Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 25. apríl 2004 Tryggvagata 8, sími: 552-3870. Fax: 562-3820. Námskeið hefjast 3. maí Innritun í síma 552 3870 frá 26. apríl • Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna • Einkatímar - Taltímar • Námskeið fyrir börn • Franska fyrir ferðamenn • Kennum í fyrirtækjum. Netfang: af@ismennt.is. Veffang: http://af.ismennt.is. 13.500 miðar seldir á Íslandi Ífyrradag seldust rúmlega 3000miðar á aukatónleika Deep Purple í Laugardalshöll sem haldnir verða 23. júní, daginn fyrir þá tónleika sem þegar er uppselt á. Einar Bárðarson, sem stendur fyrir innflutningi sveitarinnar fyrir hönd fyrirtæki síns Concert, bendir réttilega á að nú hafi Deep Purple selt fleiri tónleikamiða á Íslandi en nokkur önnur erlend sveit. Reiknað er með að tæplega 5000 manns hafi verið á fyrstu tónleikum þeirra hér, fyrir rúm- lega 30 árum síðan, um 5500 mið- ar voru í boði á tónleikana sem seldist upp á og nú eru 3000 farn- ir á aukatónleikana. Þetta þýðir að Deep Purple hefur selt um 13.500 tónleikamiða samtals. Geri aðrir betur. ■ Heimsþekktir mynd- listarmenn til landsins Paul McCarthy er meðalþeirra heimsþekktu mynd- listarmanna sem leggja leið sína hingað til lands í sumar. Verk hans eru í eigu og hafa verið til sýnis í helstu myndlistargallerí- um heims en McCarthy sýndi meðal annars verkið Daddies Bighead í Tate Modern gallerí- inu í London í fyrra. Listamað- urinn Jason Rhoads verður með McCarthy í för en þeir sýna meðal annars í Gallerí Kling og Bang og óskuðu sérstaklega eft- ir því að fá að hefja sýningu sína á lengsta degi ársins, sumarsól- stöðum, þann 21. júní. Kanadíski listamaðurinn David Askevold verður svo með sýningu í Kling og Bang þann 15. maí næstkomandi en hann er einn af aðalmönnunum í upp- gangi hugmyndalistar í Banda- ríkjunum. Erlingur Klingen- berg, sem stendur á bak við heimsókn Davids Askevolds, segir það mjög mikilvægt fyrir myndlistarflóruna hér á landi að fá heimsóknir sem þessar. „Paul McCarthy er búinn að vera í listaelítunni í 20-30 ár og það að fá svona stór nöfn í galleríin hér heima greiðir verulega aðgang okkar að öðrum heimsþekktum listamönnum,“ segir Erlingur. ■ DEEP PURPLE Slær met í miðasölu hér á landi, reyndar á 34 árum. Metallica kemst líklega næst metinu með einum tónleikum. DADDIES BIGHEAD 16 metra há fígúra búin til úr risa tómatsósuflösku eftir Paul McCarthy var til sýnis fyrir utan Tate Modern galleríið í London í fyrra en McCarthy sýnir hér á landi í júní. Raftónlistarsveitin Múm hef-ur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár og vakið athygli, bæði hér heima og erlendis, fyrir mínímalíska en um leið heillandi tóna sína. Þriðja plata sveitarinnar, Summer Make Good, er nú kom- in út og þar heldur Múm áfram að þróa seiðandi tónlist sína þar sem hugtakið „minna er meira“ er í forgrunni. Radiohead og Sigur Rós eru á meðal sveita sem hafa lagt mikið upp úr þess- um stíl undanfarið enda getur hann verið ákaflega flottur þeg- ar vel tekst til. Múm, sem hljómar stundum eins og Sigur Rós þegar þau eru sem rólegust, virðist líka hafa náð góðum tök- um á stílnum. Vonandi gleyma þau sér samt ekki alveg í honum í framtíðinni því það yrðu ein- tóm leiðindi til lengdar. Á Summer Make Good er lögð áhersla á að hlustandinn upplifi plötuna sem eina fallega heild og tekst það alveg prýði- lega. Platan er heillandi þegar best lætur en þolir ekki að rúlla í spilaranum hvað eftir annað. Þá kemur leiði í ljós og Múm hættir að vera hrífandi. Á köfl- um óskar maður þess að geta hrist hljómsveitina til svo hún rokki aðeins eða hætti alla vega þessu hvísli en það er víst ekki hægt í gegnum geislaspilarann. Lagið Islands of the Childrens Children var í mestu uppáhaldi en hin hljómuðu flest öll ágætlega. Þessi plata er eng- in snilld en góð engu að síður. Freyr Bjarnason Umfjölluntónlist MÚM: Summer Make Good Seiðandi en næstum svæfandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.