Fréttablaðið - 06.04.2004, Page 39

Fréttablaðið - 06.04.2004, Page 39
ÞRIÐJUDAGUR 6. apríl 2004 Það verða eflaust einhverjir semhöfðu ætlað sér að berja Lee Hall augum á hátíðarsýningu á leik- riti hans Eldað með Elvis í Sam- komuhúsinu á Akureyri á miðviku- daginn fyrir vonbrigðum en höf- undur verksins hefur afboðað komu sína á sýninguna. Margir voru bún- ir að lýsa því hvernig eftirvænting- in ætlaði þá alveg að æra í biðinni að hitta stórskáldið og voru nokkrir leikarar verksins þar á meðal. Nú hefur komið í ljós að Hall mætir ekki og segja aðstandendur hátíðar- sýningarinnar að því miður hafi ná- inn ættingi Halls verið lagður inn á spítala vegna alvarlegra veikinda og því verður hann að fresta komu sinni hingað til lands í bili. „Honum þykir þetta mjög miður og vill endilega reyna að komast seinna enda hafi hann eytt einu sumri á Mývatni þegar hann var krakki,“ segir Hallur Helgason hjá Loftkastalanum. Eldað með Elvis hefur verið sýnt fyrir fullu húsi í Loftkastalanum frá áramótum og standa nú sýningar yfir á verkinu í Samkomuhúsinu á Akureyri. Þegar er uppselt á allar fyrirhugaðar sýningar á Eldað með Elvis fyrir norðan og því hefur aukasýningum verið bætt við. Ættu því allir Norðlendingar að geta not- ið verksins þótt höfundurinn eigi ekki heimangengt. ■ STEINN ÁRMANN MAGNÚSSON Í hlutverki eftirhermu rokkkóngsins El- vis Presley í leikritinu Eldað með Elvis Lee Hall kemur síðar Leiklist LEE HALL ■ Kemst ekki á hátíðarsýningu honum til heiðurs á Akureyri. Nemendur Verzlunarskóla Ís-lands svífa enn um ganga skólans í sigurvímu eftir að lið Verslinga sigraði bæði Gettu betur keppnina gegn Borgar- holtsskóla og Morfís, ræðu- keppni framhaldsskóla, gegn MH. Í bæði skiptin var sigurinn naumur, spurningakeppnina sigruðu þeir í bráðabana með tveimur stigum og í ræðu- keppninni náðu Verslingar að vera einu stigi yfir. Í Morfís- keppninni náðu þeir einnig titl- inum Ræðumaður kvöldsins og varð sá hinn sami því Ræðu- maður Íslands. Heyrst hefur að hann hafi einungis getað notið þess titils til skamms tíma sem nemandi skólans, því nú hafi honum verið vísað úr skóla sök- um lélegrar mætingar. Gæti verið að hann hafi þurft að æfa sig svo mikið að hann hafi ekki haft tíma fyrir námið en einnig hafa menn undrast að hann skuli ekki hafa notað mælsku sína til að bjarga sér fyrir horn í þessu máli. Fréttiraf fólki ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Að áfengiskaupaaldur lækki úr 20 árum í 18 um næstu ára- mót. Gianni Porta. Haukar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.