Fréttablaðið - 06.04.2004, Side 1

Fréttablaðið - 06.04.2004, Side 1
● sem lifnar við á borginni Magnús Eiríksson: ▲ SÍÐA 26 Blúskompaníið er hugtak ● syngur um frelsi Soname Yangchen: ▲ SÍÐA 30 Flóttakona frá Tíbet ● 52 ára í dag Bogi Ágústsson: ▲ SÍÐA 18 Hætti að spá þegar Múrinn hrundi FJÁRDRÁTTUR Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur gefið út ákæru á hendur fimm manns fyrir þátttöku í Landssímamálinu svo- kallaða. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalgjaldkeri Landssímans, sveik 261 milljón króna út út fyrir- tækinu á árunum 1999 til 2003 en játaði sök fljótlega eftir að rann- sókn hófst í maí í fyrra. Brot hans varðar allt að sex ára fangelsi. Þrír eru ákærðir fyrir yfir- hylmingu og að hafa tekið við fjár- munum, þeir Kristján Ragnar Kristjánsson, Árni Þór Vigfússon og Ragnar Orri Benediktsson. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins neita þeir sök. Fimmti ákærði er kona sem sökuð er um peningaþvætti og er sögð hafa tekið móti tveimur tékkum. Brot fjórmenninganna varða tveggja til fjögurra ára fangelsi. Kristján Ragnar er bróðir Sveinbjörns og Ragnar Orri bróðursonur hans. Athafnamennirnir Kristján Ragnar og Árni Þór eru grunaðir um að hafa tekið á móti 130 millj- ónum króna frá Sveinbirni í gegn- um fyrirtæki sitt, Alvöru lífsins, en peningana notuðu þeir í rekst- ur Skjás eins. Kröfur Símans á hendur Ragnari Orra Benediktssyni nema um 32 milljónum króna. Þá hefur Síminn einnig gefið út endurkröf- ur á Sveinbjörn, Kristján Ragnar og Árna Þór. Upphæð krafnanna fékkst ekki staðfest. Ekki náðist í hina ákærðu. Ákærurnar á hendur fimmmenn- ingunum verða þingfestar 14. apríl. sda@frettabladid.is Sjá nánar síðu 6 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 ÞRIÐJUDAGUR TEXTAR KINN VIÐ KINN Dr. Mar- grét Jónsdóttir heldur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í stofu 103 í Lögbergi klukkan 12.15 í dag. Fyrir- lesturinn nefnist „Textar kinn við kinn“ og fjallar um tvímálaútgáfu af Yermu eftir Federico García Lorca, sem brátt kemur út. Þýðingin er samvinna Margrétar Jóns- dóttur og Karls Guðmundssonar. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HÆGLÆTISVEÐUR í höfuðborginni og þar mun sólin sýna sig a.m.k. fyrri hluta dags. Svalt í veðri og víða frost síst sunnan til. Hlýnar á morgun. Sjá síðu 6. 6. apríl 2004 – 96. tölublað – 4. árgangur ● matur ● heilsa o.fl Vill einfaldan ítalskan mat Gísli Marteinn: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS MUNAÐI 100 MILLJÓNUM Útgerð- armenn Ýmis BA-32 lækkuðu skiptaverð áhafnar sinnar um 92 milljónir króna sam- kvæmt rannsókn Verðlagsstofu skiptaverðs. Gert í fullri sátt við áhöfnina segir annar eigendanna. Sjá síðu 2 MARGRA ÁRA SEINKUN Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir að stofnum ríkis Palestínumanna gæti seinkað um mörg ár. Yfirlýsing hans kemur í kjölfar þess að ísraelski herinn hygst draga hersveitir sínar frá Gaza og landnemabyggðum á Vesturbakkanum. Sjá síðu 2 VOPNAÐ RÁN Í NOREGI Norskur lög- reglumaður var skotinn til bana í þaulskipu- lögðu bankaráni í Stavanger í Noregi í gær. Allt tiltækt lögreglulið á svæðinu leitar ræn- ingjanna sem allir komust undan. Sjá síðu 4 BREYTINGA ÞÖRF Jafnvel þótt menn viðurkenni brot á skilyrðum um reynslu- lausn er ekki hægt að setja þá aftur í fang- elsi. Forstjóri Fangelsismálastofnunar og lagaprófessor í Háskóla Íslands telja að breyta þurfi lögunum. Sjá síðu 8 Fimm ákærðir í Landssímamálinu Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalgjaldkeri Landssímans, ákærður fyrir 261 milljón króna fjárdrátt á árunum 1999–2003. Kristján Ragnar Kristjánsson, Árni Þór Vigfússon og Ragnar Orri Benediktsson ákærðir fyrir að taka við fé og yfirhylmingu. Fimmti ákærði er kona sökuð um peningaþvætti. Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 Líkamsárás: Erfið æska fórnarlambs LÍKAMSÁRÁS Í viðtali við Frétta- blaðið segir móðir pilts, sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás á laugardaginn, frá erfiðum upp- vexti sonar síns. Drengurinn er sonur Valgeirs Víðissonar sem hvarf sporlaust fyrir tíu árum síð- un. Sá atburður hefur haft djúp- stæð áhrif á hann. Móðir drengsins segir telur að sonur sinn hafi haft fá úrræði og í raun verið utangarðsbarn í sam- félaginu. Hún gagnrýnir harðlega aðferðir barna- og unglinga- geðdeildarinnar við Dalbraut. Sjá nánar síðu 10 MALLAÐ Í VORBLÍÐUNNI Lóan er komin og ýmislegt fleira gefur til kynna að vorið sé á næsta leiti. Þær vinkonur Sara og Dagbjört notuðu blíðuna í borginni í gær til matseldar að hætti hússins. Ósagt skal látið hvernig bragðaðist. KJARAVIÐRÆÐUR „Það má segja að þetta taki lengri tíma en áætlað var. Það eru komnar útlínur en allur samanburður er bæði flók- inn og tímafrekur,“ sagði Hall- dór Björnsson, formaður Starfs- greinasambandsins, um kjara- viðræður við ríkið. Samninganefndir sátu enn á fundi í karphúsinu þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld og höfðu setið frá því í gærmorgun. Björn Snæbjörnsson, formaður samn- inganefndar SGS, vildi ekkert gefa upp um gang viðræðna og sagði óvíst hve lengi yrði setið við. Helsta krafa ófaglærðra ríkis- starfsmanna er jöfnun við sam- bærileg störf, bæði varðandi launamál og lífeyrisréttindi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur náðst sam- komulag um að lífeyrisréttindi félagsmanna SGS sem starfa hjá ríkinu, verði jöfnuð við rétt- indi ríkisstarfsmanna og á jöfn- uðurinn að nást á fjögurra ára samningstíma. Þá er gerð nýrr- ar launatöflu langt komin og er við það miðað að grunnkaups- hækkanir verði svipaðar því sem samið var um í kjarasamn- ingum SGS og Flóabandalagsins við atvinnurekendur á dögun- um. Hins vegar eru vonir bundnar við að stofnanasamnn- ingar sem hvert félag gerir fyr- ir sig, skili launamönnum aukn- um kjarabótum. Flest aðildarfélög SGS hafa þegar aflað sér verkfallsheim- ildar eða munu gera það fyrir morgundaginn en ætlunin er að boða til vinnustöðvunar félags- manna SGS hjá heilbrigðisstofn- unum frá og með miðnætti 16. apríl, takist ekki að semja fyrir þann tíma. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Þrír í haldi lögreglu: Teknir vegna líkamsárásar LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykjavík handtók í gærkvöld þrjá karlmenn vegna rannsókn- ar á líkamsárás. Ekki er vitað hversu margir þeirra áttu þátt í árásinni en lögregla taldi ástæðu til að hafa þá alla í haldi sökum rannsóknarhagsmuna. Handtakan var skömmu fyrir kvöldmat í gær en tilkynning um árásina barst laust eftir klukkan sex. Mennirnir voru handsamaðir nálægt gatnamótum Snorra- brautar og Eiríksgötu en árásin átti sér stað í heimahúsi í mið- bænum. Eitt fórnarlamb árásarinnar var flutt á sjúkrahús í gær en hafði ekki hlotið alvarleg meiðsl og fékk að fara heim að rann- sókn og aðhlynningu lokinni. Lögregla varðist allra frétta af málinu. Um tíuleytið í gær- kvöldi voru yfirheyrslur ekki hafnar þar sem mennirnir voru óhæfir til skýrslutöku sökum ölvunar. ■ Gangur í viðræðum Starfsgreinasambandsins og ríkisins Lífeyrisréttindin jöfnuð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.