Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 28
21SUNNUDAGUR 25. apríl 2004 Tælenskt karlmenni: Lést við heimsmetstilraun Elsti vinnandi maður Bandaríkjanna: Hættir störfum 104 ára Elsti vinnandi maður í Bandaríkj-unum, að talið er, hefur hætt störfum, 104 ára. Prófessor Ray Crist sagði upp kennarastöðu sinni í Messiah-skólanum í Grantham, Pennsylvaníiu í síðustu viku. Hann hefur kennt þar í ein 34 ár en fékk stöðuna eftir að hann fór á eftirlaun, þá sjötugur. Crist fékk einn dollara á ári í laun en það samsvarar tæp- um 75 íslenskum krónum. Árið 1926 fékk Crist doktors- gráðu í efnafræði frá háskólanum í Columbíu og í byrjun fimmta ára- tugarins starfaði hann meðal annars við að kljúfa atóm sem notað var í vetnissprengju. Hann tók seinna við forystuhlutverki í rannsóknunum en meðal vina hans var Albert Einstein. Fyrir tveimur árum hlaut Crist nafnbótina elsti starfandi maður í Ameríku sem hópurinn Experience Works veitir. Prófessorinn er síður en svo dauður úr öllum æðum og ætlar að halda rannsóknarstörfum áfram. ■ RAY CRIST Hefur hætt störfum, 104 ára. Tælenskur maður sem hugðistslá heimsmet í því að eyða tíma með snákum lést eftir að mömbu- tegund beit hann. Boonreung Bauchan skráði nafn sitt í heims- metabók árið 1988 þegar hann eyddi heilli viku lokaður inni með snákum. Hann hugðist slá eigið met þegar mamban beit hann í hægri olnbogann. Í fyrstu lét Boon- reung bitið ekki hafa áhrif á sig og drakk viskí og tók lyf til að lina þjáningarnar. Eitrið dreifðist hins vegar hratt um líkama hans og hann lést áður en hann komst á sjúkrahús. Að sögn föður Boonreung eru þrjátíu snákar á heimili hans en þeir verða gefnir í dýragarð. ■ SNÁKUR Tælendingur hugðist bæta heimsmet í því að liggja með snákum. RISAEÐLA Engin veit hvernig risaeðlan dó út en margar kenningar eru á lofti. Ný rannsókn: Karldýrin útrýmdu risaeðlunum Risaeðlan gæti hafa dáið út þarsem karldýrin voru orðin of mörg. Þetta er niðurstaða rann- sóknar sem vísindamenn við há- skólann í Leeds hafa unnið að. Sú kenning hefur lengi verið á lofti að loftsteinn hafi lent á jörð- inni og útrýmt risaeðlunum. Vís- indamennirnir í Leeds telja hins vegar að loftsteinninn hafi haft áhrif á loftslag jarðar. Þeir telja að risaeðlan samsvari skriðdýrum nútímans, eins og krókódílum, en kyn þeirra ákvarðast af hitastigi í lofti þegar þeir fæðast. Loft- steinninn hafði þau áhrif að fjöll fóru að gjósa og reykjarmökkur skyggði á sólina sem varð til þess að karldýrum risaeðlna fjölgaði til muna. Þótt einhverjar risaeðl- ur hafi lifað áreksturinn af áttu þær í erfiðleikum með að finna sér maka og þar með dáið út ásamt öðrum dýrategundum. Skiptar skoðanir eru á rann- sóknum vísindamannana í Leeds og telja sumir að loftið hafi verið svo eitrað eftir áreksturinn við loftsteininn að fá dýr hafi geta lif- að það af. ■ LÖGREGLUAÐGERÐ Lögreglan í Bandaríkjunum og 10 öðrum löndum hefur lagt hald á um 200 tölvur. Lögreglan bregst við sjóræningjastarfsemi: Tölvur gerð- ar upptækar Lögreglan í Bandaríkjunum ogtíu öðrum löndum hefur lagt hald á yfir tvö hundruð tölvur til að reyna stemma stigu við skipu- lagðri sjóræningjastarfsemi sem dreifir ólöglegu efni á netinu. Um 30 netþjónar voru notaðir til að geyma efnið og dreifa en í allt voru um 65 þúsund titlar í tónlist, kvikmyndum, leikjum og öðrum hugbúnaði gerðir upptækir. John Ashcroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, segir að aldrei hafi verið komið upp um jafn mikla ólöglega starfsemi og nú. Eins og gefur að skilja voru fyrirmenni í skemmtana- og hug- búnaðargeiranum yfir sig ánægð með aðgerðir lögreglunnar. Talið er að tap þeirra vegna ólöglegrar útgáfu hlaupi á nokkrum milljörð- um á hverju ári. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.