Fréttablaðið - 14.03.2004, Page 6

Fréttablaðið - 14.03.2004, Page 6
6 14. mars 2004 SUNNUDAGUR ■ Lögreglufréttir Veistusvarið? 1Hvað heitir íslenski tannlæknirinn íNoregi sem beitir gasmeðferð gegn tannskemmdum? 2Hvað heitir nýr umsjónarmaður Ís-lands í bítið á Stöð2? 3Hver er varaformaður Vinstri hreyf-ingarinnar græns framboðs? Svörin eru á bls. 46 Settur landlæknir skilar lokaálitsgerð um barnslát: Verulegt magn af deyfilyfi í barninu LÖGREGLUMÁL „Það er ályktað í álitsgerðinni, að barnið hafi dáið af afleiðingum súrefnisskorts í fæðingu, en súrefnisskorturinn verið afleiðing af toxískum áhrif- um marcains. Því tel ég líklegt að verulegt magn af lyfinu hafi borist yfir í barnið og þá væntan- lega um blóðrás til legs, um fylgju í barnið.“ Svo segir settur landlæknir, Jón Hilmar Alfreðsson, í viðauka við fyrri álitsgerð sína í máli sem risið er vegna andláts barns eftir að það var tekið með bráða- keisaraskurði. Barnið fæddist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í lok september 2003. Móðirin var í fæðingunni sprautuð með deyfi- efninu marcain í legháls. Hjart- sláttur barnsins datt niður, það var flutt á vökudeild Landspítala - háskólasjúkrahúss, þar sem það andaðist skömmu síðar. Lögmaður aðstandenda kallaði eftir frekari útskýringum land- læknis á álitsgerð sem hann hafði áður skilað í málinu. Auk þess sem að framan greinir, kemur fram í álitsgerðinni að ekki sjáist merki þess að inndæling deyfi- lyfsins hafi átt sér stað í höfuð barnsins. Stunguför á höfði þess svari til sprautunála sem barna- læknar á vökudeild noti. Loks segir að aðfinnslur í álits- gerð landlæknis varði tvöfalt magn marcains sem notað hafi verið miðað við verklagsreglu, alls ófullnægjandi lýsing á aðferð við deyfinguna í sjúkraskýrslu og loks töf á framkvæmd keisara- skurðar. Landlæknir taki ákvörð- un um frekari aðgerðir í fram- haldi af þessum aðfinnslum. Þá rannsakar lögreglan í Kefla- vík málið. ■ Þörf á auknu eftirliti við launasamninga lækna Laun lækna á landsbyggðinni hafa hækkað óeðlilega mikið að því er fram kemur í skýrslu ríkis- endurskoðunar. Vaktaálag er talið skýra þetta að hluta en auk þess er talið að auka beri aðhald við gerð launasamninga. HEILBRIGÐISMÁL Þörf er á auknu eftirliti og íhlutun fjármálaráðu- neytisins og heilbrigðisráðuneyt- isins vegna samninga við lækna á landsbyggðinni svo stemma megi stigu við síhækkandi launakostn- að. Þetta kom fram á umræðum á Alþingi í gær vegna skýrslu heil- brigðisráðuneytisins um launa- þróun heilbrigðisstofnana. Að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra leiðir skýrslan í ljós að erfitt hafi reynst að halda launaþróun lækna á landsbyggðinni innan eðlilegra marka. „Laun lækna á landsbyggð- inni verða að skoðast í ljósi þess að til eru staðir þar sem læknar eru á bakvakt allan sólarhring- inn og miðast vaktaálag við það,“ segir Jón. „Æskilegt væri að menn þyrftu ekki að vinna sem einyrkjar enda höfum við verið að vinna að því að sameina heilbrigðisstofnanir með það fyrir augum,“ segir hann. Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bendir á í umræðunum um skýrsluna á Alþingi að ef vinnu- álag vegna langra vakta sé jafn mikið og laun bendi til verði að velta því fyrir sér hvort öryggis- mörkum innan heilbrigðisþjón- ustunnar sé ógnað. Fram kom að laun lækna á landsbyggðinni ná allt að 20 milljónum króna á ári. Að sögn heilbrigðisráðherra fylgist landlæknisembættið grannt með öryggismálum heil- brigðisþjónustunnar og hefur ekki þótt ástæða til þess að ætla að vaktaálag sumra landsbyggð- arlækna ógni öryggi sjúklinga. „Hins vegar hefur það vissu- lega verið nokkrum erfiðleikum bundið að manna sumar stöður en við bindum vonir við að það muni leysast því meiri eftirsókn er í námsstöður í heilsugæslu en nokkurn tímann áður,“ segir Jón. Hann fellst þó á það að auka verði íhlutun fjármálaráðuneyt- isins og heilbrigðisráðuneytisins með launasamningum á lands- byggðinni líkt og Ríkisendur- skoðun bendir á í skýrslunni. „Nauðsynlegt er að efla launaskrifstofu okkar hvað þetta varðar og veita meiri ráðgjöf og aðhald til þeirra sem um samn- ingagerðina sjá á vegum stofn- ananna,“ segir hann. ■ Allir félagsmenn í FBM fá afslátt af námskeiðum í prenti og margmiðlun. IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Skólavörðuholti • 101 Reykjavík Sími 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is F R A M U N D A N Þátttakendur læra helstu grunnþætti forritsins, áhöld, tæki, valmyndir og sniðglugga. N Á M S K E I Ð Tölvuteikning í Freehand Þátttakendur kynnast möguleikum lifandi vefsíðna með hreyfimyndum. FLASH – framhald Kanntu að smíða vef? Viltu læra meira? Hér er farið ítarlega í notkun stílsniða (CSS), ramma og innsláttarforma o.fl. Vefsmíði – framhald Nánari upplýsingar á vefnum: http://namskeid.ir.is og í síma 522 6500 Fullt af skemmtilegum námskeiðum GÚSTA Vandi kjósenda: Víst er ég enn á lífi ST. PÉTURSBORG, AP Rússar sem eru orðnir þreyttir á því að embættis- menn leysi ekki úr vanda þeirra eru farnir að streyma á kosninga- skrifstofur Vladimírs Pútín og fara fram á aðstoð forsetans við margvíslegustu vandamálum. Meðan einn vill að yfirvöld að- stoði hann við að gera við þakið heima hjá sér vill annar að þau staðfesti að hann sé á lífi. Sá varð fyrir því að fyrrum eiginkona hans falsaði gögn þess efnis að hann væri látinn til að eignast heimili þeirra ein. Sjálfur frétti hann ekki af andlátinu fyrr en honum var neitað um vegabréf þar sem hann væri látinn. „Ég er ekki látinn og vil gögn til að sanna það,“ sagði Vadim Ivanov. ■ LANDLÆKNIR Settur landlæknir Jón Hilmar Alfreðsson tekur ákvörðun um frekari aðgerðir í máli sem uppi er vegna andláts barns eftir að það var tekið með bráðakeisaraskurði á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. FÍKNIEFNAEFTIRLIT Á KÁRAHJÚK- UM Lögreglan á Egilsstöðum fór í leiðangur upp á Kárahnjúka á föstudag í leit að hugsanlegum fíkniefnum. Í förinni voru lög- reglumenn ásamt fíkniefnahundi. Hald var lagt á lítilræði af hassi hjá einum Íslendingi á virkjunar- svæðinu. VAKNAÐI VIÐ INNBROT Kona í Keflavík stökkti innbrotsþjófi á flótta snemma í gærmorgun, en hún vaknaði við að maður eða menn komu inn í íbúðina. Lög- reglan fór á staðinn en ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki. NEFBROTINN Í EYJUM Einn maður gisti fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum aðfaranótt laugardags, eftir að hafa ráðist að öðrum manni. Sá sem varð fyrir árásinni er trúlega nefbrotinn. Á 200 KM HRAÐA Lögreglan á Sel- fossi tók ökumann á yfir 200 km hraða í Ölfusi í gærmorgun. Hann var kærður fyrir hraðakstur og sviptur ökuleyfi á staðnum. FRÁ SLYSADEILD Laun lækna á landsbyggðinni hafa hækkað meira en önnur laun og ná nú allt að 20 milljónum króna á ári. Vaktaálag er talið skýra þetta að hluta en einnig er talin þörf á aðhaldi við samningagerð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R MARGRÉT FRÍ- MANNSDÓTTIR JÓN KRISTJÁNSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.