Fréttablaðið - 18.03.2004, Síða 10

Fréttablaðið - 18.03.2004, Síða 10
10 18. mars 2004 FIMMTUDAGUR GRÆNN BANKASTJÓRI För James Wolfensohn, aðalbanka- stjóra Alþjóðabankans, til Slóveníu varð nokkuð eftirminnilegri en búast hefði mátt við í upphafi. Þegar Wolfensohn og Dusan Mramor, fjár- málaráðherra Slóveníu, voru á leið á bókakynningu vatt andstæðingur hnattvæðingar sér að þeim og sletti grænni málningu á þá. Fjármálaráð- herrann varð heldur verr fyrir barðinu á slettunum en báðir voru þeir vel grænir eftir atburðinn. Framtíð vistmanna í Arnarholti: Ráðherrar gagnrýndir ALÞINGI Hörð gagnrýni kom fram á heilbrigðisráðherra og félags- málaráðherra á Alþingi í gær, í kjölfar fyrirspurnar Margrétar Frímannsdóttur alþingismanns um afdrif og framtíðarúrræði fyrir það fólk sem nú dvelst í Arnarholti. Ein af sparnaðar- tillögum Landspítala - háskóla- sjúkrahúss var að loka Arnar- holti og hætta rekstri þar. Mar- grét beindi fyrirspurn sinni til heilbrigðisráðherra. Í umræðunni sagði Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður það „óþolandi“ hvernig haldið væri á þessum málum og gagn- rýndi seinagang við að finna við- unandi úrræði. Hún spurði hvers vegna tveir ráðherrar úr sama flokki gætu ekki sest niður tímanlega og ákveðið hvernig ætti að haga málum, án þess að grípa til að lokunar vistheimila og stofnana, sem alltof oft hefði verið tíðkað í tengslum við gerð fjárlaga. Heilbrigðisráðherra vísaði til starfshóps, sem hann hefði sett á fót til að vinna að lausn á mál- efnum skjólstæðinga í Kópavogi og Arnarholti. Þar sem hópurinn væri enn að störfum kvaðst ráð- herra ekki telja rétt að ræða úr- ræði sem til greina kæmu fyrir vistmenn í Arnarholti. Ljóst væri að leitað yrði allra ráða til að finna bestu mögulegu úrræði fyrir fólkið, þar með talin félagsleg úrræði. ■ Fjárfestingar í fjarskiptum nema 3,5 milljörðum króna Borgarfulltrúar meirihlutans höfðu óbilandi trú á því að fjarskiptafjárfestingar Orkuveitu Reykjavíkur yrðu arðsamar. Þegar málið var rætt í borgarstjórn í júní 1999 var fullyrt að fjárfestingin yrði ekki meiri en 200 milljónir. Hugmyndinni var lýst sem byltingu. Fulltrúar Reykjavíkurlistans full-yrtu margítrekað að fyrirhuguð fjárfesting Orkuveitu Reykjavíkur næmi einungis tvö hundruð milljón- um króna. Þetta kom fram í umræð- um um málið í borgarstjórn Reykja- víkur 3. júní 1999. Þá höfðu þeir uppi háleitar yfirlýsingar um þá byltingu í gagnaflutningum sem nettenging í gegnum rafmagnslínur myndi hafa í för með sér. Fjórum árum síðar hafa 2,3 milljarðar runnið í Línu.Net og samkvæmt upplýsingum hjá Orku- veitu Reykjavíkur nýta sér á bilinu 1.500 til 2000 manns nettengingar í gegnum rafmagnslínur. Allt að 200 milljónum „Málið er stórt vegna þess að það vísar til framtíðar, en málið er ekk- ert óskaplega stórt í tölum talað, því það er verið að tala um að leggja inn hlutafé í fyrirtæki sem er allt að 200 milljónir. Allt að 200 milljónir,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáver- andi borgarstjóri, í umræðunni þann 3. júní 1999. Helgi Hjörvar sá fyrir sér að frumkvæði Reykjavíkurborgar í gagnaflutningum ylli straumhvörf- um. „Við erum einfaldlega að tala um að það er hægt að horfa á hreyfi- myndir á tölvuskjánum og það er hægt að hlaða niður stórum gögnum á örskömmum tíma,“ sagði hann. Nú, tæpum fimm árum síðar, hafa framlög Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur til Línu.Nets numið ríflega 2,3 milljörðum króna, þar af hefur Orkuveitan lagt ríflega 970 milljónir í hlutafé í Línu.Net. Þúsundir notenda Internetsins geta horft á hreyfimyndir og hlaðið niður gögnum á