Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2004, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 18.04.2004, Qupperneq 29
21SUNNUDAGUR 18. apríl 2004 HELLUR STEYPA RÖR MÚRVÖRUR EININGAR Reykjavík: Malarhöf›a 10 - S. 540 6800 • Hafnarfir›i: Hringhellu 2 - S. 540 6850 • Selfossi: Hrísm‡ri 8 - S. 540 6881 Hjá Steypustöðinni færðu faglega ráðgjöf hjá landslagsarkitekt- unum Birni Jóhannsyni, Einari Birgissyni eða Stanislas Bohic um allt sem lýtur að því að skipuleggja nýjan garð eða betrumbæta þann gamla. Pantaðu tíma í síma 540 6800 og fáðu faglega ráðgjöf um skipulag garðsins. Hellur steinar Ráðgjöf landslagsarkitekta Nú er rétti árstíminn til að huga að lóðarframkvæmdum og garðvinnu sem fram- undan eru í sumar. Fáðu sendan nýjan bækling okkar um hellur og steina eða kynntu þér úrvalið á steypustodin.is Söludeildin er opin alla virka daga frá kl. 9-18 N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 1 9 3 7 / si a. is Einkennilegt lögreglumál í Rúmeníu: Vampírubanar í ham Lögregluyfirvöld í Rúmeníurannsaka nú einkennilegt mál þar sem vampírubanar koma við sögu. Íbúi þorpsins Marotinul de Sus, hinn 76 ára gamli Petre Toma, var jarðsettur á nýju ári. Skömmu seinna veiktist fjöl- skylda frænda hans af einkenni- legum sjúkdómi og nokkrum dög- um seinna sögðust vitni hafa séð Toma yfirgefa heimili þeirra fyrir sólarupprás og sögðu krákur hafa flogið ógnandi umhverfis hann. „Hann saug lífið úr okkur svo hann gæti lifað,“ segir Mirela, eiginkona frændans. „Við vorum öll að deyja, eiginmaður minn og börnin mín, og við sáum hann öll koma til okkar í sama draumn- um.“ Mágur Toma fór ásamt þremur öðrum mönnum með hamar og meitil í kirkjugarðinn. „Þegar við tókum lokið af kistunni voru handleggir hans ekki á brjósti hans eins og skilið hafði verið við þá, heldur til hliðar. Höfuð lá á ská og það var storknað blóð á vörum hans,“ sagði mágurinn seinna. Mennirnir fjarlægðu hjartað úr líkama Toma og mágurinn segir að Toma hafi þá gefið frá sér and- varp. Hjartað var brennt og askan var blönduð vatni sem sett var á flösku. Hinir veiku fjölskyldu- meðlimir náðu heilsu eftir að hafa drukkið vatnið. Þegar dóttir Toma heyrði fréttirnar hafði hún sam- band við lögreglu. Lögreglurann- sókn hefur leitt í ljós að um 20 vampírudráp hafa átt sér stað í þorpinu á síðustu árum. „Í aldaraðir höfum við orðið að vernda okkur fyrir þessum ver- um með því að finna grafir þeirra og hætta lífi okkar með því að slíta hjörtun úr þeim,“ segir 68 ára gamall þorpsbúi, Tita Musca. Einn af yfirmönnum lögreglunn- ar, Gheorghe Sandu, segir: „Ég vildi gjarnan geta sagt að þetta þorp sé einstakt en því miður get ég það ekki því ég veit hversu víða ríkir sterk trú á tilvist vam- píra.“ ■ DAWN OF THE DEAD Hún er endurgerð myndar frá árinu 1978. Fær núna mikla aðsókn í bíó. Nýtt æði í kvikmyndum: Endurgerðir í Hollywood Nýjasta æðið í kvikmyndagerðí Hollywood er að endurgera gamlar myndir. Endurgerð á Dawn of the Dead frá árinu 1978 hefur nú vikið Kristsmynd Mels Gibson úr efsta sæti í Bandaríkj- unum og endurgerð á The Lady- killers frá árinu 1955 er einnig að slá í gegn í leikstjórn Coen- bræðra, en Tom Hanks leikur þar aðalhlutverkið. Þá fá Nicole Kid- man, Denzel Washington og Meryl Streep fúlgur fyrir að leika í end- urgerðum á myndunum The Step- ford Wives og The Manchurian Candidate. Kidman leikur aðalhlutverkið í The Stepford Wives. Í upphafi hafnaði hún hlutverkinu því hún hefur andstyggð á endurgerðum á gömlum kvikmyndum og vildi ekki leika hlutverkið í skugga Katharine Ross sem lék í mynd- inni frá 1975. Það var leikarinn John Cusack sem taldi Kidman hughvarf en hann átti að leika í myndinni. Cusack hætti síðan við vegna fjölskylduaðstæðna. Sagt er að aðstandendur myndarinnar hafi áhyggjur af að myndin sé ekki nægilega vel heppnuð og ný- lega var sex vikum eytt í að taka upp nýtt efni til að gera myndina fyndnari. Svipaðar efasemdir eru uppi um endurgerð á annarri þekktri mynd, Alfie, en þar fór Michael Caine með eitt þekktasta hlutverk sitt. Jude Law fetar nú í fótspor Caines. Þeir sem lesið hafa hand- ritið segja það ekki jafnast á við frumgerðina. Caine var boðið að leika aukahlutverk í myndinni en hafnaði því og sagðist vera orðinn hundleiður á endurgerðum á þekktum kvikmyndum. ■ VAMPÍRA AÐ VERKI Fyrir flestum eru vampírur tómur skáld- skapur, en ekki fyrir íbúum Marotinul de Sus í Rúmeníu. JUDE LAW Leikur Alfie í endurgerð þeirrar frægu myndar. Ekki er búist við að endurgerðin muni njóta sömu hylli og gamla myndin. TOM HANKS Kom kampakátur til frumsýningar á The Ladykillers á dögunum. Hún er endurgerð á gamalli mynd.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.