Fréttablaðið - 18.03.2004, Page 29
FIMMTUDAGUR 18. mars 2004
Támjóir, kvenlegir skór erukomnir til að vera. Skór með
rúnaðri tá eru þó að ryðja sér til
rúms, en mjó tá heldur velli og
virðist orðin sígild í skótísku kven-
na. Skókaupmenn hér heima kepp-
ast nú við að kaupa inn haust- og
vetrartískuna 2004–2005 eftir
fyrirmælum tískuhönnuða og
skóspámanna ytra, og hafa lín-
urnar verið lagðar í
þeim efnum: támjóir
skór eru enn ráð-
andi í kven-
tísku, jafnt sem skór með rúnaðri
tá. Þess má svo geta að allir litir
verða áfram hæstmóðins; bæði í
fata- og skóvali, þótt pastellitir séu
áberandi á sumri komanda. ■
Það er ekkert vafamál að uppá-halds flíkin er gallajakkinn
minn. Þar sem hefur vorað
allsvakalega undanfarið tók ég til
bragðs að taka fram gallajakkann
sem ég legg annars til hliðar yfir
köldustu mánuðina,“ segir Unnur
Ösp Stefánsdóttir leikkona, sem nú
leikur lausláta alnöfnu sína í hinu
ögrandi leikverki „Fimm stelp-
ur.com“ sem sýnt er í Austurbæ við
glimrandi undirtektir. „Það er
alltaf gaman í gallajakkanum því
hann boðar skemmtilega hluti. Í
raun er hann táknmynd grill-
veislna, hvítvínsdrykkju og sumar-
langra daga,“ segir Unnur Ösp sem
álítur gallajakkann hina fullkomnu
klassík. „Ég keypti hann fyrir
tveimur árum á götumarkaði í
Flórens eftir áralanga leit að rétta
jakkanum. Hann er hversdagsleg-
ur en töff, aðsniðinn og þröngur,
ljós og skemmtilega sjúskaður en
heillegur samt. Þetta er svona
„second hand“ fílingur og ég verð
að viðurkenna að gallajakkinn er
mér afar hjartfólginn.“
Unnur Ösp segist áður hafa átt
gallajakka sem seinna meir týnd-
ist. „Þann gallajakka keypti ég á
sínum tíma í Spútnik. Þetta var á
unglingsárunum og í þá daga
gengu svo flottar flíkur á milli okk-
ar vinkvennanna sem skörtuðu
þeim við hin ýmsu tilefni. Því mið-
ur glataðist hann á endanum og því
má segja að ég hafi síðan leitað að
sama jakkanum.“
thordis@frettabladid.is
Siirí Grampner hefur undanfar-ið fengist við að búa til hár-
bönd úr fiskroði í öllum regnbog-
ans litum. „Þetta er hlýtt og þægi-
legt í íslenska rokinu,“ segir
Siirí, sem er þýskur hönn-
uður og klæðskeri
s e m
hefur búið hér á landi í nokkur ár.
„Mér finnst mjög skemmtilegt að
vinna úr íslensku hráefni, hef
meðal annars gert hringi úr
þæfðri ull,“ segir Siirí
sem selt hefur þá með-
al annars í þjónustu-
miðstöðinni við
Geysi. Hárböndin
fást enn sem komið
er bara heima hjá
Siirí, sem hægt er
að ná sambandi
við í síma 868
3854, og vonandi
víðar innan tíðar.
■
Fó
ta
að
ger
ða- nud
d- og snyrtistofa
F örðunar- og naglag
all
e r
i
V O R T I L B O Ð
SU-DO BRÚNKUMEÐFERÐ
Fallegur brúnn húðlitur
næst á 4-5 klst.
Hættulaust fyrir húðina
KYNNINGARTILBOÐ
TIL 15 APRIL.
Abaco Akureyri,
sími 462 3200
Heilsudrekinn
Ármúla,
sími 553 8282
Lancome snyrtimiðstöð,
Kringlan 7
sími 588 1990
Laugar Spa,
sími 553 0000
Lipurtá Hafnarfirði,
sími 565-3331
Snyrtihofið
Vestmannaeyjum,
sími 695 3242
Snyrtistofan Brá
Egilsstöðum,
sími 471 2012
Snyrtistofan Cara,
sími 554 7887
Snyrtistofan
Greifynjan, Árbæ
sími 587 9310
SMÁRALIND
Sími 517 7007
KAUPHLAUP
25% afsláttur
www.changeofscandinavia.com
BRJÓSTAHALDARI
áður kr. 2.790 - nú kr. 2.092
G-STRENGUR
áður kr. 1.490 - nú kr. 1.117
BRJÓSTAHALDARI
áður kr. 3.990 - nú kr. 2.992
NÆRBUXUR
áður kr. 2.190 - nú kr. 1.642
NÁTTFÖT
áður kr. 5.990 - nú kr. 4.492
NÁTTKJÓLL
áður kr. 3.990 - nú kr. 2.992
KOMDU OG UPPLIFÐU!
Full búð af nýjum vörum
FreeWalker Sport
Herra 21104
Twist Eucalyptus
Dömu 93427
KAUPHLAUP Það ætti að vera
auðvelt að gera góð kaup í
Smáralind um helgina. Þá er svo-
kallað kauphlaup, sem reyndar
hefst í dag. Það þýðir að nýjar
vörur eru á tilboðum og svo er
hægt að gera góð kaup á Áhlaupi
þar sem valdar vörur eru seldar
með 50% afslætti í 15 mínútur
þann daginn.
■ Í búðum
TÁMJÓIR SKÓR ERU SÍGILDIR
Kvenlegir, með mjórri tá frá GS Skóm.
Sígilt skóval heimsdama um allan heim.
Támjóir skór:
Komnir til að vera
UNNUR ÖSP STEFÁNS-
DÓTTIR LEIKKONA
„Gallajakkinn er táknmynd
grillveislna, hvítvínsdrykkju
og sumarlangra daga.“
Uppáhaldsflík Unnar Aspar
Stefánsdóttur, leikkonu:
„Alltaf gaman
þegar ég fer í
gallajakkann“
leikkonu:
SÍÍRÍ GRAMPNER
Elskar íslenskt hráefni.
Hárbönd úr fiskiroði:
Í öllum litum