Fréttablaðið - 18.03.2004, Side 18

Fréttablaðið - 18.03.2004, Side 18
FÉLAGSMÁL Samtals 53 geðfatlaðir einstaklingar sem nú dvelja á geðsviði Landspítala - háskóla- sjúkrahúss þurfa búsetuúrræði utan stofnunarinnar. Þeir hafa lokið sinni meðferð þar og eru til- búnir til að flytja í sambýli eða á áfangaheimili. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Svæðisskrifstofa um málefni fatl- aðra í Reykjavík hefur látið vinna. U m r æ d d a skýrslu unnu tveir hjúkrunarfræð- ingar, sem eru jafnframt for- stöðumenn á sam- býlum fyrir geð- fatlað fólk, svo og fulltrúi frá svæðisskrifstofunni. Þessi hópur sem um ræðir er geðfatlaður, eins og áður sagði, og á þess vegna rétt á þjónustu samkvæmt lögum um málefni fatlaðra. Hluti hans er vistaður í Arnarholti, annar á Kleppi og þriðji hlutinn á geð- deildinni við Hringbraut. Sum- ir þessara einstaklinga hafa sótt formlega um búsetuúr- ræði hjá svæðisskrifstofunni. Samkvæmt skýrslunni eru all- ir þessir einstaklingar taldir geta nýtt sér félagslega bú- setuþjónustu og eiga rétt á að sækja um hana samkvæmt lög- um um málefni fatlaðra. Vist- un þeirra á geðsviði er eitt af þeim dæmum sem nefnd hafa verið um að heilbrigðiskerfið sé að sinna ákveðinni félags- legri þjónustu. Í þeirri miklu umræðu sem nú á sér stað um málefni geðfatlaðra, ekki síst vegna sparnaðaraðgerða Landspítala - háskólasjúkrahúss, eru þau sjónarmið æ sterkari að fólk sem er fært um að búa í fé- lagslegri búsetuþjónustu með þeim stuðningi sem þarf, lifi mun tilgangsríkara lífi og við mun æskilegri aðstæður heldur en sé það vistað á stofnunum. Er mikið horft til sambýlisins á Sléttuvegi, sem þykir hafa gefið mjög góða raun. Í skýrslu svæðisskrifstofunn- ar eru, auk þess að meta fyrir- liggjandi þörf, gerðar tillögur um búsetuúrræði sem æskilegt væri að byggja upp fyrir fólkið. Tillög- urnar henta persónulegum þörf- um hvers einstaklings fyrir sig. Þær hafa verið sendar félags- málaráðuneytinu, en endanlegar útbætur eru í höndum fjárveit- ingavaldsins. jss@frettabladid.is 18 18. mars 2004 FIMMTUDAGUR SKEMMDIRNAR SKOÐAÐAR Bagdad-búar kanna skemmdir á heimili sínu eftir sprengingar á þriðjudag. Einn maður lét lífið og margir særðust í því sem bandarísk hernaðaryfirvöld sögðu vera flugskeytaárás íraskra skæruliða. HEILBRIGÐISMÁL Ný rannsókn bend- ir til þess að halda þurfi kólesteról- magni enn lægra en talið hefur verið til þess að draga úr líkum á hjartasjúkdómum. Gestur Þor- geirsson hjartalæknir segir að þeir sjúklingar sem voru með verulega lágt kólesteról hafi verið í mun minni hættu á æðakölkun. Rannsóknin var samanburðar- rannsókn á tveimur lyfjum og var kynnt fyrir skemmstu. Aðspurður um hvað sé eðlilegt viðmið hvað varðar kólesteról í blóði segir Gestur að það sé erfitt að segja til um og viðmið séu mis- jöfn eftir rannsóknum og löndum. „Það sem skiptir mestu máli er að þeim mun hærra sem það er því meiri er hætta á æðakölkun. Við viljum halda því lágu en það er misjafnt hvað lagt er til sem við- mið,“ segir Gestur. Gestur segir að gjarnan sé talað um „gott“ og „slæmt kólesteról“. „Í þessari rannsókn var verið að bera saman tvö lyf, annars vegar hefðbundna meðferð sem gerir ráð fyrir að ástand kólesterólsins sé í lagi ef gildi slæma kólesterólsins er 3 en niðurstaða rannsóknarinn- ar bendir til þess að kröftugri lækkun þess, þannig að það verði allt að helmingi lægra, bæti horfur sjúklinga verulega,“ segir Gestur. Hann segir reykingar og neyslu matar með harðri fitu beri að forð- ast til að halda kólesterólmagninu lágu. ■ Tugir geðfatlaðra bíða búsetuúrræða Rúmlega 50 geðfatlaðir einstaklingar sem dvelja nú á stofnunum geð- sviðs á Landspítala eru færir um að flytja í félagslegt húsnæði. Þeir hafa lokið meðferð og lifðu betra lífi ef búsetuúrræði væru fyrir hendi. Tony Blair: Skýtur á Zapatero LONDON, AP „Það væri ótrúlegur barnaskapur