. „Við höfum ver-
ið að spila í Bretlandi svo lengi að
okkur þyrstir í að prófa nýja staði.
Það verður gaman að sjá hvernig
Íslendingar taka þessu. Við ætlum
bara að vera fokking snarbrjálað-
ir uppi á sviði eins og við gerum
alltaf og sjá til hvort fólk hafi
gaman af þessu.“
Liðsmenn Jarcrew kynntust
drengjunum í Mínus þegar báðar
sveitir hituðu upp fyrir Million
Dead í tveggja vikna tónleikaferð
um Bretland fyrir síðustu jól.
„Þetta voru mjög vingjarnlegir
strákar og við náðum strax sam-
an sem manneskjur,“ segir Kel-
son um hina umdeildu Mínus-
drengi. „Eftir nokkur kvöld og
nokkra drykki buðu þeir okkur að
koma einhvern tímann til Íslands
að spila. Við sögðum bara já, en
við bjuggust aldrei við því að
neitt yrði úr. Svo fengum við bara
símtal.“
Er tónlist ykkar svipuð þeirra?
“Nei, hún er nú ekki mjög svip-
uð. Þeir eru líka alltaf að breytast.
Ég held þó að báðar sveitir séu
undir svipuðum rokk og ról áhrif-
um. Við erum með svipaðar hug-
myndir varðandi tónlist og stefn-
um á svipaða staði. Það er þó
meira um hljómborð og sömpl hjá
okkur. Við erum meira popp en
þeir eru meira hart rokk. Við
snertum ómeðvitað á fullt af ólík-
um tónlistarstefnum. Við erum
ekki hræddir við að opna dyrnar
fyrir nýjum áhrifum, sama hvað-
an þau koma. Við spilum bara það
sem við fílum og það eru bútar
hér og þar. Það er bókað smá
elektróclash þarna inni. Áhrif frá
Kraftwerk og svoleiðis sveitum,“
segir Kelson að lokum og gerir sig
reiðubúinn til þess að kalla fram
geðsjúka Jaggerinn.
biggi@frettabladid.is
TÓNLIST Góðir hlutir gerast hægt
og nú hefur ljúflingunum í Botn-
leðju verið boðið að taka þátt á All
Tomorrow’s Parties-tónleikahátíð-
inni í Bretlandi. Hátíðin er virt á
meðal tónlistarspekúlanta, sem
hópast þangað árlega til þess að
verða vitni að því ferskasta sem
er að gerast í undirdjúpum tón-
listarinnar.
„Þetta gerðist þannig að 21.
febrúar fáum við tölvupóst frá
hljómsveitinni Shellac,“ útskýrir
Haraldur Freyr Gíslason,
trommuleikari Botnleðju. „Það
var stutt og skýr spurning um
hvort við hefðum áhuga á að spila
á þeirra kvöldi á All Tomorrow’s
Parties-hátíðinni 28. mars. Ég sá
reyndar ekki þennan tölvupóst
fyrr en þeir voru búnir að senda
þrjá pósta. Í síðasta póstinum
voru þeir farnir að spyrja að því
hvort við hefðum ekki áhuga á að
spila fyrst við höfðum ekkert
svarað. Ég sá þetta svo 1. mars og
spurði Heiðar hvaða hátíð þetta
væri. Þá spurði ég hvort það væri
orðið of seint, þeir sögðu nei, og
núna erum við bókaðir.“
Shellac er hljómsveit upptöku-
stjórans Steve Albini, sem hélt
tónleika hér á landi fyrir um
þremur árum. Þá var Botnleðja
ekki á meðal upphitunarsveita og
Halli hefur ekki hugmynd um
hvernig liðsmenn Shellac fréttu
af sveit sinni. „Þeir hljóta að hafa
heyrt plötuna okkar. Þeir velja all-
ar sveitirnar á kvöldið sitt sjálfir,
þannig að þeir hljóta að fíla okk-
ur,“ segir Halli hálf spyrjandi í
lokin.
Góða ferð. ■
BOTNLEÐJA
Nýkomin frá Noregi eftir vel heppnaða tónleikaferð og er nú á leiðinni á All Tomorrow’s
Parties.
Tónlist
JARCREW
■ Breska sveitin Jarcrew kemur fram á
Kerrang!-kvöldi ásamt Mínus á Gauknum í
kvöld.
MÍNUS
Breska hljómsveitin Jarcrew hitar upp fyrir Mínus á Gauknum í kvöld. Piltarnir frá Wales
segjast hafa heyrt af því hversu vel íslenskir tónleikagestir taki á móti ferskum hljóm-
sveitum og hlakka mikið til þess að spreyta sig á sviði hér.
Bandarísku framþróunarpopp-sveitinni N.E.R.D. hefur verið
bætt á dagskrá Hróaskelduhátíð-
arinnar í ár. Fyrir þá sem ekki
vita eru þar innanborðs þeir
Pharrell Williams og Chad Hugo
úr upptökustjórateyminu The
Neptunes. Williams og Hugo hafa
samið flesta slagara Justins
Timberlake og Kelis auk þess að
gefa undir nafni N.E.R.D. út eina
bestu plötu þarsíðasta árs, sem
heitir In Search of...