Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 30
SUNNUDAGUR 25. apríl 2004 vikna námskeið hefjast 3. maí8 KONUR Skráning er hafin á eftirtalin námskeið: • Lokaðir aðhaldshópar 3x í viku • Rope yoga 3x í viku Innifalið: Þrír lokaðir hóptímar, frjáls aðgangur í alla opna tíma á stundaskrá og æfingaáætlun í tækjasal hjá þjálfurum World Class í Laugum og Spönginni. Aðgangur að Laugardalslauginni. Vorglaðningur! Þú færð aðgang að okkur rómuðu Baðstofu í Laugum síðustu vikuna á námskeiðunum. Sjá úrval opinna tíma á www.worldclass.is www.worldclass.is Spöngin s. 553 5000 Laugar s. 553 0000 www.worldclass.is Flokkurinn hafði lengi verið klof- inn og margir voru þreyttir á þessum innri átökum. Ég var ekk- ert þreyttur og hefði verið til í að halda skipinu á floti eitthvað leng- ur. Ég fann hins vegar að Stein- grímur J. Sigfússon vildi fara í eina átt og Margrét Frímannsdótt- ir í aðra. Þannig var það og það var ekki hægt að koma í veg fyrir það.“ Var ekkert sárt að horfa upp á þetta? „Það þurfti að fara fram ákveð- ið pólitískt uppgjör í vinstri hreyfingunni. Strax í ársbyrjun 1999 má segja að ljóst hafi verið að þróunin yrði á þann veg sem orðið hefur. En það er ekki þar með sagt að svo muni verða áfram. Stjórnarsamstarf og ríkis- stjórn á hverjum tíma hefur áhrif á stjórnarandstöðuflokkana. Þeir hafa verið í stjórnarandstöðu í fimm ár sem gerir að verkum að það er ekki komin nein raunveru- lega reynsla á flokkana. Það verð- ur gaman að fylgjast með þróun- inni næstu árin.“ Maður heyrði í byrjun ýmsa segja að nú værir þú, vinstri mað- urinn, búinn að svíkja allar hug- sjónir með því að koma þér vel fyrir í sendiherraembætti. Hvað segirðu við því? „Það er ekki svo, en mér finnst í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við að menn velti þessu fyrir sér. Ég er fyrsti maðurinn af þessum kanti í pólitík sem verður sendiherra. Fyrir nokkrum árum hefði mér sjálfum þótt það alveg óhugsandi. Þegar ég varð ráðherra fyrir 25 árum fannst mér það eiginlega hálfhlægilegt í viku. En það er nú einu sinni þannig að menn lenda í ýmsum aðstæðum í lífinu sem eru kannski ekki fyrirséðar en þær breyta ekki manninum, allavega ekki mér.“ Saknarðu ekki Íslands? „Ég sakna Íslands. Ég sakna barnanna minna, hestanna, alls þess sem er Ísland fyrir mér. Það er fórn að vera í burtu frá Íslandi. En okkur Guðrúnu finnst gaman að vera í þessu starfi. Maður upp- lifir sig sem hluta af Íslandsliði og það er mjög mikilvægt fyrir mig í þessu starfi að vera hluti af hópi.“ Samhent hjón Svavar dregur ekki dul á að þáttur eiginkonu hans, Guðrúnar Ágústsdóttur, í sendiherrastarf- inu er mikill. „Svona starfi verður ekki sinnt almennilega nema þar séu tveir einstaklingar sem séu gífurlega samhentir,“ segir hann. „Við Guðrún gerum alla hluti sam- an, fáum hugmyndirnar og skipu- leggjum verkefnin. Það er ekki hægt að tala í eintölu um nokkurn hlut sem gerist hér á okkar veg- um. Þannig verður það að vera og hlýtur að vera. En það er kannski meira áríðandi í þessu starfi en mörgum öðrum að fólk sé sam- hent. Við Guðrún erum líka þannig gerð að við höfum gaman af að atast en það væri vissulega hægt að taka þetta aðeins rólegar en við gerum.