Fréttablaðið - 18.03.2004, Síða 46
Hrósið 46 18. mars 2004 FIMMTUDAGUR
... fær Þorsteinn Már Baldvinsson
fyrir seiglu sína og ákveðni við að
losa Baldvin Þorsteinsson EA úr
söndum Skarðsfjöru.
Fréttiraf fólki
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Ísólfur Gylfi Pálmason.
Kristján Vilhelmsson.
Guðný Gerður Gunnarsdóttir.
Lárétt: 1 ræð við, 5 gufu, 6 spurn, 7 félag,
8 ambátt, 9 festa, 10 líta, 12 belta, 13
hestur, 15 hljóm, 16 þvaður, 18 samsuða.
Lóðrétt: 1 samgöngubætur, 2 málm, 3 í
röð, 4 erfiðleikar, 6 sagt í síma, 8 leiðtogi
sem var, 11 stúlkunafn, 14 nokkur, 17 átt.
Lausn:
Lárétt:1veld,5eim,6ha,7gr, 8man,9
hald,10gá,12óla,13ess,15óm,16
raus,18mall.
Lóðrétt: 1vegagerð,2eir, 3lm,4vanda-
mál,6halló,8maó,11ása,14sum,17
sa.
Því fylgir ábyrgð að tjá sig nafnlaust
Guðmundur Jón Sigurðsson hef-ur kært spjallvefinn malefn-
in.com til Persónuverndar fyrir að
birta um hann persónuupplýsingar;
nafn, heimilisfang og kennitölu.
„Það birtist lesendabréf í DV þar
sem fjallað var um nafnleysingja á
spjallvefnum. Einhver sem kallar
sig Guðmund góða setur svo inn á
vefinn nöfn og persónuupplýsingar
okkar þriggja sem heita sama nafni
og bréfahöfundur og sagðist hafa
hringt í þá alla. Það hefur enginn
hringt í mig vegna þessa bréfs og
því mótmælti ég. Þess vegna kæri
ég mig ekki um að það sé verið að
flagga mínu nafni, kennitölu og öllu
saman. Ég bað Guðmund og vef-
stjórann um að biðjast afsökunar á
þessu en vefstjórinn sagði bara
„hvað með það“. Ég leitaði því til
Persónuverndar og eftir því sem ég
best veit ætla þeir að ganga í það
mál. Það gilda reglur um notkun á
þessum upplýsingum.
Á vef Hagstofunnar
er tekið fram að upp-
lýsingar séu eign
Hagstofunnar og
það er einnig fjallað
um þetta á vef per-
sónuverndar.“
Guðmundur segist
geta fallist á að til séu
spjallvefir þar sem
menn spjalla
undir dul-
nefni. „En
þá þurfa
menn að
vera málefnalegir. Því fylgir ábyrgð
að tjá sig nafnlaust og hýenur geta
ekki tjáð sig út í eitt.“
Stefán Helgi Kristinsson, vef-
stjóri spjallvefsins, efast um að
þetta verði prófmál hjá Persónu-
vernd þar sem ummælin séu ekki
ærumeiðandi. „Nafn hans var kom-
ið fram í DV og hver sem er gat far-
ið í þjóðskrá og flett honum upp.“
Annars vill Stefán ekki gera mik-
ið úr þessu máli og segir það al-
gjört smámál. Hins vegar segir
hann ærumeiðandi talsmáta ekki
liðinn á spjallsvæðinu. ■
Pondus
Fáðu þér
síðustu
kökusneiðina,
Selma mín!
Æ, ég veit
það ekki!
Ég hef nú
ekki gott
af því!
Það er engin lygi!
Svona mik-
ið havarí út
af einni
köku!
Ekki bara
köku...
kremköku!
Netið
MALEFNIN.COM
■ spjallsvæðið hefur verið kært til
Persónuverndar vegna birtingar á
persónuupplýsingum.
GUÐMUNDUR JÓN SIGURÐSSON
Hefur kært spjallvefinn malefn-
in.com til Persónuverndar eftir
að nafn hans, kennitala og
heimilisfang voru birt á vefn-
um. Vefstjórinn segir þetta
smámál.
HÁÞRÝSTI
ÞVOTTATÆKI
Verð frá kr.
8.900,-
barnið Magnus Carlsen, sem er að-
eins 13 ára, mættir til leiks. Skák-
áhugamenn hafa hnotið um þá und-
arlegu staðreynd að hin-
um öfluga Íslandsvini
Ivan Sokolov var ekki
boðið að taka þátt í
mótinu en hann er sá
erlendur stórmeistari
sem sýnt hefur Íslandi
hvað mestan áhuga
og hefur kom-
ið hingað til
að tefla oft-
ar en marg-
ir hafa tölu á. Þá hefur Sokolov tek-
ið virkan þátt í barnastarfi Hróks-
ins og hefur heimsótt fjölda grunn-
skóla til þess að boða fagnaðar-
erindi skákarinnar. Engum skák-
áhugamanni dylst að Sokolov á
fullt erindi á mótið auk þess sem
Stefán Baldursson, forseti Skák-
sambands Íslands, mun hafa tjáð
Sokolov það í hófi sem haldið var
til heiðurs Friðriki Ólafssyni og
Bent Larsen á Bessastöðum í fyrra
að honum yrði boðið að vera með.
