Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 16
23. apríl 2004 FÖSTUDAGUR Radarvarar duga ekki: Ný radartækni LÖGREGLAN Nokkur fjöldi öku- manna sem höfðu radarvara í bílum sínum var stöðvaður fyrir hraðakstur í gær. Lögreglan í Reykjavík hefur tekið í notkun nýtt leysiradar- mælingatæki sem notar ljós- bylgjur til að ákvarða hraða ökutækja. Eldri radarmælar ákvarða hins vegar hraða með hljóðbylgjum. Þá er til dæmis hægt að ákvarða hraða allra bílanna í fimm bíla röð. Tugir ökumanna voru stöðvaðir fyrir hraðakstur í Reykjavík í gær. Ljóst er að nokkrir þeirra geta átt von á að fá gluggaumslag inn um bréfalúguna hjá sér á næstu dögum og þurfa að borga sekt. ■ Höfum það tvöfalt betra en árið 1970 Landsframleiðsla á mann hefur tæplega tvöfaldast frá 1970. Kaupmátt- urinn fylgir framleiðniaukningunni í stórum dráttum. Íslendingar í dag hafa það nærri því tvöfalt betra en kynslóðin sem er 30 árum eldri. HAGVÖXTUR Meðal Íslendingurinn skapar tvöfalt meiri verðmæti í dag en fyrir rúmum þrjátíu árum. Landsframleiðsla á mann hefur tæplega tvöfaldast frá 1970. Vöxturinn á tímabilinu er 95,8 prósent. Hver Íslendingur framleiðir nú 36,5 prósentum meira en fyrir 20 árum. Sam- kvæmt áætlun Hagstofunnar óx landsframleiðslan um fjögur prósent í fyrra. Ef tekið er tillit til fjölgunar jókst landsfram- leiðsla á mann um 3,6 prósent 2003. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofn- unar Háskóla Íslands, segir kaupmátt nokkurn veginn fylgja framleiðniaukningu samfélags- ins. Meðalmaðurinn hafi það því nærri tvöfalt betra en hann hafði það árið 1970. „Þar við bætist að hlutfallslega færri eru á vinnumarkaði og vinna færri klukkustundir, þannig að mun- urinn er enn meiri.“ Lífskjör Ís- lendinga hafa þvi batnað veru- lega á þessu tímabili. Lífskjörin rýrnuðu á árunum í kringum 1990 en hafa farið verulega batnandi síðustu tíu ár. Tryggvi Þór segir meiri menntun eina af skýringum framleiðniaukningar samfélags- ins. „Ef við horfum til síðustu 20 ára hefur fiskafli verið að minnka og fiskur verið að skipta minna og minna máli.“ Tryggvi segir að á þessu tímabili hafi hagkerfið breyst úr framleiðslu- hagkerfi í þjónustuhagkerfi. Á sama tíma og tekjur á mann hafa aukist hefur halli á viðskiptum við útlönd verið meirihluta tímabilsins. „Við Gylfi Zoëga skrifuðum grein sem sýndi fram á samhengi milli viðskiptahalla og meðalald- urs samfélaga. Við erum með lægri meðalaldur en þjóðir í kringum okkur og því eðlilegt að hallinn sé meiri,“ segir Tryggvi. Hann segir þetta vel samrýman- legt við ævi fólks. Ungt fólk skul- di, miðaldra eigi eignir og gamlir gangi á forða sinn. „Þjóðir eru alveg eins, og hér hefur verið gríðarleg uppbygging.“ Hann segir að það skipti mestu að hag- vöxtur sé hér meiri en í helstu viðskiptalöndum. „Ef hann yrði minni til lengri tíma ættum við að hafa áhyggjur.“ haflidi@frettabladid.is Kynning í kringlunni um helgina Nýr lífsstíll í miðborginni Komdu og kynntu þér málið www.101skuggi.is Fyrsti áfangi í 101 Skuggahverfi kominn undir þak Kostir íbúða í 101 Skuggahverfi eru m.a.: • Alþjóðleg hönnun • Stórbrotið útsýni • Tólf mismunandi íbúðagerðir • Fjölbreytileiki í útfærslu íbúða • Lofthæð 2,70 m • Stærð íbúða frá 69 - 280 m2 • Bílastæði í lokuðum bílageymslum • Óvenjumikil hljóðeinangrun • Útsýni úr öllum lyftum • Háþróað öryggis- og samskiptakerfi Kynning í Kringlunni 16. - 25. apríl á glæsilegum gæðaíbúðum á besta stað í miðborg Reykjavíkur. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S S KU 2 43 43 04 /2 00 4 Sími 588-9090Sími 530-1500 LÖGREGLUMAÐUR MÆLIR HRAÐA ÖKUTÆKJA Nokkrir tugir ökumanna voru stöðvaðir fyrir hraðakstur í Reykjavík í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SÓL HAGSÆLDARINNAR Íslendingar hafa það helmingi betra nú fjárhagslega en fyrir rúmum þrjátíu árum og gott ef veðrið er ekki bara betra líka. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA BREYTING LANDSFRAMLEIÐSLU Á MANN Á MILLI ÁRA Frá árinu 1970 til 2003. 0 1970 2003 6,8% 12% -4,5% 3,4%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.