Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 10
Af tali manna um drög DavíðsOddssonar að frumvarpi til fjölmiðlalaga hef ég engan heyrt halda því fram að þessi drög verði að lögum á vorþingi vegna þess hversu brýnt sé að lögfesta þau. Það eru hins vegar margir til sem segja að þessi drög verði að lögum af því að Davíð Oddsson vilji það. Það virðist vera almenn afstaða í samfélaginu: Ef Davíð vill þá fái Davíð. Það er svo sem nógu háska- legt í sjálfu sér en enn verra er að af ummælum manna má ráða að þeir telji þetta eðlilegt – eða í það minnsta þolanlegt. Sem er skrítið – alla vega ef við gerum ráð fyrir að við lifum í opnu, lýðræðislegu samfélagi sem byggi á óhaggan- legum grundvallarreglum – sam- félagssáttmála – og skýrum regl- um og traustum hefðum sem forða því að þeim sem er treyst fyrir valdi fari ekki með það eins og þeim hafi verið falið það til frjálsrar notkunar; til dæmis til að tjá óvild sína gagnvart einstak- lingum, hópi manna, stofnunum eða fyrirtækjum. Eitt er að vilja – annað að láta eftir Það er náttúrlega ekkert að því að Davíð vilji helst setja lög sem hluti niður fyrirtækið Norðurljós og neyði eigendur þess jafnframt til selja eignir sínar svo leifar fyrirtækisins fái nýja eigendur. Af þeim orðum sem Davíð hefur lagt til núverandi eigenda má ljóst vera að honum má vera nokk sama hverjir eignist hræið – þeir muni alltaf verða skárri en núver- andi eigendur, sem eru verstu hugsanlegir eigendur að mati Davíðs. Löngun Davíðs til að hluta sundur Norðurljós og koma miðl- um fyrirtækisins í hendur nýrra eigenda er ósköp lík löngun tölvunörda um allan heim, sem helst vilja sjá stórfyrirtækinu Microsoft komið fyrir kattarnef og Bill Gates rekinn úr samfélagi manna. Eða siðprúðs fólks sem vill banna poppmúsík og annað garg vegna þess að það er ekkert annað en tæki djöfulsins til að spilla æsku heimsins. Við erum þaulvön að eiga við slíkar langan- ir borgaranna. Við segjum jamm og jæja og gætum þess að and- mæla ekki of ákaft af ótta við að fá yfir okkur of langa og of heit- strengda fyrirlestra; lítum síðan á klukkuna og berum fyrir okkur tímaskorti; látum okkur hverfa. Þótt við getum óttast um sálar- heill þeirra sem kjósa að ganga um með byrðar hatursfullra hugs- ana þá þurfum við ekki að óttast að þær nái fram að ganga eða muni móta samfélagið. Til þess höfum við lög, og þá einkum stjórnarskrá, sem verndar tján- ingarfrelsi, atvinnufrelsi, eignar- rétt – svo eitthvað sé nefnt. Með þessari vernd þolum við hvað sem er. Menn geta komið sér upp eins klikkuðum skoðunum og þeir vilja og treysta sér til að bera; en grunnreglurnar liggja klárar fyrir og verður ekki breytt nema hinir hatursfullu nái saman til að breyta þeim. Og svo skemmtilega vill til að líkurnar á því eru ekki svo miklar; eins og geðveiku fólki finnst yfirleitt lítið til ranghug- mynda hvers annars koma þá eiga þeir hatursfullu erfitt með að vinna saman. Í þeim hópi vill hver ráða og enginn fylgja öðrum. Það er nokkuð sem kalla má náttúru- lögmál. Tveir sem vilja berja heiminn undir vilja sinn geta ekki náð saman; annar verður að lúffa – og það mun hann aldrei gera. Sem sagt: Gott hjá Davíð að treysta sér til að bera óvild – megi honum áskotnast öll sú óvild sem hann vill bera. Það er hins vegar alvarlegra ef það er orðin viðtek- in skoðun í okkar unga samfélagi að ef Davíð fær löngun til að smíða lög um óvild sína þá verði þau samþykkt á Alþingi og fram- fylgt af lögreglu og öðrum örmum