að halda að uppgjöf í Írak myndi draga úr hættu á hryðjuverkum,“ sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í breska þinginu í gær. Orð Blair eru talin lítt dulbúin gagnrýni á Jose Luis Rodriguez Zapatero, leiðtoga Sósíalista og verðandi forsætisráðherra Spán- ar, sem hefur lýst því yfir að spænskir hermenn verði kallaðir heim taki Sameinuðu þjóðirnar ekki við yfirstjórn friðargæslu í Írak. Blair þakkaði Leszek Miller, forsætisráðherra Póllands, fyrir staðfestu í baráttunni gegn hryðjuverkum. Zapatero hefur sagt að innrás- in í Írak hafi verið byggð á lygum; ummæli sem fóru að sögn mjög fyrir brjóstið á Blair og nánum samstarfsmönnum hans. ■ Dæmdur úr framboði: Framboðið bara til ama MANILA, AP Lítt þekktur fram- bjóðandi sem lofaði að gera hvern einasta Filippseying að milljónamæringi hefur verið útilokaður frá þátttöku í for- setakosningunum sem fara fram í maí. Yfirkjörstjórn segir að Eddie Gil hafi hvorki þá fjár- muni né skipulögðu kosninga- baráttu sem þarf til að sækjast eftir kosningu. Framboð hans sé til þess eins fallið að vera til ama þar sem það geri grín að kosningunni. Gil segir eigur sínar nema um 1.400 milljörðum króna en var nýlega ákærður fyrir að gefa út innistæðulausar ávísan- ir. Í þingkosningum 2001 fékk hann fæst atkvæði allra fram- bjóðenda. ■ GEÐDEILD LSH Samtals 53 einstaklingar á geðsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss ættu að búa í félags- legri búsetu samkvæmt nýrri skýrslu Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík. ■ Í skýrslu svæð- isskrifstofunnar eru, auk þess að meta fyrir- liggjandi þörf, gerðar tillögur um búsetuúr- ræði sem æski- legt væri að byggja upp fyrir fólkið. SPÁNVERJAR Í ÍRAK Blair kann Zapatero litlar þakkir fyrir að kalla spænska hermenn heim frá Írak. GESTUR ÞORGEIRSSON Segir reykingar og neyslu harðrar fitu mestu áhættuþætti um hækkun kólesteróls. Nýjar rannsóknir á kólesteróli: Kólesteról þarf að vera enn lægra en talið var Skýrslubeiðnir á Alþingi: Tíu skýrslur á áratug ALÞINGI Þingmenn hafa tíu sinn- um beðið forsætisráðherra um skýrslur frá Alþingi frá árinu 1995. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar, Sjálfstæðisflokki. Skýrslurnar hafa lotið að einkavæðingu, aðbúnaði og kjörum öryrkja og eldri borg- ara, aðstöðumun kynslóða, þró- un launa og lífskjara, fátækt og fíkniefnum. Forsætisráðherra segir í svari sínu, ekki unnt að svara til um kostnað vegna skýrslu- beiðna. Ekki liggi fyrir hversu mörg ársverk eða mannmánuðir hafa farið í skýrslugerð. Þá hafi kostnaði við prentun þessara skýrslna ekki verið haldið sér- staklega til haga í bókhaldi. ■ FJÓRIR SKOTNIR TIL BANA Fjórir létu lífið, tveir Írakar og tveir Þjóðverjar, í skotárás suður af Bagdad. Tveir íraskir lögreglu- menn til viðbótar særðust í skotárásinni. Þjóðverjarnir unnu við þróunarstörf í Írak en heima- mennirnir voru lögreglumaður og bílstjóri. ILLA UNDIRBÚNIR Breskir her- menn voru ekki nægilega vel undirbúnir fyrir veru sína í Írak eftir stríð og það kostaði þá vel- vilja meðal íraskra borgara segir í skýrslu breskrar þingnefndar. Þar segir að herförin hafi að mestu gengið mjög vel en slæm skipulagning og tækjaskortur hafi haft neikvæð áhrif. ■ Írak Fáskrúðsfjörður: Vill samein- ast Fjarða- byggð SVEITARFÉLÖG Hreppsnefnd Fá- skrúðsfjarðarhrepps hefur óskað eftir viðræðum við bæjarstjórn Fjarðabyggðar um mögulega sam- einingu við Fjarðabyggð. Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að fulltrúar sveitarfélagsins í sam- starfsnefnd Austurbyggðar og Fjarðabyggðar ræði við hrepps- nefnd Fáskrúðsfjarðarhrepps. Mörk sveitarfélaganna liggja sam- an um fjallgarðinn sem liggur milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Íbúar Fáskrúðsfjarðarhrepps voru 1. desember 2003, 55 en íbúar Fjarðabyggðar 3.110. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.