Fréttablaðið - 18.03.2004, Page 40

Fréttablaðið - 18.03.2004, Page 40
18. mars 2004 FIMMTUDAGUR                                                !       "       #       #   $                     %            "       &           #     $      $  $ $    $      '   $(      & &  &              )' $                 *    +      *      $           '  $     ' $ "        ,            $ $        # "  # "" *                 '      "       '$      %$      ./& &       #     &   1  .     &          ' &                                                        !          "              !     # $      %        &'     (           )    !   !   ! # !             $      *              !         %#    )'      !  +   !  %         ,     %# !   -                                 Tiger Woods getur orð-ið fyrsti kylfingurinn í sögu PGA-mótaraðar- innar til að vinna sama mótið fimm ár í röð þegar hann keppir á Bay Hill-mótinu sem hefst á Flórída í dag. Woods, sem er efstur á heims- listanum, vann mótið með ellefu högga mun í fyrra þrátt fyrir að þjást af magakveisu. Er það stærsti sigurinn í sögu mótsins. Frá því sigurganga Woods hófst á Bay Hill er hann samanlagt á 65 höggum undir pari og hefur unnið mótið með samanlagt 20 högga mun. Aðeins fjórum kylf- ingum fyrir utan Tiger hefur tekist að vinna sama PGA-mót fjögur ár í röð. Þeir eru: Walter Hagen, Gene Sarazen, Young Tom Morris og Laura Davies. ■ ■ Tala dagsins 5 Michael Owen tjáir sig um slaka frammistöðu sína: Óskaði þess að leiktíðin væri búin FÓTBOLTI Michael Owen, framherji Liverpool, segir að frammistaða hans að undanförnu sé ein sú lélegasta á ferlinum. Owen hefur misnotað tvær mikilvægar víta- spyrnur í undanförnum leikjum, annars vegar í tapleik í bikarnum gegn Portsmouth og hins vegar þegar lið tapaði gegn Sout- hampton í úrvalsdeildinni. „Ég var í mikilli lægð gegn Portsmouth. Knattspyrnustjórinn var undir miklum þrýstingi og ég klúðraði vítaspyrnunni þegar við töpuðum leiknum,“ sagði Owen. „Mér hefur sjaldan liðið jafn illa og þennan dag. Ég óskaði þess bara að leiktíðin væri búin. Ég man að ég hugsaði: „Ég vildi óska að við gætum fengið fjórða sætið í hendurnar og hætt núna“. Owen segist hafa æft víta- spyrnur alla vikuna ásamt félög- um sínum í Liverpool fyrir leik- inn, enda um bikarleik að ræða sem hefði getað endað með víta- spyrnukeppni. „Við skulum segja að ég hafi verið of hátt uppi. Alla vikuna hélt ég að ég gæti ekki klúðrað vítaspyrnu. Síðan þegar leikurinn byrjaði klúðraði ég þeirri fyrstu af síðustu hundrað. Maður hugsar „hvernig gat þetta gerst?“ Owen segist stefna á góðan ár- angur í Evrópukeppni félagsliða og sæti í Meistaradeild Evrópu með Liverpool. Enn sé því að ein- hverju að keppa öfugt við mörg önnur lið. Hann segist vera hel- tekinn af því að spila með Liver- pool og skora mörk. „Ég elska að gera það sem ég geri. Að skora mörk er yndislegasta tilfinning í heimi. Ég spila ekki fótbolta af því að ég verði að skora mörk. Ég spila vegna þess að ég elska það.“ ■ ÍSHOKKÍ Ísland leikur sinn annan leik á heimsmeistaramóti 3. deild- ar í íshokkí í kvöld þegar liðið mætir Armeníu. Ísland vann Tyrkland 7-5 í fyrsta leik sínum á mótinu í fyrrakvöld. Íslendingar höfðu yfirhöndina framan af og komust í 5-2. Tyrkir náðu að minnka muninn undir lok- inn en íslenska liðið var sterkara á endasprettinum og tryggði sér mikilvægan sigur. Jónas Breki Magnússon var markahæstur Ís- lands með þrjú mörk og þeir Ingv- ar Jónsson, Sigurður Sigurðsson, Jón Gíslason og Arnþór Bjarna- son skoruðu eitt mark hver. ■ MICHAEL OWEN Í baráttu við Jason Dodd í leik Liverpool og Southampton um síðustu helgi. Southampton vann leikinn 2-0. AP -M YN D MARKI FAGNAÐ Íslenska landsliðið fagnar einu af sjö mörkum sínum gegn Tyrkjum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Heimsmeistaramótið í íshokkí: Mætum Armenum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.