framkvæmdavaldsins. Er samfé- lag okkar ekki þroskaðra en svo? Er það enn svo vanþróað? Eða ríkisstjórnin okkar blessuð? Og Alþingi? Getur það gerst árið 2004 að lög, sem vega að eignarréttarákvæðum stjórn- arskrárinnar, tjáningar- og at- vinnufrelsi, séu sett án víðtækrar umræðu – ekki af því að bráð þörf sé á slíkri lagasetningu vegna þjóðaröryggis eða almannaheilla – heldur fyrst og fremst vegna þess að Hann vill það – Hann Dav- íð. Hvar eru þeir eldar sem brenna svo glatt? Annars staðar en í þöndu taugakerfi Davíðs sjálfs – Hans sjálfs? Skógardóm yfir eigendum Norðurljósa Skoðum hættuna af eignar- haldi Norðurljósa: Nefndin sem menntamálaráðherra skipaði og átti að semja lög ef þörf væri á (en var síðan ekki treyst til þess eða þurfti þess ekki þar sem Dav- íð var sjálfur búinn að semja frumvarpið) telur að fjölbreytni sé meginmarkmið þess umhverfis sem stjórnvöldum ber að búa fjöl- miðlum. Þessa afstöðu sækir nefndin til mannréttindasáttmála Evrópu. Þar er lögð áhersla á fjöl- breytni dagskrár og efnis í fjöl- miðlum. Nefndin gerir nokkuð úr því en hneigist síðan til að fjalla helst um fjölbreytni í eignarhaldi. En hvað um það. Spurning dagsins hlýtur þá að vera þessi: Standa Norðurljós í vegi fyrir fjölbreytni á íslenskum fjölmiðla- markaði? Hefur útgáfa Frétta- blaðsins leitt til fákeppni og fá- breytni á dagblaðamarkaði? Var það skaðlegt að Frétt, útgáfufélag Fréttablaðsins, skyldi endurvekja DV í stað þess að láta það sigla sinn sjó þegar ljóst var að ekki nokkur maður hafði hug á að halda því á lífi? Hefur það leitt til fábreytni og fákeppni á fjölmiðla- markaði að eigendur Fréttar komu með nýtt hlutafé í Íslenska útvarpsfélagið til að tryggja end- urfjármögnun fyrirtækisins og framtíð fjögurra sjónvarpsstöðva og sex útvarpsstöðva? Hefði verið betra að Fréttablaðið hefði farið á hausinn vorið 2002, DV haustið 2003 og Stöð 2 um svipað leyti? Það er óþarfi að spyrja Davíð Oddsson. Af ummælum hans um þessa miðla má ljóst vera að hann myndi ekki gráta þá – þvert á móti. En ef aðrir borgarar í sam- félaginu hafa eitthvað um þetta að segja þá geta þeir svarað hver fyrir sig. Og svarið hlýtur að vera: Nei. Og það er meira að segja hægt að bæta við: Ef ekki hefði komið til endurreisnar Frétta- blaðsins, DV, Stöðvar 2, Bylgjunn- ar, Sýnar og fleiri miðla Norður- ljósa væri íslensk fjölmiðlaflóra fábreytilegri og hættara við að fá- keppni myndi einkenna fjölmiðla- markaðinn í dag og um næstu framtíð. Ef eitthvað er að marka verðmætamat nefndar mennta- málaráðherra er glórulaust að nota skýrslu nefndarinnar til að smíða frumvarp með það að markmiði að höggva Norðurljós í herðar niður og setja ævarandi bann við því að þeir sem komu að endurreisn fyrirtækisins fái nokkru sinni að koma nálægt fjöl- miðlarekstri – dæma þá til skóg- argangs. Nú verður fluttur sálmur eftir eigandann En hvað með hættuna á að eig- endur misnoti fjölmiðla? Ef hún er til staðar þá skiptir í raun engu hver á fjölmiðlana – alla vega væri erfitt að smíða skilyrði sem byggja á mannkostum og upplagi fólks. Það er erfitt að sjá að hægt sé að aðgreina eigendur sem mis- nota eignir sínar frá þeim sem gera það ekki með einhverjum al- mennum reglum. Það er til dæmis almennt viðhorf á Íslandi að kaup- mennirnir sem endurreistu Morg- unblaðið á sínum tíma hafi farið vel með sína eign og fátt gert til að tortíma henni. Það væri lítill heiður fyrir þá að setja það í lög á Íslandi að kaupmenn mættu hvergi koma nærri