Fréttablaðið - 06.04.2004, Qupperneq 21
Þriðjudagur 6. apríl 2004 3
Þú opnar augun og það er kominn nýr dagur.
Svefninn var endurnærandi og það ríkir him-
nesk kyrrð í loftinu. Tilvalinn dagur fyrir letilíf.
Svo gott að kúra aðeins lengur og átta sig á
stöðunni; hvernig dagurinn gæti orðið ógleym-
anlega góður í minningabókinni. Úti fyrir bær-
ast þunnar skýjaslæður á himnafestingunni og
fuglakór æfir páskasöngva í nærstöddum trjám.
Í loftinu heima liggur eitthvað ómótstæðilega
girnilegt. Ilmur af heitri vanillu, súkkulaði,
hindberjum og eggjum. Fyrr en varir birtist
ástin þín í gættinni, færandi hendi með gómsæt-
an morgunverð í rúmið; úrval kræsinga, blað
dagsins, dísætar fríseur og flauelsmjúka kossa.
Já, láttu það eftir þér. Páskarnir eru tíminn til
að dekra við sjálfa sig og aðra, liggja lengi í
rúminu, slæpast og hafa það gott.
Mímósa
Þessi klassíski morgundrykkur er ómissandi
start á góðum degi. Helltu ferskum, kældum
appelsínusafa í tvö glös til hálfs og fylltu upp
með sódavatni og ísmulningi. Einnig má nota í
stað sódavatns, kælt kampavín og tvær teskeið-
ar appelsínulíkjör, vilji menn dekra við sig alla
leið.
Bökuð egg með parmesanosti
Það er sniðugt að baka egg í ofni því þá gefst tími til
annarra hluta á meðan. Þessi uppskrift blandar saman
ljúffengu bragði af brakandi og bökuðum parmesanosti
ásamt ferskum kryddjurtum og eggjum.
1 tsk. smjör
2 tsk. ferskur og rifinn Parmesanostur
1 tsk. marin og fersk timjan
2 egg
salt
hvítur pipar
múskat
1 tsk. klipptur graslaukur
Forhitaðu ofninn í 200 gráður. Smyrðu lítil form með
smjöri og dreifðu teskeið af parmesanosti í hvort form,
þannig að osturinn myndi húð utan um eggið. Settu þá lag
af timjan næst og brjóttu því næst egg inn í hvert form.
Kryddaðu með salti, pipar og múskati. Penslaðu með
smjöri. Bakast í 12 til 18 mínútur, eða þar til eggin eru
orðin eins og þú vilt hafa þau. Skreytið með graslauk og
borðið strax.
Heitt vanillusúkkulaði
Ekki nota kakóduft til súkkulaðigerðarinnar. Útbúðu
frekar ljúffengan, munúðarfullan súkkulaðidrykk með
ekta súkkulaði sem þú hefur ekki reynt áður.
1 l mjólk
4 tsk. sykur
1 plata súkkulaði
1 tsk. púðursykur
fersk vanilla
Hitaðu saman mjólk, sykur, súkkulaði og púðursykur í
potti þar til súkkulaðið hefur bráðnað og samlagast mjólk-
inni. Ekki sjóða súkkulaðið en gættu þess að það verði
funheitt. Lækkaðu hitann og haltu súkkulaðinu heitu.
Settu helming þess í blandara og hristu þar til það verður
aðeins froðukennt. Helltu því þá aftur í pottinn, bættu við
vanillu og helltu í viðeigandi glös.
Hindberjamúffur
Þessi múffu-uppskrift er unaðslegt sælgæti þegar mað-
ur er nývaknaður að morgni. Uppskriftin er að fjórum
bústnum múffum, sem er ljómandi skammtur fyrir morg-
unmat í rúmið, en auðvitað er það minnsta mál að stækka
uppskriftina að vild. Upplagt er að útbúa deigið deginum
áður, setja það í formin og frysta yfir nótt. Þá er hægt að
stinga þeim í ofninn að morgni og vera með þær ilmandi á
rúmstokknum hálftíma síðar. En eins og með allar múffu-
uppskriftir er einnig mjög fljótlegt að útbúa deigið að
morgni.
1 bolli hveiti
1/2 tsk. lyftiduft
1/4 tsk. matarsódi
1/4 tsk. salt
1 stórt egg
1/4 bolli sykur
1/4 bolli sýrður rjómi
2 tsk. bráðið og kælt smjör
1 tsk. fersk vanilla
4 msk. fersk eða frosin hindber
Hrærið saman hveiti, salti, matarsóda og lyftidufti.
Hrærið þá saman eggi, sýrðum rjóma, sykri, smjöri og
vanillu í aðra skál. Blandið síðan báðum blöndum varlega
saman og hrærið berjunum út í. Bakið við 200 gráður í ca
20 mínútur, eða þar til múffurnar eru orðnar fallega brún-
ar og gefa eftir þegar ýtt er ofan á þær. Kælið í fimm
mínútur og borðið meðan enn er hiti í bakstrinum. ■
Ósvikið portvín er eingöngu framleitt í Douro-
dalnum í Norður-Portúgal. Portvín er sætt, styrkt
eftirréttavín sem hefur verið búið til í landinu í
um 300 ár og er kennt við borgina Porto. Marg-
ar mismunandi gerðir portvína eru til allt frá
ljósrauðum (tawny) til djúprauðra (ruby) auk
hvítra portvína. Cockburn-portvínshúsið var
stofnað 1815 og flaggskip þess, Cockburn’s
Special Reserve er vinsælasta portvín heims.
Það er rúbínrautt með djúpum granítlit við jað-
arinn. Ilmurinn minnir á leður með súkkulaði-
bitakexkökum, þurrkuðum plómum og jarðar-
berjum. Mild áferð og langvarandi mjúkt tannín
einkenna bragðið. Gott með hnetum, súkkulaði
og flestum eftirréttum.
Verð í Vínbúðum 2.190 kr.
Merlot-þrúgurnar í þessu víni frá Caliterra
eru vandlega handtíndar í Colchagua-dalnum í
Chile en það svæði er talið kjörið fyrir ræktun á
merlot-þrúgunni. Hluti af víninu hefur verið
geymt á frönskum og amerískum eikartunnum.
Ilmurinn er samspil á milli þroskaðra kirsu-
berja, sólberja og krydds. Bragðið er mjúkt,
ávaxtaríkt með innslagi af þroskuðum ávöxtum.
Verð í Vínbúðum 1.190 kr.
Caliterra Merlot:
Handtínd merlot
Vín vikunnar
Morgunverðarbakki og borðbúnaður frá Decor-borð fyrir tvo í Kringlunni.
Morgunmatur:
Nautnafullt letilíf á
rúmstokknum
HIMNESKUR MORGUNN Leyfðu öðrum að dekra við þig,
en gleymdu ekki að dekra duglega á móti.
Portvín:
Flaggskip Cockburn