Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 6
6 23. apríl 2004 FÖSTUDAGURVeistusvarið? 1Hver er skrifstofustjóri iðnaðar- ogviðskiptaráðuneytisins? 2Norsk yfirvöld segjast ætla að náGuðrúnu Gísladóttur á flot. En hvenær? 3Markvörður Fulham er talinn einn sábesti í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Hvað heitir hann? Svörin eru á bls. 43 Íraskar lögreglusveitir sem þjálfaðar voru til að aðstoða hernámsliðið: Snúast á sveif með uppreisnarmönnum ÍRAK, AP Þær írösku lögreglusveitir sem hernámssveitir Bandaríkjanna og Bretlands komu á fót strax að stríðinu loknu og ætlað var að taka við almennum lögreglustörfum í Írak eru í vaxandi mæli að snúast gegn hernámsliðinu. Hafa yfirmenn af þessu áhyggjur enda hefur þegar verið eytt miklum tíma og fjármun- um til að þjálfa sveitirnar og kenna þeim allar kúnstarinnar reglur varðandi vopnameðferð. Segja hátt- settir menn innan bandaríska hers- ins að allt að tíu prósent þeirra sem þjálfaðir voru hafi snúist á sveif með uppreisnarmönnum og önnur 40 prósent hafi hætt störfum skömmu eftir að þjálfun lauk. „Helmingur þeirra sveita sem þjálfaðar voru stendur sig með stakri prýði til þessa dags,“ segir Martin Dempsey, yfirhershöfðingi í her Bandaríkjamanna. „Talsverður fjöldi hætti fljótlega vegna hræðslu og um tíu prósent berjast á móti okkur við hvert tækifæri.“ Segja talsmenn bandamanna að stuðningur við hernámsliðið sé enn mikill meðal Íraka en ekki sé hægt að ganga að því vísu alls staðar að svo sé. Annað sem þungt vegur á Bandaríkjamönnum er þau miklu fjárútlát sem stríðið í Írak kostar en fregnir herma að einungis séu til fjármunir til stríðsreksturs fram í ágúst. Embættismenn áætla að stríðsreksturinn hvern mánuð kosti Bandaríkjamenn um 350 milljarða króna. ■ Atlanta stefnir á 70 milljarða tekjur Samgönguráðherrar Íslands og Írlands vígðu nýtt flugskýli Atlanta í Shannon á Írlandi. Atlanta-samsteypan telur nú sjö fyrirtæki. Um þúsund manns starfa nú hjá Atlanta. VIÐSKIPTI Heildartekjur flugfélags- ins Atlanta og fyrirtækja tengdra því verða um 70 milljarðar króna á þessu ári. Þetta kom fram í ræðu sem Magnús Þorsteinsson, stjórnar- formaður Atlanta, hélt þegar verið var að vígja nÿtt flugskýli fyrir- tækisins í Shann- on á Írlandi í gær. Atlanta hefur vaxið hratt á síð- ustu árum. Fyrir- tækið rekur nú um 60 flugvélar og eru starfs- menn þess um eitt þúsund tals- ins. Forráðamenn Atlanta fullyrða að fyrirtækið sé hið stærsta sinn- ar tegundar í heiminum en Atl- anta leigir vélar sínar til annarra flugfélaga. Auk þess leigir félagið áhafnir og annast viðhald og trygg- ingar. Magnús segir að Atlanta Group samanstandi nú af sjö fyrirtækjum en enn sé leitað sóknarfæra. Hann telur fyrirtækið enn eiga möguleika á að stækka, en áframhaldandi vöxtur þess velti mikið á ytri að- stæðum sem undanfarið hafi verið nokkuð hagstæðar, þó að tímabilið eftir hryðjuverkaárásina 11. sept- ember 2002 hafi verið erfitt. Nÿjasta fyrirtækið í Atlanta- samsteypunni, Air Atlanta Aero Engineering, tók formlega til starfa í gær. Um er að ræða fyrirtæki sem annast viðhald flugvéla. Magnús