örskömmum tíma með því að nýta sér hefðbundnar símateng- ingur og þurfa ekki að reiða sig á gagnaflutning í gegnum rafmagns- línur til þess. Þrátt fyrir hinn mikla stuðning Orkuveitunnar hefur Línu.Neti ekki enn tekist að skila afgangi af rekstri sínum og er uppsafnað tap félagsins 898 milljónir króna frá árinu 1999. Milljarðar í fjarskiptafyrirtæki Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu á Tetra Ísland, annað fjarskiptafyrirtæki sem Orkuveita Reykjavíkur á stóran hlut í, í miklum rekstrarvanda nú þrátt fyrir að bak- hjarlar þess, Orkuveitan og Lands- virkjun, séu meðal öflugustu fyrir- tækja landsins. Fjárfestingar OR í Tetra Íslandi, sem nema 478 milljón- um króna, eru að fullu tapaðar enda er gert ráð fyrir að allt hlutafé í Tetra Íslandi verði afskrifað. Fjár- festing Orkuveitunnar í undirfélag- inu Rafmagnslínu nema 240 milljón- um en tap á þeim rekstri hefur numið samtals um tuttugu milljón- um á síðasta ári. Á núvirði nema fjárfestingar Orkuveitu Reykjavíkur í Línu.Neti, Tetra Ís- landi og Rafmagnslínu þremur og hálfum milljarði. Bylting boðuð Þegar stofnun Línu.Nets var kynnt í borgarstjórn árið 1999 höfðu helstu hvatamenn að stofnuninni, með Helga Hjörvar í broddi fylking- ar, uppi háleitar yfirlýsingar. Þá var félagið kynnt sem mikilvægur þátt- ur í uppbyggingu innviða Reykjavík- urborgar og sérstök áhersla lögð á þá tækni, sem forsvarsmenn Reykja- víkurlistans veðjuðu á, að nota mætti rafmangstengingar til gagna- flutninga um Internetið. „Hin nýja tækni við að flytja gögn eftir raf- orkulínunum gerir okk- ur kleift að flytja til og frá neytandanum gögn sem nema eitt til tvö þúsund kílóbætum á sekúndu. Það þarf í sjál- fu sér ekki að hafa mörg orð um hvað þessi þróun, hvað þetta stóra stökk, myndi gera, ekki bara fyrir upplýs- ingatækni við iðnaðinn heldur fyrir vinnuumhverfi almennt í borginni og almenning allan. Við erum hér að tala um tækni, sem ef okkur tekst að innleiða hér í Reykjavík, mun marg- falda þann hraða sem Reykvíkingar munu fara á inn í upplýsingaöldina,“ sagði Helgi Hjörvar. Viðvörunarorð minnihlutans Inga Jóna Þórðardóttir, sem þá var oddviti sjálf- stæðismanna í borgar- stjórn, greindi frá því að minnihlutinn hefði lagt til þá breytingu í stjórn veitu- stofnana Reykjavíkur að fram færi útboð og athugun á möguleikum til nýtingu veitukerfa borgarinnar til gagnaflutnings en ekki yrði stofnað fyrirtæki. „Ástæðan fyrir þessari breyting- artillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins við meðferð málsins í stjórn veitustofnana á fyrst og fremst ræt- ur að rekja til þess að þær upplýs- ingar og þau gögn sem fyrir hafa legið í málinu, bæði í stjórn veitu- stofnana svo og í borgarráði, gefa mjög sterklega til kynna og sýna að mínu viti mjög glöggt að ekki eru öll kurl komin til grafar í þessu máli, þ.e.a.s. það hafa ekki verið lögð fram gögn sem sýna fram á það að það sé tæknilega mögulegt að setja á lagg- irnar netþjónustukerfi í gegnum raf- dreifikerfi borgarinnar,“ sagði Inga Jóna. Inga Jóna hafnaði þeim fullyrð- ingum sem fram komu hjá fulltrúum Reykjavíkurlista að einungis væri verið að ræða um tvö hundruð millj- ón króna fjárfestingu og sagði: „Við erum stödd þar sem komið er að ákvörðunartöku í máli sem er í sjálfu sér ekkert smámál. Það er verið að stofna fyrirtæki sem á að hafa í hlutafé 200 milljónir sem á að vera með fjárfestingu upp á mörg hundruð milljónir eða milljarða ef marka má umfang málsins“. Ekki efast um arðsemi Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður Orkuveitu Reykjavíkur, líkti sjálfstæðismönnum við þá bændur sem gerðu hópreið