Fréttablaðið - 06.04.2004, Qupperneq 4
4 6. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Ferðu í fermingarveislu þetta árið?
Spurning dagsins í dag:
Eru reglur um reynslulausn refsifanga
fullnægjandi?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
12%Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Lögreglufréttir
Lauslegur samanburður á íslensku og bresku samkeppnisstofnuninni:
Eðlilegt að flókin mál taki nokkur ár
SAMKEPPNISMÁL Rúmlega tvö þús-
und mál komu til kasta bresku
samkeppnisstofnunarinnar frá
janúar 2002 til mars 2003. Af þeim
fjölda hóf stofnunin sjálf rannsókn
á yfir 50 stórfyrirtækjum vegna
gruns um stórfelld brot á sam-
keppnislögum. Sú íslenska hefur
hvorki nógan mannskap né fé til að
láta til sín taka að eigin frumkvæði
þrátt fyrir að starfsmenn hennar
sjái mörg tækifæri til.
Árið 2002 tók samkeppnisráð
ákvarðanir í alls 42 málum og gaf
álit sitt á fjórum málum til viðbót-
ar. Langflest málin komu að
beiðni eða eftir formleg erindi
fyrirtækja. Að því leyti er breska
samkeppnisstofnunin ólík þeirri
íslensku að mál er varða einstak-
linga eru einnig tekin fyrir og
sinnir hún því að mörgu leyti
sama hlutverki og Neytendasam-
tökin gera hér á landi. Bresku
samtökin hafa líka meira vald en
systurstofnun þeirra hér á landi
þegar kemur að rannsóknum á
hugsanlegum hringamyndunum.
Hins vegar er ekki óalgengt að
einstök mál geti tekið marga mán-
uði og jafnvel nokkur ár eins og
raunin hefur orðið í stórum málum
hér á landi. „Það er alls ómögulegt
að gefa meðaltal varðandi mál sem
koma inn á okkar borð,“ segir
Rachel Clark, einn talsmanna
stofnunarinnar. Málefni er varða
einstaklinga taka venjulega ekki
langan tíma en þegar flóknari að-
gerðir er að ræða getur teygst á
rannsóknum.“ ■
Íslömsk öfgasamtök hóta frekari árásum:
Spánn verður helvíti á jörð
MADRÍD, AP Íslömsk öfgasamtök,
sem hafa lýst ábyrgð á hendur sér
vegna sprengjuárásanna í Madríd
11. mars, hafa hótað því að gera
Spán að „helvíti á jörð“ ef ekki
verði gengið að kröfum þeirra.
Talið er að kjarni árásarhópsins
hafi annaðhvort verið handtekinn
eða farist í sjálfsmorðs-
sprengingu í íbúð í borginni Lega-
nes á laugardagskvöldið.
Spænska dagblaðið ABC segist
hafa fengið símbréf frá íslömsk-
um samtökum þar sem þau hóti að
gera Spán að helvíti á jörð ef
stjórnvöld hætti ekki stuðningi
sínum við Bandaríkin og kalli burt
hermenn frá Írak og Afganistan.
„Ef ekki verður gengið að þessum
kröfum þá lýsum við stríði á hend-
ur ykkur, breytum landinu í hel-
víti og látum blóð ykkar renna
eins og fljót,“ segir í bréfinu.
Angel Acebes, innanríkisráð-
herra Spánar, hefur staðfest að að
minnsta kosti þrír meintir hryðju-
verkamenn hafi fallið í sprenging-
unni í Leganes, þar á meðal Tún-
isinn Sarhane Ben Abdelmajid
Fakhet, sem talinn er hafa verið
leiðtogi þeirra sem skipulögðu árás-
irnar 11. mars. Fimmtán manns, þar
af ellefu Marokkóar, eru í haldi lög-
reglu grunaðir um að hafa tekið þátt
í árásunum. Sex hafa verið ákærðir
fyrir fjöldamorð og níu fyrir aðild
að eða samstarf við hryðjuverka-
samtök. ■
Þaulskipulagt banka-
rán í Stavanger
Norskur lögreglumaður var skotinn til bana í þaulskipulögðu bankaráni
í Stavanger í Noregi í gær. Allt tiltækt lögreglulið á svæðinu tekur þátt í
leit að ræningjunum sem allir komust undan.
NOREGUR Lögreglumaður á sex-
tugsaldri var skotinn til bana þeg-
ar hópur vopnaðra manna rændi
peningageymslur í miðborg
Stavanger í Noregi snemma í gær-
morgun. Skotbar-
dagi braust út þeg-
ar ræningjarnir
flúðu undan lög-
reglunni og er talið
að einn ræningj-
anna hafi særst.
Umfangsmikil leit
stendur yfir í
Stavanger og ná-
grenni og hefur
verið lýst eftir fjór-
um mönnum sem allir eiga saka-
feril að baki.
Ræningjarnir, sem taldir eru
hafa verið um átta talsins, voru í
skotheldum vestum, með hjálma
og gasgrímur og vopnaðir vélbyss-
um og sjálfvirkum rifflum. Þeir
brutust inn í peningageymslur
Norsk Kontantservice í byggingu
Norges Bank við Dómkirkjutorgið
og komust á brott með ótilgreinda
upphæð í reiðufé.
Að sögn lögreglu bendir allt til
þess að ránið hafi verið þaulskipu-
lagt. Ræningjarnir kveiktu í sendi-
ferðabíl fyrir utan lögreglustöðina
í miðborg Stavanger fyrir ránið og
dreifðu táragasi um svæðið að því
er virðist til að hindra för lögreglu.