segist binda miklar vonir við fyrir- tækið, sem byggir á gömlum grunni, en áður en Atlanta keypti það hét það Shannon MRO og hafði starfað frá árinu 1962. Fyrirtækið starfar í nýju og mjög fullkomnu flugskÿli sem Sturla Böðvarsson, samgönguráð- herra Íslands og Séamus Brennan, samgönguráðherra Írlands, vígðu í gær. Í flugskýlinu er annast viðhald á Boeing 727 og 737-flugvélum en áformað er að innan fárra mánaða þjónusti hið nÿja fyrirtæki einnig Boeing 747-, 757- og 767-flugvélar. Magnús segir hið nýja fyrirtæki hafa mikla þýðingu fyrir Atlanta, en auk þess að þjónusta flugvélar flug- félagsins muni það þjónusta flug- vélar annarra fyrirtækja. Flugskýlið fullkomna er eins og áður sagði í Shannon, sem er um 15 þús- und manna bær á Suðvestur-Írlandi. trausti@frettabladid.is Miklatún: Skaut á mann með loftriffli LÖGREGLA Maður á þrítugsaldri skaut úr loftriffli á vegfarendur við Mikla- tún í Reykjavík um klukkan þrjú í gærdag. Tilkynnt var um sjö manna hóp fólks sem var saman kominn á túninu með nokkur læti. Grunur var um að flestir hafi verið undir áhrif- um fíkniefna eða áfengis. Þau voru öll handtekin og færð í yfirheyrslur auk þess sem loftriffillinn var tekinn í vörslu lögreglu. Vitað er um einn mann sem varð fyrir skoti. Hann hlaut ekki mikinn skaða af en hefur kært árásina. ■ www.plusferdir.is Portúgal 34.165 kr. N E T á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi í 7 nætur á Elimar. Innifalið er flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallarskattar. Ef 2 fullorðnir ferðast saman 48.455 kr. á mann. NETplus er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is 18. og 25. maí Verð frá w w w .jp v.is T V Ö M E I S T A R A V E R K Í K I L J U kr. 1.790 kr. 1.790 SJÖ PALESTÍNUMENN FELLDIR Ísraelskar her- sveitir gerðu áhlaup á bæinn Beit Lahiya á Gaza-ströndinni í gær. Átta Palest- ínumenn féllu og 27 særðust í skotbardaga sem braust út milli hersins og víga- manna. Á meðal þeirra sem létust voru fjórir óbreyttir borgarar. STUÐNINGUR EYKST VIÐ HAMAS- SAMTÖKIN Stuðningur Palestínu- manna við Hamas hefur aukist verulega eftir að Ísraelar réðu af dögum tvo helstu leiðtoga samtak- anna. Samkvæmt skoðanakönnun- um myndi Hamas fá fleiri atkvæði en Fatah-hreyfing Yassers Arafat ef samtökin tækju þátt í kosning- um. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að halda áfram að elta uppi leiðtoga palest- ínskra vígasamtaka. ELDFIMT Í ÍRAK Stuðningur við hernámssveitir banda- manna í Írak fer þverrandi dag frá degi. ■ Ísrael ATLANTA GROUP SAMANSTENDUR AF SJÖ FYRIRTÆKJUM: Air Atlanta Iceland Air Atlanta Europe Air Atlanta Aero Engineering Excel Airways Íslandsflug Avia Services South Air VIÐHALDSSTÖÐ ATLANTA Í ÍRLANDI Nÿjasta fyrirtækið í Atlanta-samsteypunni heitir Air Atlanta Aero Engineering. Um 160 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu, sem á fullkomið flugskýli í Shannon á Írlandi. MAGNÚS ÞOR- STEINSSON Stjórnarformaður Atlanta segir að þótt fyrirtækið hafi vaxið hratt undanfarin ár séu enn sóknarfæri úti á markaðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.