Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 40
Ég byrja daginn á því að æfaEdith Piaf niðri í Þjóðleik- húsi,“ segir Þröstur Leó Gunnars- son leikari, sem er 43 ára í dag. „Ég fæ vonandi afmælisköku og svo fer ég að leika um kvöldið í Þetta er allt að koma. Þetta verður þægilegur afmælisdagur og ekk- ert vesen.“ Það er í mörgu að snúast hjá Þresti á leiksviðinu. Hann leikur Mikka ref í Dýrunum í Hálsaskógi sem fer í sumarfrí 2. maí en byrj- ar svo aftur í haust. Auk þess fer hann með nokkur hlutverk í leik- ritinu Þetta er allt að koma, sem einnig er í Þjóðleikhúsinu. „Sú sýning gengur rosalega vel og slegist um miða. Kvennaskólinn keypti upp salinn um daginn og það var eins og að vera á tónleik- um, stemningin var svo ótrúleg. Í lok sýningar var öskrað og flautað og ég hef sjaldan lent í svona mik- illi stemningu á sýningu.“ Frá því að sýningar hófust á Þetta er allt að koma hafa æfingar staðið yfir á söngleiknum Edith Piaf. „Hann er að smella saman þessa dagana enda verður hann frumsýndur 7. maí. Þetta er mikill dans og söngur, sem ég er reynd- ar ekki þekktur fyrir en mér þyk- ir skemmtilegra að syngja en að dansa. Ég verð bara að leika að maður sé að dansa, enda er þetta bara hluti af vinnunni.“ Það afmæli sem er efst í huga Þrastar er fertugsafmælið. „Ég var að vinna á Ísafirði við tökur á Nóa albínóa og ætlaði ekkert að gera fyrir afmælið. Síðan var ver- ið að ýta á mig að gera eitthvað og tveimur dögum áður ákvað ég að finna húsnæði fyrir veislu hér í bænum. Dóttir mín sá reyndar um það og úr varð að veislan var hald- in í sal Ásatrúarfélagsins niðri á Granda. Ég sá svo um að hringja í fólk og bjóða í veislu. Það varð einhver misskilningur og af ein- hverjum orsökum bauð ég öllum á Grandaveg 8, sem er ekki til. Um sjöleytið var svo eitthvað fátt mætt til kvöldverðar, þar sem all- ir gestirnir voru að rúnta fram og til baka á Grandaveginum. En það fór vel að lokum og flestir skiluðu sér í afmælið. Þetta kennir manni að hafa svolítið meiri fyrirvara á þessu og ég mun gera það þegar ég verð fimmtugur.“ ■ Árið 1886 bjó lyfjafræðingur-inn dr. John Pemberton til drykk sem þróaðist yfir í Kóka Kóla á skömmum tíma. Kókið varð í kjölfarið vinsælasti gos- drykkur heims og lagði grunninn að gríðarlegu viðskiptaveldi fyrir- tækisins, sem átti einkaréttinn á leyniformúlunni sem engum hef- ur enn þann dag í dag tekist að stæla fullkomlega. Það varð því uppi fótur og fit á þessum degi árið 1985 þegar Coca-Cola tilkynnti, eftir 99 ára óslitna sigurgöngu, að fyrirtækið ætlaði að breyta drykknum sí- gilda. New Coke var kynnt til sög- unnar. Það var ódýrara í fram- leiðslu en gamla Kókið og eftir 200.000 bragðprófannir töldu Kókmenn sig fullvissa um að nú væru þeir komnir með gosdrykk- inn sem myndi gera út af við aðal- keppinautinn, Pepsi Cola. Það kom þó strax á daginn að Nýja Kókið var dæmt til þess að verða stærstu markaðsmistök við- skiptasögunnar eins og hún legg- ur sig. Neytendur fúlsuðu við Nýja Kókinu og það ríkti nánast upplausn í bandarísku samfélagi í kjölfar fréttarinnar af því að það ætti að taka Coca-Cola af markaði en nafnið, merki þess og drykkur- inn eru greypt í þjóðarsálina. Fyrirtækið lét undan þrýstingi almennings þann 11. júlí og til- kynnti að gamla kókið kæmi aftur á markað undir nafninu Coca-Cola Classic. Þetta þóttu slík tíðindi að ABC-sjónvarpsstöðin rauf útsend- ingu á þættinum General Hospital til þess að flytja fréttina. ■ NÝJA KÓKIÐ „Hvers vegna að laga það sem er ekki bil- að?“ var spurningin sem brann á allra vör- um þegar Kóka Kóla var breytt í New Coke. Neytendur höfnuðu nýja drykknum umsvifalaust og ári eftir að Nýja Kókið kom á markað var markaðshlutdeild þess aðeins 3%. 28 23. apríl 2004 FÖSTUDAGUR ■ Afmæli Haraldur Jónsson myndlistarmaður er 43 ára. Magnús Ver Magnússon kraftakarl er 41 árs. Halla Margrét Árnadóttir söngkona er 40 ára. ■ Jarðarfarir 10.30 Sálumessa verður sungin Haraldi Blöndal hæstaréttarlögmanni, í Landakoti, Kristskirkju. 