til Reykjavíkur í byrjun tuttugustu aldar til þess að mótmæla tilkomu símans. „Ég ætla nú að vona að það sannist ekki að borgarfulltrúar minnihlutans hér í borgarstjórn séu að efna til nýrrar bændaferðar út af þessu máli,“ sagði Alfreð. Um arðsemi fyrirætlaðra fram- kvæmda við lagningu ljósleiðara í Reykjavík efaðist Helgi Hjörvar ekki. „Viðræður okkar við ýmsa aðila í borginni benda hins vegar ein- dregið til þess að svo sé og að það sé algjörlega einboðið og hafið yfir all- ar spurningar um tækni að það sé rétt að leggja ljósleiðara hér í Reykjavík og það sé hægt að hefjast handa við það tiltölulega mjög fljót- lega, því það sé klárlega arðsamt verkefni,“ sagði hann. Í umræðunum kom skýrt fram sá ásetningur meirihluta borgarstjórn- ar að Línu.Neti yrði breytt í hluta- félag og það selt á almenningsmark- aði. Af því hefur ekki orðið. Þá hefur komið í ljós að yfirlýsingar um að skuldbindingar borgarinnar í félag- inu næmu ekki meira en tvö hundruð milljónum hafa langt í frá ræst, heldur hafa 2,3 milljarðar runnið úr sjóðum Orkuveitu Reykjavíkur yfir í dótturfélagið Línu.Net. thkjart@frettabladid.is Með Avis kemst þú lengra Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald - Gildir til 31. mars 2005. Verð háð breytingu á gengi. Benidorm kr. 1.900,- á dag m.v. A flokk Alicante kr. 1.900,- á dag m.v. A flokk Costa del Sol kr. 2.100,- á dag m.v. A flokk www.avis.is Við gerum betur Spánn AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is Munið Visa afsláttinn Austurland: Flýta upphafi framkvæmda FRAMKVÆMDIR Reyðarál hefur til- kynnt bæjarráði að upphafi fram- kvæmda við álver fyrirtækisins í Reyðarfirði verði flýtt í ljósi niður- staða jarðfræði- og jarðtæknirann- sókna á lóð fyrirtækisins. Stefnt er á að jarðvegsskipti á lóðinni hefjist í júní á þessu ári sem er mun fyrr en upphaflega var gert ráð fyrir, en það orsakast af meiri jarðvegsskipt- um en áætlað var. ■ FENGIST VIÐ SPRENGJU Palestínskir vígamenn útbúa sprengju meðan Ísraelsher hélt inn í bæ í Gaza í gær. Átök á Gazasvæðinu: Fimm féllu GAZA, AP Fimm Palestínumenn lét- ust á Gazasvæðinu í gær, fjórir í flugskeytaárásum Ísraela á flótta- mannabúðir og einn í skotbardaga palestínskra lögreglumanna og vopnaðra vígamanna. Ísraelar gerðu tvær flug- skeytaárásir á flóttamannabúðir. Að sögn palestínskra embættis- manna voru tveir óvopnaðir ung- lingsdrengir og einn vígamaður á meðal þeirra fjögurra sem létust í þeim árásum. Einn óbreyttur borgari lét lífið og sautján særðust í skotbardaga lögreglumanna og vígamanna sem hófst eftir að vopnaðir menn á bíl hlýddu ekki skipun lögregl- unnar um að stöðva bíl sinn. ■ MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR Spurði um vistmenn í Arnarholti. RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR Gagnrýndi ráðherra. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR „Málið er stórt vegna þess að það vísar til framtíðar, en málið er ekkert óskaplega stórt í tölum talað, því það er verið að tala um að leggja inn hlutafé í fyrirtæki sem er allt að 200 milljónir. Allt að 200 milljónir,“ sagði hún 3. júní 1999. INGA JÓNA ÞÓRÐARSDÓTTIR „Við erum stödd þar sem komið er að ákvörðunartöku í máli sem er í sjálfu sér ekkert smámál. Það er verið að stofna fyr- irtæki sem á að hafa í hlutafé 200 milljón- ir sem á að vera með fjárfestingu upp á mörg hundruð milljónir eða milljarða ef marka má umfang málsins,“ sagði hún í borgarstjórn 3. júní 1999. Fréttaskýring ÞÓRLINDUR KJARTANSSON ■ skrifar um átök vegna fjárfestinga Orkuveitu Reykjavíkur í fjarskiptum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.