fjölmiðlum. En hvers vegna ætti eigandi fjölmiðils að misnota hann? Kenn- ingin er sú að það sé náttúra eig- enda að aðlaga efni og stefnu miðilsins að eigin smekk og skoð- unum. Þetta á að sjálfsögðu við um persónuleg málgögn – en á þetta við um almenna fjölmiðla, svipaða þeim sem Norðurljós halda úti. Er allt efni þeirra skilaboð frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni? – svo fram- setning umræðunnar sé notuð þótt Baugur eigi minnihluta í Norður- ljósum? Á sama hátt mætti spyrja hvort Bónus seldi aðeins uppá- haldsmatinn hans Jóns. Og úr því að Norðurljós eiga Skífuna; kemur þá ekki út jólaplata næsta haust þar sem Jón Ásgeir syngur uppá- halds jólalögin sín? (Meðan ég hlæ að tilhugsuninni rifjast upp fyrir mér að það eru fá ár síðan Ríkissjónvarpið bauð upp á kórsöng á aðfangadagskvöld þar sem sálmur Davíðs Oddssonar forsætisráðherra var sunginn. Og ekki nema tæpir fjórir mánuðir síðan sama sjónvarpsstöð sýndi sjónvarpsleikrit byggt á smásögu eftir – jú, einmitt: Hann sjálfan. Það þarf náttúrlega ekki að taka það fram að Ríkissjónvarpið er rekið undir verndarvæng ríkis- stjórnarinnar sem skammtar henni lifibrauðið.) Eru fjölmiðlar svo ólíkir öðr- um þjónustufyrirtækjum? Er ekki lykillinn að slíkum rekstri að aðlaga þjónustuna væntingum og þörfum almennings? Þetta á alla vega við almenna fjölmiðla sem starfa í eðlilegu samkeppnisum- hverfi án afskipta stjórnvalda eða íhlutunar stjórnmálamanna. Þetta átti ekki við gömlu flokks- blöðin og örugglega ekki Morgun- blaðið þegar Davíð var þar sumarafleysingamaður. Og því miður virðist sem stjórnmála- menn eigi erfitt með að leyfa Rík- isútvarpinu að aðlaga sig svo það geti orðið almennt þjónustufyrir- tæki. Þeim hættir til að líta á fjöl- miðla sem stjórntæki. Og skilja því ekki hvers vegna nokkur vilji reka þá ef ekki til þess að misnota þá. Valdasæknustu stjórnmála- mennirnir eru síðan eins og stjórnlausar ofætur sem skilja ekki hvers vegna eigendur ísbúða leggist ekki undir stútinn á ísvél- inni og dæli upp í sig ísnum. Til hvers skyldi nokkur vilja reka ís- búð til annars? Myrkraverk Davíðs Það er sjálfsagt mál að efna til umræðu í samfélaginu um fjöl- miðla, áhrif eigenda þeirra á dag- skrárefnið, starfsskilyrði blaða- manna, aðgang minnihlutasjónar- miða að miðlunum – hvað eina. Það væri rakið að nota tækifærið og fá þær tvær fjölmiðladeildir sem reknar eru við ríkisháskól- ana að greina efnistök fjölmiðla og skoða hvar skóinn kreppir. Slíkt er ekki aðeins þarflegt held- ur löngu tímabært. Það er alltof lítið til af fjölmiðlarannsóknum á Íslandi. Þær sem til eru tengjast fremur fjölmiðlanotkun en efnis- tökum eða hefðum íslenskra fjöl- miðla. Við höfum til dæmis ekki hugmynd um hvernig skilgreina mætti íslenska blaðamennsku- hefð; hvort í henni leynast ein- hver verðmæti eða krónískir ósiðir. En það er fráleitt ef Davíð Oddssyni tekst að einangra um- ræðuna við samningaviðræður við formann Framsóknarflokks- ins í von um að geta knúið ólög gegnum Alþingi í tímaþröng og umræðuleysi. Af vinnubrögðun- um er ljóst að Davíð veit sjálfur að erindið þolir illa dagsljósið og því betur sem það er skoðað því færri eru tilbúnir að ganga til liðs við hann. Hans von er að ráð- herrarnir og þingliðið láti þetta eftir honum; af því að hann þráir þetta svo heitt. Og það er staðan í dag; prófið sem ráðherrarnir og þingmenn- irnir munu þreyta. Er vilji Davíðs veigameira afl í samfélaginu en eignarréttarákvæði stjórnar- skrárinnar og