13.30 Bjarni Ásgeirsson, Skálaheiði 9, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. 13.30 Vigga Svava Gísladóttir verður jarðsungin frá Laugarneskirkju. 14.00 Þórhallur Halldórsson, Önguls- stöðum, verður jarðsunginn frá Munkaþverárkirkju. 15.00 Hulda Júlíana Sigurðardóttir verður jarðsungin frá Hafnarfjarð- arkirkju. Ég myndi gjarnan vilja heitabara einu nafni, en ekki svona hjólhýsanafni eins og Davíð Þór, Billy Bob, Peggy Sue, Inga Lind eða eitthvað álíka,“ segir Davíð Þór Jónsson, Radíusbróðir, þýð- andi og margt, margt fleira. „Svo er Davíð hebreskt nafn og ég hef þvílíka óbeit á Síonisma að um tíma leið mér illa með að heita eft- ir konungi gyðinga en er farinn að átta mig á því að ég heiti ekkert eftir konungi gyðinga heldur bara sjálfum mér. Í Njálu kemur fyrir persóna sem er jarl í Orkneyjum og heitir Dagviður og það er nafn að mínu skapi. Þar sem ég er mik- ill talsmaður fjölbreytni í manna- nafnaflórunni hvet ég fólk ein- dregið til að endurvekja þessa fallegu norrænu mynd karl- mannsnafnsins Davíð, Dagviður, og ef ég ætti að breyta um nafn tæki ég mér það nafn.“ Afmæli ÞRÖSTUR LEÓ GUNNARSSON ■ er 43 ára. Byrjar daginn á æfingu á Edith Piaf. ROY ORBISON Þessi hjartnæmi söngvari sem lést árið 1988 fæddist á þessum degi árið 1936. 23. apríl Ég heimsótti systurdóttur mína,sem dvelur af og til inni á deild A-2, á mánudaginn og tók þá eftir því hvað bókaskápurinn þar er óttalega ræfilslegur og úrvalið ákaflega einsleitt,“ segir Unnur Guðjónsdóttir, oftast kennd við Kínaklúbb sinn, en hún ákvað að færa deildinni þrjátíu og fimm bækur að gjöf. „Biblíur og sálmabækur voru nánast það eina sem var að finna í þessum bókaskáp, ekki bara ein eða tvær, ég taldi ein fimmtán stykki og hugsaði með mér að fólk yrði einnig að komast í eitthvað annað,“ segir Unnur og var ekki lengi að fara af stað: „Ég spurði bara starfsfólkið hvort það hefði eitthvað á móti því að ég færði deildinni bækur og það var nú al- deilis ekki, þau voru bara mjög ánægð með þetta. Bækurnar eru af ýmsum toga og koma allar úr mínu bókasafni, sem er orðið býsna mikið að vöxtum. Þar á meðal er að finna nokkrar sér- stakar bækur sem hafa tilfinn- ingalegt gildi fyrir mig og þarna eru til að mynda fjórar bækur sem móðir mín batt inn sjálf en hún var mikil bókamanneskja eins og reyndar margir í minni fjölskyldu. Ég hef þrisvar áður gefið bókagjafir svo þetta er mér nokkuð hugleikið og ég gaf til dæmis Þjóðarbókhlöðunni al- fræðiorðabókina Britannica, á kínversku. Það vantar fleiri bæk- ur inn á hinar ýmsu stofnanir og máttur þeirra verður seint ofmet- inn. Því má segja að ég sé einnig í smá bókabransa fyrir utan að vera í Kínabransa,“ segir Unnur og hlær dátt. ■ Bókagjöf UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR ■ gaf geðdeild Landspítalans bækur á degi bókarinnar. Máttur bókarinnar verður seint ofmetinn UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR Gefur deild A-2, geðdeild á Háskólasjúkra- húsi Landspítalans við Hringbraut, þrjátíu og fimm bækur í tilefni dags bókarinnar. Hér taka hjúkrunarfræðingarnir Rannveig og Lára við bókunum. ÞRÖSTUR LEÓ GUNNARSSON Sendi gestina á vitlaust heimilisfang í fertugsafmælinu sínu. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu ÖNNU S.GUÐMUNDSDÓTTIR Seyðisfirði Mikael Jónsson Lilja G.Ólafsdóttir Lovísa Jónsdóttir Hafsteinn Steindórsson og fjölskyldur ■ Hvað vildirðu heita? fyrir að dansaEr lítið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N 23. apríl 1985 NÝJA KÓKIÐ ■ var kynnt til sögunnar sem arftaki Kóka Kóla. Tíðindin tóku Bandaríkja- menn á taugum. Þjóðin hafnaði breyting- unni og fékk gamla Kókið aftur nokkrum mánuðum síðar. Bandaríkjamenn hafna nýju kóki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.