Fréttablaðið - 06.04.2004, Page 37

Fréttablaðið - 06.04.2004, Page 37
ÞRIÐJUDAGUR 6. apríl 2004 Pondus eftir Frode Øverli Eitthvað brotið? Bara eitthvað smotterí! Átta rifbein! Í þakkarskyni fyrir að taka fallið af þvottavélinni þvoði ég treyjuna þína! Náði blóðinu úr! Ég trúi þér ekki! Nei, nei! Til hvers eru vinir? Ég er hrærður! Á pöbbinn, amigo! Verkjar þig í rifbeinin? Nei, bara þegar ég anda! S.W.A.T. Vinsælasta myndin á leigunum, aðra vikuna í röð. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Vinsælustumyndböndin Topp 20 - vinsælustu leigumynd- böndin - vika 14 S.W.A.T. Spenna BRINGING DOWN THE HOUSE Gaman ONCE UPON A TIME IN MEXICO Spenna INTOLERABLE CRUELTY Gaman MASTER AND COMMANDER Drama RUNDOWN Spenna THE ITALIAN JOB Spenna MATCHSTICK MEN Drama THE LIZZIE MCGUIRE MOVIE Gaman PIRATES OF THE CARIBBEAN Ævintýri MY BOSS¥S DAUGHTER Gaman HERO Ævintýri OPEN RANGE Spenna FRIENDS 10, ÞÆTTIR 1-4 Gaman FRIENDS 10, ÞÆTTIR 5-8 Gaman BRUCE ALMIGHTY Gaman SPY KIDS 3-D Gaman VERONICA GUERIN Drama AMERICAN WEDDING Gaman THIRTEEN Drama 29 LAGERSALA Á SNYRTIVÖRUM Í dag og á morgun (6.-7. apríl) frá kl. 16-19 að Suðurlandsbraut 4a 2. hæð Varalitir, Naglalökk, Star-dust, Farði, Blýantar, Augnskuggar, Maskarar, Ilmvötn, Snyrtibuddur, Plokkarar, klippur, skæri, Aloe Vera, fótavörur og margt fl. FRÁBÆR VERÐ ÓM SNYRTIVÖRUR EHF Suðurlandsbraut 4a, 2. hæð ALANIS „NAKIN“ Söngkonan Alanis Morissette fletti af sér klæðum er hún kom fram sem kynnir á Juno-verðlaunahátíðinni. Hún var þó klædd í búning sem var svipaður húðlit hennar. Allt í plati. Fyrir þá sem finnst fáttskemmtilegra en heimspeki- legar umræður um lífið, kynlífið, tilveruna, tilgang lífsins og dauð- ann þá er kanadíska myndin Les invasions barbares gott kaffi. Á pappír virkar þessi mynd líklega ekkert sérlega aðlaðandi. Þetta er, spítaladrama um dauð- vona mann sem þráir að gera upp fortíð sína og finna tilgang í lífinu áður en hann hrekkur upp af. Honum til mikillar lukku er sonur hans milljónamæringur. Verndar- engill sem ákveður að gera allt í sínu valdi til þess að gamli skarf- urinn fái friðsæl endalok. Miðað við hversu þung sagan er, er alveg ótrúlega létt yfir myndinni. Þar verða líflegar og vitsmunalegar samræður til þess að gera niðurtalninguna bæri- legri. Vinahópur hins dauðvona háskólaprófessors er frábær. All- ir, sem hafa kynhneigð til, virðast hafa sofið hjá öllum og ekkert umræðuefni er tabú. Þetta er fólk sem hefur lifað, rekið sig á og lært af reynslunni. Samt er það að berjast við þann raunveruleika að reynslan hafi ekki gefið þeim neinn vissan tilgang. Hinar ein- földu, dýrslegu hvatir kynlífsins, eru enn allsráðandi. Ég frétti það svo á leið minni út úr bíósalnum að myndin væri framhald The Decline of the American Empire frá árinu 1986. Í þeirri mynd er vinahópurinn op- inskái víst sá sami, sem gefur þessari mynd líklega aukið gildi. Ég get þó ekki séð að það sé neitt nauðsynlegt að hafa séð fyrri myndina til þess að geta notið þessarar. Ég gerði það að minnsta kosti. Birgir Örn Steinarsson UmfjöllunKvikmyndir LES INVASIONS BARBARES Leikstjóri: Denys Arcand Graður til dauðadags Knattspyrnukappinn DavidBeckham þvertekur fyrir það að hann hafi haldið við aðstoðar- konu sína, Rebecca Loos, og segir ásakanir um framhjáhald „út í hött“ og leggur áherslu á að hann sé ham- ingjusamlega giftur. Rebecca hjálp- aði Beckham-fjölskyldunni að koma sér fyrir á Spáni þegar David flutti sig til Real Madrid. Hún á að hafa sagt bróður sínum frá sambandi sínu og Davids en auk þess hefur News of the World birt dónaleg textaskilaboð sem eiga að hafa gengið á milli Beckhams og Rebeccu. Victoria Beckham dreif sig í páskafrí til Sviss þegar fréttaflutn- ingurinn um framhjáhaldið fór að æsast. David er nú staddur í faðmi fjölskyldunnar og ætlar að vera hjá konu sinni og börnum í nokkra daga áður en hann fer aftur að sparka bolta á Spáni. ■ Beckham segir hjónabandið traust DAVID OG VICTORIA Sérfræðingar í mál- efnum fræga fólks- ins telja meint framhjáhald ekki skaða ímynd Beck- hams sem fótbolta- hetju. Þá eru þeir einnig á þeirri skoðun að eigin- konan muni ekki njóta mikillar sam- úðar ef allt fer á versta veg. Hún sé einfaldlega of illa liðin af almenningi og fjölmiðlum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.