Að sögn sjónarvotta skutu ræn-
ingjarnir út um bílgluggana þegar
þeir óku á ofsahraða af vettvangi
og urðu vegfarendur að kasta sér á
jörðina til að forða sér undan skot-
unum. Lögreglumaðurinn sem lést
var að stíga út úr lögreglubíl þegar
hann varð fyrir skoti.
Ræningjarnir flúðu á þremur
bílum sem síðan fundust brunnir
til kaldra kola í úthverfi Stavanger.
Bílarnir voru allir með stolnar
númeraplötur en þó hefur verið
lýst eftir tveimur einstaklingum
sem tengjast þessum ökutækjum.
Lögreglan setti upp vegatálma
við alla vegi út úr borginni og not-
aði þyrlu til að leita úr lofti. Eftir-
litsmenn á landamærum Svíþjóðar
og Finnlands voru beðnir að hafa
gætur á þar sem óttast var að ræn-
ingjarnir myndu reyna að komast
úr landi.
Lögreglan hefur sent frá sér
yfirlýsingu þar sem allir sem urðu
vitni að ráninu eru beðnir að gefa
sig fram. Einnig hefur fólk verið
beðið að vera á varðbergi þar sem
ræningjarnir eru þungvopnaðir og
taldir stórhættulegir. ■
Mynd um fóstureyðingu:
Sýnd í BBC
BRETLAND Myndir af fóstureyð-
ingu verða sýndar í bresku sjón-
varpi í fyrsta sinn í lok þessa
mánaðar. Myndin verður vænt-
anlega með þeim umdeildustu
sem sýndar hafa verið í sjón-
varpi þar í landi. Breska blaðið
The Observer skýrði frá þessu í
gær.
„Fóstrið mitt“ nefnist mynd-
in. Þar verða sýndar myndir af
eyðingu á fjögurra vikna fóstri.
Að sögn blaðsins verður ekkert
dregið undan.
Að auki sést í myndinnni eyð-
ing á 10 vikna og 21 viku fóstri.
Í þeim tilvikum sjást útlimir
fóstursins og andlit mjög
greinilega. ■
JEAN-PIERRE RAFFARIN
Ávarpaði franska þingið.
Forsætisráðherra
Frakklands:
Viðurkenndi
mistök
FRAKKLAND, AP Mikil spenna hefur
verið í frönskum stjórnmálum
eftir að stjórnarflokkarnir biðu
afhroð í héraðskosningunum ný-
lega. Jacques Chirac stokkaði upp
í ríkisstjórn sinni eftir það og hafa
margir gagnrýnt ákvörðun hans
um endurskipun Jean-Pierre Raf-
farin í embætti forsætisráðherra.
Raffarin lofaði iðrun og yfir-
bótum þegar hann ávarpaði
franska þingið í fyrsta sinn eftir
uppstokkunina. Hann viður-
kenndi að ríkisstjórn hans hefði
gert mistök en lofaði að þau yrði
leiðrétt. ■
Vestmannaeyjar:
Kveikti í lög-
reglustöðinni
LÖGREGLAN Bensíni var skvett á
gafl lögreglustöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum og kveikt í aðfara-
nótt sunnudags. Veggurinn er úr
steini og slokknaði eldurinn af
sjálfu sér og engum varð meint af.
Málið er í rannsókn og hefur einn
maður viðurkennt aðild að mál-
inu. Þá voru tveir teknir fyrir ölv-
unarakstur. ■
Ökutækjaskrá:
Uppfærslu
vantaði
GJALDHEIMTA „Þessi einstaklingur
lenti mjög óheppilega á milli
kerfa og er algjört einsdæmi,“
segir Kristján V. Rúriksson, verk-
efnastjóri hugbúnaðarþróunar hjá
Umferðarstofu. Á föstudaginn
klippti lögregla númer af bifreið
einstaklings vegna þess að sam-
kvæmt ökutækjaskrá var bifreið
hans ótryggð. Þegar haft var sam-
band við tryggingafélag manns-
ins, Sjóva-Almennar, kom hins
vegar í ljós að allar tryggingar
voru í lagi. Reyndist trygginga-
félagið hafa dregið að láta öku-
tækjaskrá vita og valdið viðkom-
andi talsverðum erfiðleikum
vegna þessa. ■
HARÐUR ÁREKSTUR tveggja bíla
varð á Múlavegi við Brekkukot í
gær. Að sögn lögreglunnar á
Ólafsfirði var fljúgandi hálka á
veginum þegar áreksturinn varð.
Engin slys urðu á fólki en báðir
bílarnir skemmdust mikið.
HRAÐAKSTUR Lögreglan á Vopna-
firði tók níu fyrir hraðakstur
þegar hún sinnti háfjallaeftirliti
um helgina. Einn ökumaður var
tekinn á 138 kílómetra hraða.
– hefur þú séð DV í dag?
Sveinbjörn féhirðir
fluttur til
Skotlands
Kom heim til að ferma barnið sitt og fékk á sig ákæru
HERT EFTIRLIT
Öryggisgæsla hefur verið efld til muna við lestar- og strætisvagnastöðvar í Madríd
í kjölfar árásanna 11. mars.
HÚSRANNSÓKN VEGNA HUGSAN-
LEGS SAMRÁÐS OLÍUFÉLAGANNA
Vonast er til að niðurstaða fáist í það mál
innan tíðar en rannsóknin hófst 2001
■
„skutu ræningj-
arnir út um bíl-
gluggana þegar
þeir óku á ofsa-
hraða af vett-
vangi og urðu
vegfarendur að
kasta sér á
jörðina til að
forða sér und-
an skotunum.
LÖGREGLUMAÐUR MYRTUR
Ræningjarnir skutu til bana reyndan lögreglumann þegar hann var að stíga út úr þessum bíl.
88%