“ Víkjum aðeins að pólitískri for- tíð þinni, náðirðu þar að mestu fram því sem þú vildir? „Ég er ekki mikið fyrir að meta verk stjórnmálamanna eins og þeir hafi unnið þau algjörlega upp á eigin spýtur. Maður er hluti af heild og ég vann með félögum mínum fyrir minn flokk. Á mínum pólitíska ferli sinnti ég viðskipta- ráðuneytinu, menntamálaráðu- neytinu, heilbrigðisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu. Við gjörbreyttum íslensku skólakerfi og settum ýmis konar lög í menn- ingarmálum sem ekki hefur enn verið hróflað við, eins og til dæm- is lögin um listamannalaun. Við settum fyrstu lögin um málefni fatlaðra og aldraðra. Við endur- nýjuðum heilbrigðislögin, settum fyrstu lögin um að ríkissjóður borgaði fæðingarorlof allra úti- vinnandi og settum lög um holl- ustuvernd. Ég tel að þarna hafi verið myndarlega að verki staðið og gæti talið hundrað önnur dæmi um það. Ég tel að þeir sem stóðu að þessu ásamt mér geta verið afar sáttir.“ Ævisaga í smíðum Hver var erfiðasti tími þinn í pólitík? „Ég get varla talað um veru- lega erfiðan tíma. Innanflokksá- tökin í Alþýðubandalaginu voru þreytandi en ég er frekar þolin- móður pólitískt að minnsta kosti og það er kannski ein ástæða þess að ég get verið sendiherra, því þolinmæði er eiginleiki sem ekki er verra að hafa ætli menn sér að starfa í utanríkisþjónust- unni. Ég er hins vegar ekki þolin- móður í verkum mínum frá degi til dags svo ég lýsi því ekki nán- ar. Ég var ekki orðinn þreyttur á innanflokksátökunum í Alþýðu- bandalaginu en aðrir voru það og átökin voru oft leiðinleg af því þau voru persónuleg og beinlínis slítandi.“ Menn breytast og þroskast með árunum en hefur eitthvað breyst í þínum lífsskoðunum? „Maður kynnist ýmsu í lífinu sem breytir manni. Skoðanir mín- ar hafa samt ekki breyst í grund- vallaratriðum. Mótorinn innan í manni er sá sami: jafnrétti, lýð- ræði, Ísland. Þetta þrennt í ein- hverjum hlutföllum. Þetta er fínn mótor fyrir sendiherra.“ Sérðu fram á endurkomu í póli- tík? „Nei, ég geri það ekki. Ég hef líka alltaf reynt að haga hlutum þannig að aðrir kalli á mig fremur en ég sé að troða mér að. Ég er ekki að huga að endurkomu.“ Íslenskir stjórnmálamenn hafa verið iðnir við það síðustu árin að skrifa endurminningar sínar. Svavar er þegar byrjaður að huga að sinni ævisögu sem hann ætlar að skrá sjálfur. „Ég hef verið að flokka gögn sem ég á, þannig að bráðlega get ég sest niður og skrifað. Eitthvað er þó komið á blað, ég var búinn að skrifa nokkuð áður en ég hóf störf í utanríkisþjónustunni og hef skrifað reyting síðan. Þetta verður pólitísk ævisaga. Ég mun ekki skrifa bersöglismál. Ég ætla mér að fara yfir ferilinn, meta hvað tókst og hvað mis- tókst og af hverju það tókst og af hverju það mistókst. Þannig að það getur vel verið að einhverj- um finnist þetta mjög leiðinleg ævisaga. Þá verður bara að hafa það.“ kolla@frettabladid.is M YN D : PR ESSEN B ILD /FR ED R IK PER SSO N SKRIFAR ÆVISÖGU „Ég hef verið að flokka gögn sem ég á, þannig að bráðlega get ég sest niður og skrifað. Eitthvað er þó komið á blað, ég var búinn að skrifa nokkuð áður en ég hóf störf í utanrík- isþjónustunni og hef skrifað reyting síðan. Þetta verður pólitísk ævisaga. Ég mun ekki skrifa bersöglismál. Ég ætla mér að fara yfir ferilinn, meta hvað tókst og hvað mistókst og af hverju það tókst og af hverju það mistókst.“ Ég sakna Íslands. Ég sakna barn- anna minna, hestanna, alls þess sem er Ísland fyrir mér. Það er fórn að vera í burtu frá Íslandi. En okkur Guðrúnu finnst gaman að vera í þessu starfi. Maður upplifir sig sem hluta af Íslandsliði og það er mjög mikilvægt fyrir mig í þessu starfi að vera hluti af hópi. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.