Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 23. apríl 2004 hafi viljað hætta fjármunum sín- um af einhverjum hugsjóna- ástæðum til að fyrirbyggja að hér risi upp einlitt fjölmiðlaumhverfi. En þar sem grunnhugmyndin að Fréttablaðinu bar með sér hagn- aðarvon held ég að þetta ástand hafi ekki skemmt fyrir. Að minnsta kosti ekki fyrir mér – gömlum fjölmiðlamanni. Það blasti líka við að aukin fákeppni á fjölmiðlamarkaði myndi leiða til hærra auglýsingaverðs, lakari þjónustu gagnvart almenningi og að sú lognmolla sem ríkti í blaða- mennsku á Íslandi undanfarinn áratug héldi áfram.“ Frjálsir miðlar veita Ríkis- útvarpinu aðhald – Nú eru Norðurljós, móður- félag Fréttar og Íslenska útvarps- félagsins, einmitt sökuð um að stuðla að fákeppni á fjölmiðla- markaði. Ert þú að halda hinu gagnstæða fram? „Já. Með nýjum eigendum og endurfjármögnun Norðurljósa er áframhaldandi rekstur fjögurra sjónvarpsrása og sex útvarpsrása tryggður. Stuttu fyrir jól komum við að endurreisn DV. Okkur hefði verið í lófa lagið að láta það blað deyja drottni sínum. Það var eng- inn annar tilbúinn að koma að því verki. Það hversu ólík blöð Frétta- blaðið og DV eru sýnir vilja okkar til að auka fjölbreytni fjöl- miðlaflórunnar og viðhalda sam- keppni. Það er fráleit niðurstaða hjá nefnd menntamálaráðherra að það sé hægt að tryggja fjölbreytni á fjölmiðla- markaði með því að efla Ríkisútvarpið. Ríkisút- varpið hefur aldrei gert nokkurn skapaðan hlut nema vera neytt til þess vegna samkeppni. Fréttastofa Ríkishljóð- varpsins fór ekki að stunda almennilega fréttamennsku fyrr en vísir að frjálsri blaða- mennsku varð til hjá Dagblaðinu og síðan Helgarpóstinum gamla. Fréttastofa Ríkissjón- varpsins rumskaði að- eins þegar Stöð 2 byrj- aði með fréttir en virð- ist vera farin að dotta aftur. Ef menn halda að ríkisfjöl- miðlar veiti frjálsum miðlum að- hald ættu menn að skoða hvort þessu geti ekki einmitt verið öf- ugt farið. Hvernig væri dagskrá Ríkisútvarpsins ef einkaaðilar hefðu ekki veitt því aðhald með samkeppni? Mig syfjar af tilhugs- uninni einni. Reyndar finnst mér að menn ættu að grípa tækifærið úr því svona margir vilja velta fyrir sér fjölmiðlamarkaðnum og greina rekstur Ríkisútvarpsins á undan- förnum árum. Ég held að niður- staðan yrði sú að helstu stefnumál stofnunarinnar hafa verið að leggja stein í götu keppinauta – að skaða þá sem mest. Minna hefur farið fyrir uppbyggingu þeirra gilda sem Ríkishljóðvarp og -sjón- varp höfðu umfram keppinaut- ana. Stjórnendur Ríkisútvarpsins hafa látið samkeppnina blinda sig svo að þeir eru hættir að geta metið verðmætin sem þeim var falið að gæta. Eftir sitjum við með hálfundarlega skemmti- og aug- lýsingastöð kostaða af skyldu- áskrift. Stjórn Ríkisútvarpsins á undanförnum árum – sem vel að merkja nýtur óskoraðs stuðnings stjórnvalda – er menningarlegt slys. Og ef við viljum í raun og sann- leik meta íslenskan fjölmiðla- markað held ég að það yrði ráð að nota þær tvær fjölmiðladeildir sem reknar eru við háskóla ríkis- ins; í Reykjavík og á Akureyri. Af hverju er þeim ekki falið að kanna fjölmiðlana; meta óhlutdrægni þeirra, fréttamat og hvað eina? Við á Fréttablaðinu myndum fagna slíkri rannsókn. Niðurstöð- ur hennar myndu ekki styðja málatilbúnað þeirra sem hafa agnúast út í blaðið – þvert á móti.“ Mikill vöxtur á skömmum tíma – Snúum okkur þá að Frétta- blaðinu. Er von á breytingum á út- gáfu þess? „Á skömmum tíma hefur út- gáfudögum blaðsins verið fjölgað úr fimm á viku í sjö á viku. Fyrst var blaðinu dreift í um 68 þúsund eintökum á höfuðborgarsvæðinu en það fer nú í um 100 þúsund ein- tökum um allt land; þar af á heim- ili á höfuðborgarsvæðinu, Reykja- nesi og Akureyri. Blaðið var 24 síður til að byrja með en er nú að jafnaði frá 40 til 64 síður. Við hóf- um að gefa út Birtu, vikulegt tímarit, fyrir rúmu ári. Skömmu síðar bættum við við fasteigna- blaði á mánudögum. Fyrir þremur vikum hleyptum við Allt af stokk- unum, daglegu blaði með efni og upplýsingum um fjölmarga efnis- þætti. Fréttablaðið hefur því þró- ast hratt að undanförnu og ólík- legt að þróunin verði jafn hröð á næstunni. Það tekur hins vegar langan tíma að móta dag- blað og við erum síður en svo að leggja árar í bát. Í dag kynnum við til dæm- is nýja útgáfu af skoð- anasíðum blaðsins og því verður fylgt eftir með frekari breytingum og tiltekt á næstu vikum. Í dag lesa meira en 160 þúsund manns Fréttablaðið á hverjum degi. Þessar frábæru viðtökur leggja okkur miklar skyldur á herðar og við ætlum okkur að standa undir þeim. Hjá Fréttablaðinu starfar frábært starfsfólk sem hefur vilja til þess að þoka áfram þróun dag- blaða á Íslandi og gera þau líkari því sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Sú þróun er óumflýjanleg og löngu tímabær,“ segir Gunnar Smári. ■ Tvöfaldir Vildarpunktar til 1. maí ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 24 12 5 0 4/ 20 04 Reykjavík Nordica Hotel Hótel Loftleiðir Keflavík Flughótel Suðurland Hótel Flúðir Hótel Rangá Hótel Kirkjubæjarklaustur Egilsstaðir Hótel Hérað ÞVERHOLT 9 Þarna hóf Fréttablaðið göngu sína í iðnað- arhúsnæði á þriðju hæð. Fjöldi starfs- manna var um 40 í upphafi auk 500 blað- bera. SUÐURGATA 10 Fréttablaðið flutti starfsemi sína að Suður- götu í mars á síðasta ári. Starfsmenn urðu flestir 72 á Suðurgötu en blaðberar urðu 1.300 eftir að sunnudagsblaðið hóf göngu sína. SKAFTAHLÍÐ 24 Fréttablaðið flutti öðru sinni á sama ári í nóvember í fyrra; frá Suðurgötu að Skaftahlíð. Starfsmenn Fréttar eru í dag 142 auk 1.400 blaðbera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.