Þess má einnig geta að Kasparovog Sokolov þekkjast ágætlega
og þannig varð hann í fjórða sæti í
Wijk aan Zee, árið 1999, á eftir þrí-
stirninu Kasparov, Anand og
Kramnik, og var þá eini keppand-
inn sem lagði Kasparov. Þá urðu
þeir Sokolov og Kasparov Evrópu-
meistarar saman þegar þeir tefldu
fyrir skákklúbbinn Bosna Sarajevo
árið 1994. Eina skýringin sem skák-
spekingum dettur í hug á fjarveru
Sokolov nú sé að helstu driffjöður
Reykjavik Rapid Helga Ólafssyni,
stórmeistara, sé í nöp við Ívan
grimma. Annar liðtækur Hróks-
maður, unglingastjarnan Luke
McShane er einnig fjarri góðu
gamni en hann býr á Bretlandi og
hefði verið skotaskuld að skreppa
til Reykjavíkur enda tíður gestur
hér og tefldi meðal annars fyrir
Hrókinn á nýafstöðnu Íslands-
meistaramóti skákfélaga.
Reykjavík Rapid 2004 hraðskák-mótið hófst með pompi og
prakt í gær. Mótið hefur ekki síst
vakið athygli fyrir þær sakir að
þar takast meðal annarra á skák-
stjörnurnar Anatolí Karpov, Gary
Kasparov og Nigel Short. Alls láta
16 stórmeistarar til sín taka á mót-
inu en auk þekktustu skákmanna
Íslands eru Emil Stutovsky, Peter
Heine Nielsen og norska undra-
Árið 1996 gaf ég út bókinaSautján salernissögur þar sem
ég safnaði saman stuttum sögum og
ljóðum sem hentuðu vel til lesturs á
salerninu,“ segir Ingimar Oddsson,
tónlistarmaður með meiru, sem brá
illilega þegar hann sá þessa gömlu
hugmynd sína skjóta upp kollinum í
frétt af fyrirhugaðri útgáfu Vöku-
Helgafells á Náðhúsinu. Bók sem
inniheldur gagnslausan fróðleik
sem hentar vel til hugvekju á kló-
settinu.
„Það sem mér sárnar við þetta er
að ég er búinn að ganga frá Salern-
issögum II, fyrir lengra komna. Ég
fór með handritið til Eddu útgáfu til
þess að reyna að fá þá til að gefa
hana út en áhuginn var enginn. Svo
sé ég það núna að Náðhúsið er að
koma út hjá fyrirtækinu.“
Ingimar segir að hugmyndin
með framhaldinu fyrir lengra
komna sé sú að eftir því sem aldur-
inn færist yfir geti salernisferðirn-
ar dregist á langinn. „Það á auðvitað
enginn einkarétt á því að gefa út
salernissögur og innihald bókanna
er ekki það sama en það er grunn-
hugmyndin sem selur og þarna
finnst mér risinn vera að taka frá
litla manninum,“ segir Ingimar og
óttast það mest að Náðhúsið verði
selt með hanka. „Ég hafði gat á Sal-
ernissögum og spotta í gegn svo
hægt væri að hengja hana hjá kló-
settrúllunni. Ef Náhúsið verður gef-
ið út með slíkum útbúnaði er búið að
taka alla hugmyndina.“
Ingimar hafði samband við Eddu
útgáfu og fékk þau svör að Náðhús-
ið byggði á danskri fyrirmynd og
forlagið hefði öll leyfi í lagi. „Mér
finnst formáli gömlu bókarinnar
minnar ansi keimlíkur því sem ég
hef séð birt úr Náðhúsinu og gremst
að þessi góða hugmynd skuli hafa
verið tekinn án nokkurs samráðs
við mig.“
Sigurður Svavarsson, útgáfu-
stjóri Eddu, segist aldrei hafa séð
hvorki Salernissögur né handritið
að Salernissögum II. Hann staðfest-
ir hins vegar að Náðhúsið sé gerð
eftir danskri fyrirmynd og fullyrðir
að ekki standi til að gefa Náðhúsið
út með klósettrúlluhanka.
Ingimar ætlar að halda ótrauður
áfram og stefnir að því að gefa
Salernissögur II út um fyrir jólin.
Sú bók verður áreiðanlega með upp-
hengibúnaði og öllu lengri sögum en
fyrri bókin. ■
Bækur
INGIMAR ODDSSON
■ er höfundur bókarinnar Sautján
salernissögur. Hann gerir sér grein fyrir
því að það hefur enginn einkarétt á því
að gefa út klósettsögur en gremst þó að
sjá markaðshugmynd sína verða að
veruleika í bókinni Náðhúsið.
1
5 6
7 8
13 14
16 17
15
18
2 3
11
9
1210
4
INGIMAR ODDSSON
Gaf bókina Sautján salernissögur út árið
1996 og fór með framhaldið Salernis-
sögur II til Eddu útgáfu og óttast að þar
á bæ hafi menn stolið markaðs-
hugmynd sinni með bókinni Náðhúsið.
Svekktur höfundur salernissagna