réttur manna til tjáningar og athafna? ■ Þá hefur það verið staðfest,sem við þóttumst svosem vita fyrir. Það er bara ekki talað um það að ráði fyrr en formleg staðfesting hefur fengist og þá helst frá útlöndum. Íslendingar vinna lengur en aðrar þjóðir. Samkvæmt athugun Evrópsku hagstofunnar (já, er hún til?) verja Íslendingar, að jafnaði, rúmum 48 klukkustundum í vinnu á viku. Það eru margar klukkustundir. Vinni fólk fimm daga vikunnar er það níu og hálfa klukkustund á dag í vinnunni, sé það við störf sex daga vikunnar er það átta stundir í vinnu á dag en vinni fólk alla sjö daga vikunnar er það sjö klukkutíma á dag í vinnu. Þær þjóðir sem koma næst okkur, Bretar og Grikkir, vinna heilum fimm klukkutímum skem- ur en við á viku en þær þjóðir sem minnst vinna, Frakkar og Norð- menn, eru ekki nema 39 tíma í vinnu á viku. Sé þessum 39 tímum deilt niður á daga vikunnar má sjá að þetta eru tæpir átta tímar á dag í fimm daga vinnuviku, sex og hálfur sé unnið sex daga vikunnar og tæpir sex ef öllum sjö dögun- um er varið til vinnu. Þetta hljóm- ar geðslegar. Lítum á hefðbundna viku hjá vinnandi Íslendingi. Við gefum honum frí um helgi þannig að þessar rúmu 48 stundir leggjast á virku dagana. Hann vaknar klukkan sjö, kemur börnunum í skóla og fer í vinnuna klukkan átta. Þar er hann til rúmlega fimm og nær svo í börnin. Þau fara í bólið um átta og hann sjálfur klukkan ellefu. Hann hefur sumsé fjórar klukkustundir á dag til að vera innan um börnin sín, meira en helmingi minni tíma en hann eyðir með samstarfsfólki. Og það er ekki eins og þessar fjórar klukkustundir séu einhver róleg- heitatími þar sem spjallað er um daginn og veginn. Aldeilis ekki. Það er span á öllum, það þarf að baða og klæða, versla og borða, læra og leika. Og þegar börnin eru gengin til náða taka húsverk- in við, það þarf að skúra, skrúbba og bóna. Þvo þvotta, vaska upp og stoppa í sokka. Og hver eru áhrifin? Jú, allir eru að kafna úr álagi. Pirringur og þreyta hrjá landsmenn í miklum mæli, svo ekki sé nú minnst á geðsjúkdóma á borð við þunglyndi. Það skyldi þó ekki vera að at- vinnulífið beri hér einhverja ábyrgð. Að fyrirtækin í landinu megi hafa það á samviskunni að fólki líður illa og hver fjölskyldan á fætur annarri liðast í sundur vegna ósættis og leiðinda sem rekja má til of mikillar vinnu. Eða erum við hér til að auka framlegð og skapa arðsemi? Er vinnan kannski tilgangur lífsins eftir alltsaman? ■ Smáa letrið BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON ■ skrifar um blessaða vinnuna 10 25. apríl 2004 SUNNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 48 stundir Sunnudagsbréf GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um þrá forsætisráðherra til að hluta niður Norðurljós og koma miðlum þess í hendur nýrra eigenda. Bálið sem brennur JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON „Og úr því að Norðurljós eiga Skífuna; kemur þá ekki út jólaplata næsta haust þar sem Jón Ásgeir syngur uppáhalds jóla- lögin sín?“ DAVÍÐ ODDSSON „Gott hjá Davíð að treysta sér til að bera óvild – megi honum áskotnast öll sú óvild sem hann vill bera. Það er hins vegar alvarlegra ef það er orðin viðtekin skoðun í okkar unga samfélagi að ef Davíð fær löngun til að smíða lög um óvild sína þá verði þau samþykkt á Alþingi og framfylgt af lögreglu og öðrum örmum framkvæmdavaldsins. Er samfélag okk- ar ekki þroskaðra en svo? Er það enn svo vanþróað?“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.