Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 46
34 23. apríl 2004 FÖSTUDAGUR KEPPT UM SÆTI Á ÓLYMPÍULEIKUM Ástralinn Louise Natoli er meðal 300 keppenda á heimsmeistaramótinu í róðri sem fram fer í Aþenu. Keppnin er jafn- framt úrtökumót fyrir Ólympíuleikana í sumar. Róður NBA-deildin verðlaunar 70 ára gamlan þjálfara Memphis: Hubie bestur í annað sinn KÖRFUBOLTI Hubie Brown var í gær valinn þjálfari ársins í NBA-deildinni en þessi sjötugi þjálfari stýrði í vetur liði Memphis Grizzlies inn í úrslita- keppnina í fyrsta sinn í sögu félags- ins. Brown fékk 466 stig, þar af 62 út- nefningar í 1. sætið af 122 möguleg- um. Jerry Sloan hjá Utah varð enn einu sinni í öðru sæti í þessu kjöri með 424 stig og þeir Terry Porter hjá Milwaukee og Stan Van Gundy hjá Miami voru síðan jafnir í þriðja sæt- inu með 54 stig. „Það gátu að minnsta kosti tíu þjálfarar unnið þessi verðlaun en ég tileinka þau Jerry West, sem hafði trú á mér og gaf mér aftur tækifæri til að þjálfa í NBA-deildinni,“ sagði Brown þegar hann tók við verðlaununum. Þetta er í annað sinn sem Brown er valinn þjálfari ársins en hann þótti einnig bestur fyrir 26 árum er hann þjálfari lið Atlanta Hawks tímabilið 1977-78. Brown er fyrsti þjálfarinn í 9 ára sögu Grizzlies til að fá þessa út- nefningu en hann byrjaði að þjálfa aftur á síðasta tímabili eftir 16 ára hvíld. Á sínu fyrsta ári bætti Memph- is félagsmetið með því að vinna 28 leiki en í vetur sló liðið í gegn, vann 50 af 82 leikjum og komst í fyrsta sinn í úrslitakeppnina. Memphis-liðið er stórstjörnulaust lið en Brown not- ar þess í stað marga menn og leggur mikla áherslu á ákafa vörn og góða liðsheild. Liðið blómstraði í febrúar og mars þegar liðið vann 23 af 27 leikjum en hefur tapað fyrstu tveim- ur leikjunum í úrslitakeppninni gegn San Antonio Spurs. ■ Fjögur lið áfram FH, Valur, Fylkir og Víkingur tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum deildabikarsins í gær. KNATTSPYRNA Riðlakeppni efri deildar í deildabikar karla í knattspyrnu lauk í gær með fimm leikjum. Fjögur lið, KA og KR í A- riðli og Keflavík og ÍA í B-riðli, voru örugg áfram fyrir gærdaginn en fjögur lið til viðbó- tar, Fylkir og Víkingur í A-riðli og FH og Valur í B-riðli, tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í gær. KA-menn tryggðu sér efsta sæti A-riðils með því að leggja Njarðvíkinga að velli, 2–1, í Reykjaneshöll. Njarðvíkingar komust yfir strax á 6. mínútu og var þar að verki Gunnar Örn Einarsson. Allt virtist stefna í sigur þeirra en þegar sex mínútur voru eftir jafnaði Elmar Dan Sigþórsson metin fyrir KA-menn og Jóhann Þórhallsson tryggði þeim sigur á síðustu mínútum leiksins. Fylkismenn unnu stórsigur, 4–0, á Þórsurum og tryggðu sér þriðja sætið í A-riðli. Þórsarar, sem voru í fjórða sæti fyrir leiki gærdagsins, misstu það hins vegar til Víkinga vegna tapsins. Ólafur Páll Snorrason kom Fylki yfir á 17. mínútu og Helgi Valur Daníelsson bætti við öðru marki á 27. mínútu. Helgi Valur brenndi síðan af vítaspyrnu rétt áður en flautað var til leikhlés en Atli Már Rúnarsson, markvörður Þórsara, varði spyrnu hans sem var dæmd eftir að brotið hafði verið á Sævari Þór Gíslasyni. Ólafur Stígsson skoraði þriðja markið á 61. mínútu og átta mínútum síðar urðu Þórsarar fyrir því áfalli að skora sjálfsmark. Víkingar unnu auðveldan sigur á Haukum, 5–1. Grétar Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Víking og þeir Steindór Gíslason, Viktor Bjarki Arnarsson og Daníel Hjaltason eitt mark hver. Sævar Eyjólfsson skoraði mark Hauka. Víkingar náðu með sigrinum fjórða sæti riðilsins og sitja Þórsarar eftir með sárt ennið en þeir voru í fjórða sætinu fyrir leikina í gær. Sigurbjörn Hreiðarsson tryggði Valsmönnum 2-1 sigur á Fram með marki úr vítaspyrnu á 75. mínútu. Andri Fannar Ottósson hafði komið Fram yfir á 16. mínútu eftir varnarmistök en Kristinn Lárusson jafnaði leikinn átta mínútum fyrir hálfleik með skalla eftir hornspyrnu Baldurs Aðalsteinssonar. Framarar fengu betri færi en Valsmenn voru meira með boltann og vítaspyrnan var dæmd þegar Hans Fróði Hansen braut klaufale- ga á Hálfdáni Gíslasyni en seinni hálfleikurinn hafði annars verið tíðindalaus og tilþrifalítil. Það var hinn bráðefnilegi Atli Guðnason sem tryggði FH sigur, 2-1, á Þrótti í Laugardalnum í gær. Markið skoraði hann mínútu fyrir leikslok þegar hann fékk stungu- sendingu og lagði boltann laglega í fjærhornið. FH-ingar voru fyrri til að skora í leiknum en það gerði Atli Viðar Björnsson eftir ellefu mínútna leik. Hann fékk góða stungu- sendingu frá Emil Hallfreðssyni og kláraði færið sitt vel. Þróttarar jöfnuðu síðan fjórum mínútum fyrir hlé. Það gerði Hallur Hallsson með laglegu skoti fyrir utan teig. Annars var leikurinn ákaflega lítið fyrir augað, miðjuþóf og lítið um færi. Jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit en það er ekki spurt að slíku í knattspyrnu. ■ SIGURBJÖRN MEÐ SIGURMARKIÐ Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Valsmanna, skoraði sigurmark Valsmanna gegn Frömurum í gær úr vítaspyrnu stundarfjórðungi fyrir leikslok. SJÖTUGUR ÞJÁLFARI BESTUR Hubie Brown hjá Memphis Grizzlies var valinn þjálfari ársins í NBA-deildinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.